Fjármálaeftirlit fær gögn 31. ágúst 2004 00:01 Fjármálaeftirlitið hefur fengið gögn frá Landsbankanum vegna rannsóknar á viðskiptum Burðaráss með hlutabréf í Íslandsbanka. Kaup Landsbankans og tengdra aðila á hlutabréfum í Íslandsbanka snemma á árinu vöktu mikla athygli og urðu meðal annars til þess að þáverandi bankaráðsformaður Íslandsbanka, Kristján Ragnarsson, sendi Landsbankamönnum sneið á aðalfundi félagsins. Kaupin voru rakin til áhuga Landsbankamanna á að ná fram sameiningu við Íslandsbanka. Tvær tilkynningar til Kauphallar Íslands í síðustu viku um viðskipti bankaráðsmanna Íslandsbanka með bréf í Íslandsbanka eru taldar tengjast þessu valdatafli og hafa vakið grunsemdir um að ekki sé allt sem sýnist. Annarsvegar tilkynning um að Orri Vigfússon hefði endurselt Burðarási hlutabréf sem hann keypti í febrúar og hins vegar tilkynning um að framvirkur samningur Helga Magnússonar um kaup á bréfum Landsbankans í Íslandsbanka hefði verið framlengdur. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö hefur Fjármálaeftirlitið nú hafið rannsókn á þessum viðskiptum og óskað eftir og fengið gögn frá Landsbankanum. Í viðskiptalífinu telja margir að þessar tilkynningar í síðustu viku styrki grunsemdir um að þessir tveir einstaklingar séu í raun leppar fyrir Landsbankann og Burðarás. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, var spurð að því hvort verið væri að fara á svig við reglur sem takmarka möguleika banka til að eiga hlut í öðrum banka án sérstakra heimilda. Valgerður segir fjármálaeftirlitið hafa þarna mikilvægu hlutverki að gegna. Ef eitthvað sé hæpið sem hafi farið þarna fram verði það skoðað af þar til bærum yfirvöldum. Hún segist ekki hafa neina vitneskju um hvort fjármálaeftirlitið sé að skoða málið þar sem það starfi alveg sjálfstætt. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur fengið gögn frá Landsbankanum vegna rannsóknar á viðskiptum Burðaráss með hlutabréf í Íslandsbanka. Kaup Landsbankans og tengdra aðila á hlutabréfum í Íslandsbanka snemma á árinu vöktu mikla athygli og urðu meðal annars til þess að þáverandi bankaráðsformaður Íslandsbanka, Kristján Ragnarsson, sendi Landsbankamönnum sneið á aðalfundi félagsins. Kaupin voru rakin til áhuga Landsbankamanna á að ná fram sameiningu við Íslandsbanka. Tvær tilkynningar til Kauphallar Íslands í síðustu viku um viðskipti bankaráðsmanna Íslandsbanka með bréf í Íslandsbanka eru taldar tengjast þessu valdatafli og hafa vakið grunsemdir um að ekki sé allt sem sýnist. Annarsvegar tilkynning um að Orri Vigfússon hefði endurselt Burðarási hlutabréf sem hann keypti í febrúar og hins vegar tilkynning um að framvirkur samningur Helga Magnússonar um kaup á bréfum Landsbankans í Íslandsbanka hefði verið framlengdur. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö hefur Fjármálaeftirlitið nú hafið rannsókn á þessum viðskiptum og óskað eftir og fengið gögn frá Landsbankanum. Í viðskiptalífinu telja margir að þessar tilkynningar í síðustu viku styrki grunsemdir um að þessir tveir einstaklingar séu í raun leppar fyrir Landsbankann og Burðarás. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, var spurð að því hvort verið væri að fara á svig við reglur sem takmarka möguleika banka til að eiga hlut í öðrum banka án sérstakra heimilda. Valgerður segir fjármálaeftirlitið hafa þarna mikilvægu hlutverki að gegna. Ef eitthvað sé hæpið sem hafi farið þarna fram verði það skoðað af þar til bærum yfirvöldum. Hún segist ekki hafa neina vitneskju um hvort fjármálaeftirlitið sé að skoða málið þar sem það starfi alveg sjálfstætt.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira