Bankar lækka vexti enn frekar 31. ágúst 2004 00:01 Langflestir viðskiptabankanna hafa nú lækkað vexti af lánum til íbúðakaupa niður í 4,2 prósent. Lækkunin kom í kjölfar þess að Lífeyrissjóður verslunarmanna hellti sér í slaginn um lántakendur og bauð lán með 4,3 prósenta vöxtum. Ný lán Lífeyrissjóðs Verslunarmanna bera 0,1 prósent lægri vexti en íbúðalán flestra viðskiptabankanna og 0,05 prósenta lægri vexti en Íbúðalánasjóður. Lánað er til allt að 30 ára, gegn fyrsta veðrétti í húseign. Þá munu vextir á eldri lánum sjóðsins lækka um 0,6 prósent frá og með morgundeginum. Virkir sjóðfélagar í Lífeyrissjóði Verslunarmanna eru um 40 þúsund og þeim standa lánin til boða. Engin launung er á því að þetta útspil miðar að því að koma í veg fyrir að fólk taki ný lán hjá viðskiptabönkunum og noti þau til að greiða upp lífeyrissjóðslán. Guðmundur Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfabiðskipta, segir að taka verði mið af því að ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus, sá sem geri það endi í uppreiðslu með sín lán. Þetta sé því eins og hver önnur samkeppni sem verði að taka þátt í. Skömmu síðar bauð KB-banki til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var að þeirra vextir myndu lækka úr 4,4 prósentum niður í 4,2 prósent, í öllum sveitarfélögum þar sem bankinn starfar. Ljóst er að hart er barist um viðskiptavinina í slagsmálum sem KB-banki átti upphafið að. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir að vextirnir hafi lækkað mjög mikið á stuttum tíma. Hann segir að vextir muni breytast til framtíðar en það muni verða í mun minni skrefum en undanfarið. Þeir geti eins hækkað eins og lækkað. Aðspurður hvort búast megi við meiri lækkun á næstu dögum segir Hreiðar að þeir verði að sjá til hvernig markaðsumhverfið þróist og hvernig samkeppnisaðilarnir bregðist við. Þá sagði hann að eitt af því sem bankinn væri að skoða núna væru óverðtryggð lán á hærri vöxtum. Viðbrögð keppinautanna létu ekki á sér standa, því í kjölfarið lækkuðu Landsbankinn, Íslandsbanki, SPRON og Sparisjóður Vélstjóra vexti af íbúðalánum niður 4,2 prósent, rétt eins og KB banki. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira
Langflestir viðskiptabankanna hafa nú lækkað vexti af lánum til íbúðakaupa niður í 4,2 prósent. Lækkunin kom í kjölfar þess að Lífeyrissjóður verslunarmanna hellti sér í slaginn um lántakendur og bauð lán með 4,3 prósenta vöxtum. Ný lán Lífeyrissjóðs Verslunarmanna bera 0,1 prósent lægri vexti en íbúðalán flestra viðskiptabankanna og 0,05 prósenta lægri vexti en Íbúðalánasjóður. Lánað er til allt að 30 ára, gegn fyrsta veðrétti í húseign. Þá munu vextir á eldri lánum sjóðsins lækka um 0,6 prósent frá og með morgundeginum. Virkir sjóðfélagar í Lífeyrissjóði Verslunarmanna eru um 40 þúsund og þeim standa lánin til boða. Engin launung er á því að þetta útspil miðar að því að koma í veg fyrir að fólk taki ný lán hjá viðskiptabönkunum og noti þau til að greiða upp lífeyrissjóðslán. Guðmundur Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfabiðskipta, segir að taka verði mið af því að ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus, sá sem geri það endi í uppreiðslu með sín lán. Þetta sé því eins og hver önnur samkeppni sem verði að taka þátt í. Skömmu síðar bauð KB-banki til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var að þeirra vextir myndu lækka úr 4,4 prósentum niður í 4,2 prósent, í öllum sveitarfélögum þar sem bankinn starfar. Ljóst er að hart er barist um viðskiptavinina í slagsmálum sem KB-banki átti upphafið að. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir að vextirnir hafi lækkað mjög mikið á stuttum tíma. Hann segir að vextir muni breytast til framtíðar en það muni verða í mun minni skrefum en undanfarið. Þeir geti eins hækkað eins og lækkað. Aðspurður hvort búast megi við meiri lækkun á næstu dögum segir Hreiðar að þeir verði að sjá til hvernig markaðsumhverfið þróist og hvernig samkeppnisaðilarnir bregðist við. Þá sagði hann að eitt af því sem bankinn væri að skoða núna væru óverðtryggð lán á hærri vöxtum. Viðbrögð keppinautanna létu ekki á sér standa, því í kjölfarið lækkuðu Landsbankinn, Íslandsbanki, SPRON og Sparisjóður Vélstjóra vexti af íbúðalánum niður 4,2 prósent, rétt eins og KB banki.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira