Átti að fá bronsverðlaunin 22. ágúst 2004 00:01 Guðmundur Þór Brynjólfsson, þjálfari Rúnars, var brosmildur með afbrigðum eftir að strákurinn hans hafði lokið keppni á Ólympíuleikunum. Hann átti líka vel inni fyrir því þar sem Rúnar fór á kostum og komst lengra en þeir höfðu leyft sér að dreyma um fyrir fram. „Við gerum bara það sem við getum. Þetta var stórglæsilegt og ég gat ekki beðið um neitt meira. Hann gerði æfingu sem var örlítið betri en í undankeppninni en úkraínski dómarinn gaf honum frekar lága einkunn og því fékk hann lægri einkunn núna. Þetta er stórkostlegur árangur hjá stráknum og ég er ákaflega stoltur af honum,“ sagði Guðmundur sæll og glaður. En vinnur það gegn Rúnari að hann sé Íslendingur? „Maður hugsar það oft. Við sáum það að hann er betri en Paul Hamm (sem vann fjölþrautina og endaði í sætinu fyrir ofan Rúnar í gær, innsk. blm.), það er pottþétt mál. Ég tel að hann hefði átt að vera mjög nálægt 9,8 með þessar æfingar og þá hefði hann fengið bronsið. Það er vart hægt að draga meira frá þessari æfingu hans því hún var ákaflega vel heppnuð.“ Það vakti eflaust athygli margra að æfingar Rúnars voru eilítið öðruvísi en hjá öllum hinum. Var Rúnar ekki að gera nógu erfiðar æfingar? „Æfingar Rúnars eru mjög vel samansettar og ákaflega stuttar. Þessar sveiflur með fótunum eru enginn vandi og eiginlega bara sirkus fyrir áhorfendur og gefur ekkert mikið. Hann var með þetta í sínum æfingum en við ákváðum frekar að einbeita okkur að því að gera hitt almennilega. Ég gat ekki ætlast til meira af honum og ég held að enginn geti það. Hann er einn af bestu átta í heiminum og verður það vonandi áfram,“ sagði Guðmundur Þór Brynjúlfsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Guðmundur Þór Brynjólfsson, þjálfari Rúnars, var brosmildur með afbrigðum eftir að strákurinn hans hafði lokið keppni á Ólympíuleikunum. Hann átti líka vel inni fyrir því þar sem Rúnar fór á kostum og komst lengra en þeir höfðu leyft sér að dreyma um fyrir fram. „Við gerum bara það sem við getum. Þetta var stórglæsilegt og ég gat ekki beðið um neitt meira. Hann gerði æfingu sem var örlítið betri en í undankeppninni en úkraínski dómarinn gaf honum frekar lága einkunn og því fékk hann lægri einkunn núna. Þetta er stórkostlegur árangur hjá stráknum og ég er ákaflega stoltur af honum,“ sagði Guðmundur sæll og glaður. En vinnur það gegn Rúnari að hann sé Íslendingur? „Maður hugsar það oft. Við sáum það að hann er betri en Paul Hamm (sem vann fjölþrautina og endaði í sætinu fyrir ofan Rúnar í gær, innsk. blm.), það er pottþétt mál. Ég tel að hann hefði átt að vera mjög nálægt 9,8 með þessar æfingar og þá hefði hann fengið bronsið. Það er vart hægt að draga meira frá þessari æfingu hans því hún var ákaflega vel heppnuð.“ Það vakti eflaust athygli margra að æfingar Rúnars voru eilítið öðruvísi en hjá öllum hinum. Var Rúnar ekki að gera nógu erfiðar æfingar? „Æfingar Rúnars eru mjög vel samansettar og ákaflega stuttar. Þessar sveiflur með fótunum eru enginn vandi og eiginlega bara sirkus fyrir áhorfendur og gefur ekkert mikið. Hann var með þetta í sínum æfingum en við ákváðum frekar að einbeita okkur að því að gera hitt almennilega. Ég gat ekki ætlast til meira af honum og ég held að enginn geti það. Hann er einn af bestu átta í heiminum og verður það vonandi áfram,“ sagði Guðmundur Þór Brynjúlfsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira