Vextir þeir hæstu í Evrópu 30. ágúst 2004 00:01 Þrátt fyrir vaxtalækkanir fullyrðir formaður Neytendasamtakanna að vextir á lánum til íbúðarkaupa hér á landi séu þeir hæstu í Evrópu. Hann kennir verðtryggingu um. Fáir draga í efa kosti þess að vextir af lánum Íbúðalánasjóðs fara lækkandi og að viðskiptabankarnir bjóða lán til húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar. Neytendasamtökin telja þessi kjör þó enn ekki sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakann, segir að taka verði tillit til þess að Ísland sé nánast eina landið í heiminum þar sem verðtrygging tíkist. Jóhannes telur að vextir á Íslandi séu hæstir í Evrópu ef litið er til þess að verðtryggingin bætist ofan á 4,4 % vexti. Jóhannes tekur sem dæmi að íbúðalán í Noregi beri tveggja prósenta vexti og í Danmörku fjögurra til fimm prósenta vexti. Þar er verðtrygging ekki til staðar og reyndar eru verðtryggð húsnæðislán afar sjaldséð nema í löndum sem hafa átt við langvarandi verðbólgu að stríða, eins og til dæmis Mexíkó og Brasilía. Verðtrygging fjármagns var heimiluð hér á landi árið1979 með það að markmiði að verja lánsfé og sparifé frá því að brenna upp í verðbólgu, og enn tíðkast verðtryggingin. Ólafur segir að það verði að endurskoða verðtrygginguna þegar allar forsendur fyrir henni séu brostnar. Fjármál heimilanna hafa einnig bent á að afnám verðtryggingar á íbúðalán sé löngu tímabært, enda íbúðalán öruggustu lánin á markaðinum með fyrsta veðrétt í fasteign. Tekið er dæmi um 8 milljóna króna lán, til fjörutíu ára, annars vegar verðtryggt með sex prósenta raunvöxtum og hins vegar óverðtryggt með 8,65 prósenta nafnvöxtum. Gert er ráð fyrir að verðbólgan sé að jafnaði 2,5 prósent. Greiðslubyrðin er vissulega þyngri í byrjun á óverðtryggða láninu, en dæmið snýst við eftir rúm 12 ár. Ráðgjafastofan kemst að þeirri niðurstöðu að þegar upp sé staðið nemi heildarkosnaður lántakanda, vegna verðtryggingarinnar, 7,5 milljónum króna. Og það - þrátt fyrir að óverðtryggða lánið beri mun hærri vexti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Þrátt fyrir vaxtalækkanir fullyrðir formaður Neytendasamtakanna að vextir á lánum til íbúðarkaupa hér á landi séu þeir hæstu í Evrópu. Hann kennir verðtryggingu um. Fáir draga í efa kosti þess að vextir af lánum Íbúðalánasjóðs fara lækkandi og að viðskiptabankarnir bjóða lán til húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar. Neytendasamtökin telja þessi kjör þó enn ekki sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakann, segir að taka verði tillit til þess að Ísland sé nánast eina landið í heiminum þar sem verðtrygging tíkist. Jóhannes telur að vextir á Íslandi séu hæstir í Evrópu ef litið er til þess að verðtryggingin bætist ofan á 4,4 % vexti. Jóhannes tekur sem dæmi að íbúðalán í Noregi beri tveggja prósenta vexti og í Danmörku fjögurra til fimm prósenta vexti. Þar er verðtrygging ekki til staðar og reyndar eru verðtryggð húsnæðislán afar sjaldséð nema í löndum sem hafa átt við langvarandi verðbólgu að stríða, eins og til dæmis Mexíkó og Brasilía. Verðtrygging fjármagns var heimiluð hér á landi árið1979 með það að markmiði að verja lánsfé og sparifé frá því að brenna upp í verðbólgu, og enn tíðkast verðtryggingin. Ólafur segir að það verði að endurskoða verðtrygginguna þegar allar forsendur fyrir henni séu brostnar. Fjármál heimilanna hafa einnig bent á að afnám verðtryggingar á íbúðalán sé löngu tímabært, enda íbúðalán öruggustu lánin á markaðinum með fyrsta veðrétt í fasteign. Tekið er dæmi um 8 milljóna króna lán, til fjörutíu ára, annars vegar verðtryggt með sex prósenta raunvöxtum og hins vegar óverðtryggt með 8,65 prósenta nafnvöxtum. Gert er ráð fyrir að verðbólgan sé að jafnaði 2,5 prósent. Greiðslubyrðin er vissulega þyngri í byrjun á óverðtryggða láninu, en dæmið snýst við eftir rúm 12 ár. Ráðgjafastofan kemst að þeirri niðurstöðu að þegar upp sé staðið nemi heildarkosnaður lántakanda, vegna verðtryggingarinnar, 7,5 milljónum króna. Og það - þrátt fyrir að óverðtryggða lánið beri mun hærri vexti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira