Ólympíuleikarnir í Aþenu hafnir 13. ágúst 2004 00:01 Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst fyrir tæpri klukkustund. Einn af hápunktum athafnarinnar er flutningur Bjarkar Guðmundsdóttur á laginu Oceania sem var samið í tilefni leikanna. Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst nú rétt fyrir fréttir og eins og við var að búast er mikið um dýrðir. Ólympíuleikvangurinn í Aþenu er sneisafullur af fólki hvaðanæva úr heiminum, jafnt hefðarmönnum sem almenningi. Alls ganga 10.500 íþróttamenn frá tvö hundruð og tveimur þjóðum um Ólympíuleikvanginn í kvöld undir tónlist og lófataki 72 þúsund áhorfenda. Athöfnin er einn stærsti viðburður sinnar tegundur frá upphafi, enda taka tæplega 9000 skemmtikraftar þátt í stanslausri sýningu þar sem Grikkland til forna og nútíminn mætast í mikilli sjónrænni veislu. Eitt af aðalatriðum kvöldsins er í höndum Bjarkar Guðmundsdóttur. Hún mun syngja lagið Oceania af væntanlegri plötu sinni, Medúlla. Lagið verður flutt í lítið eitt breyttri útgáfu í kvöld sem, að sögn Bjarkar, mun eiga við andrúmsloft kvöldsins. Texta lagsins samdi skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og lagði hann mikið á sig við undirbúning lagsins og tók meðal annars námskeið í grískri goðafræði til að undirbúa sig sem best. Á leikunum sem standa í sextán daga verður keppt í 28 íþróttagreinum á 38 mismunandi stöðum í höfuðborg Ólympíuleikanna, Aþenu. Öryggisgæsla vegna leikanna er gríðarlega mikil og til marks um það verða 70 þúsund öryggisverðir til taks meðan á leikunum stendur. Þyrlur og loftför munu sveima yfir Aþenu, auk þess sem götum og höfnum verður gætt af ítrustu varkárni. Allt þetta á að gera það að verkum að stærsta íþróttahátíð heims fari fram án óhappa og þar með sjá til þess að ekkert skyggi á Ólympíuandann sem nú svífur yfir Aþenu eins og fyrir 108 árum á fyrstu nútímaólympíuleikunum. Erlent Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Sjá meira
Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst fyrir tæpri klukkustund. Einn af hápunktum athafnarinnar er flutningur Bjarkar Guðmundsdóttur á laginu Oceania sem var samið í tilefni leikanna. Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst nú rétt fyrir fréttir og eins og við var að búast er mikið um dýrðir. Ólympíuleikvangurinn í Aþenu er sneisafullur af fólki hvaðanæva úr heiminum, jafnt hefðarmönnum sem almenningi. Alls ganga 10.500 íþróttamenn frá tvö hundruð og tveimur þjóðum um Ólympíuleikvanginn í kvöld undir tónlist og lófataki 72 þúsund áhorfenda. Athöfnin er einn stærsti viðburður sinnar tegundur frá upphafi, enda taka tæplega 9000 skemmtikraftar þátt í stanslausri sýningu þar sem Grikkland til forna og nútíminn mætast í mikilli sjónrænni veislu. Eitt af aðalatriðum kvöldsins er í höndum Bjarkar Guðmundsdóttur. Hún mun syngja lagið Oceania af væntanlegri plötu sinni, Medúlla. Lagið verður flutt í lítið eitt breyttri útgáfu í kvöld sem, að sögn Bjarkar, mun eiga við andrúmsloft kvöldsins. Texta lagsins samdi skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og lagði hann mikið á sig við undirbúning lagsins og tók meðal annars námskeið í grískri goðafræði til að undirbúa sig sem best. Á leikunum sem standa í sextán daga verður keppt í 28 íþróttagreinum á 38 mismunandi stöðum í höfuðborg Ólympíuleikanna, Aþenu. Öryggisgæsla vegna leikanna er gríðarlega mikil og til marks um það verða 70 þúsund öryggisverðir til taks meðan á leikunum stendur. Þyrlur og loftför munu sveima yfir Aþenu, auk þess sem götum og höfnum verður gætt af ítrustu varkárni. Allt þetta á að gera það að verkum að stærsta íþróttahátíð heims fari fram án óhappa og þar með sjá til þess að ekkert skyggi á Ólympíuandann sem nú svífur yfir Aþenu eins og fyrir 108 árum á fyrstu nútímaólympíuleikunum.
Erlent Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Sjá meira