Viðskipti innlent

Tillögur um bætt viðskiptaumhverfi

Nefnd um íslenskt viðskiptaumhverfi sem viðskiptaráðherra skipaði í janúar hefur lokið störfum, en henni var ætlað að taka fyrir hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og með hvaða hætti þróa ætti reglur þannig að viðskiptalífið væri skilvirkt og nyti trausts. Nokkrar af þeim breytingum sem nefndin leggur til eru að: Lágmarksfrestur verði á boðun til hluthafafundar, þá eigi upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar að vera aðgengilegar hluthöfum fyrir fundinn. Hluthafar verði að geta greitt atkvæði bréflega eða með rafrænum hætti. Þá verði heimilt að halda rafræna hluthafa og stjórnarfundi. Lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir verði skyldugir til að gera eigendum grein fyrir nýtingu atkvæðaréttar. Ein tillaga nefndarinnar er að stjórnarformanni hlutafélags verði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið. Þá á að auðvelda hluthöfum að fara fram á rannsókn á starfsemi félagsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×