Efast um bolmagn bankanna 27. ágúst 2004 00:01 Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði telur hæpið að bankarnir geti staðið undir því að bjóða 4,4 prósent vexti nema þeir geri lægri ávöxtunarkröfu en eðlilegt sé. Hann hefur einkum efasemdir um getu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til að bjóða upp á lán á þessum kjörum. "Vonandi hafa þeir bolmagn en til lengri tíma, að gefnu því að raunvaxtastig lækki ekki, þá er ljóst að þessi útlán þeirra eru ekki að gefa þeim ásættanlega ávöxtun sem eigendur bankanna gera til sinnar fjárfestingar," segir Hallur. Hann telur að bankarnir dragi þá ályktun að vaxtastig muni lækka á næstunni og því geti vaxtastigið skilað bönkunum ásættanlegum ábata. Lækki vaxtastigið hins vegar ekki telur Hallur að bankarnir séu í raun að borga með nýju lánunum. Um það að bankarnir séu komnir í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð segir Hallur að gert hafi verið ráð fyrir því þegar kerfisbreytingar voru ákveðnar. "Við gerðum ráð fyrir svona ástandi. Reyndar ekki svona fljótt eða svona lágt. Við töldum ekki að menn hefðu bolmagn til að fara í 4,4 enda hafa þeir það ekki til lengri tíma litið," segir Hallur. Hann nefnir sérstaklega Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis í þessu samhengi, en SPRON hefur boðið 4,4 prósent vexti. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, er undrandi á ummælum Halls. "Ég veit ekki hvað honum gengur til með slíkum ummælum. Við teljum okkur standa fullkomlega vel í þessu. Við skulum bara horfa til þess að sparisjóðirnir hafa veitt húsnæðislán á Íslandi í áratugi og það hafa ýmsar aðstæður verið á markaði," segir hann. Hann segir að sparisjóðirnir hafi alltaf fundið farveg í þeirri þróun og að það sé ekkert sem bendi til þess að þeir geti ekki tekið þátt í því sem sé að gerast núna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði telur hæpið að bankarnir geti staðið undir því að bjóða 4,4 prósent vexti nema þeir geri lægri ávöxtunarkröfu en eðlilegt sé. Hann hefur einkum efasemdir um getu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til að bjóða upp á lán á þessum kjörum. "Vonandi hafa þeir bolmagn en til lengri tíma, að gefnu því að raunvaxtastig lækki ekki, þá er ljóst að þessi útlán þeirra eru ekki að gefa þeim ásættanlega ávöxtun sem eigendur bankanna gera til sinnar fjárfestingar," segir Hallur. Hann telur að bankarnir dragi þá ályktun að vaxtastig muni lækka á næstunni og því geti vaxtastigið skilað bönkunum ásættanlegum ábata. Lækki vaxtastigið hins vegar ekki telur Hallur að bankarnir séu í raun að borga með nýju lánunum. Um það að bankarnir séu komnir í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð segir Hallur að gert hafi verið ráð fyrir því þegar kerfisbreytingar voru ákveðnar. "Við gerðum ráð fyrir svona ástandi. Reyndar ekki svona fljótt eða svona lágt. Við töldum ekki að menn hefðu bolmagn til að fara í 4,4 enda hafa þeir það ekki til lengri tíma litið," segir Hallur. Hann nefnir sérstaklega Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis í þessu samhengi, en SPRON hefur boðið 4,4 prósent vexti. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, er undrandi á ummælum Halls. "Ég veit ekki hvað honum gengur til með slíkum ummælum. Við teljum okkur standa fullkomlega vel í þessu. Við skulum bara horfa til þess að sparisjóðirnir hafa veitt húsnæðislán á Íslandi í áratugi og það hafa ýmsar aðstæður verið á markaði," segir hann. Hann segir að sparisjóðirnir hafi alltaf fundið farveg í þeirri þróun og að það sé ekkert sem bendi til þess að þeir geti ekki tekið þátt í því sem sé að gerast núna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira