Gagnrýnin byggð á misskilningi 1. september 2004 00:01 Fulltrúar atvinnulífsins gagnrýna tillögur nefndar um hringamyndum þess efnis að samkeppnisyfirvöldum verði gert kleift að krefjast uppstokkunar á fyrirtækjum sem ekki vinna í anda samkeppnislaga. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn nefndarmanna, segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Nefndin taldi ekki æskilegt að setja sérstök lög um hringamyndun. Fyrirtækjum verði áfram heimilt að hagræða starfsemi sinni með samþjöppun en að sama skapi geti Samkeppnislög látið skipta upp fyrirtækjum sem vinni ekki í anda samkeppnislaga. Nefndin klofnaði í málinu en einn nefndarmanna, Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnendaskólans, taldi tillögurnar geta skaðað íslenskt viðskiptalíf. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fullyrðingu viðskiptaráðherra um að þetta sé það sem sé að gerast í öðrum löndum hæpna. Heimildin á Evrópuvettvangi sé á „annarri hæð“ en landsrétturinn og löndin í kringum okkur hafa ekki verið að taka upp slíka heimild. Það væri þá helst Noregur en þangað er auðvelt að sækja mjög sérkennileg lagafyrirmæli eða -ákvæði um marga hluti að sögn Ara. Atvinnurrekendur setja hins vegar spurningarmerki við banni við því að stjórnarformenn séu í fullu starfi. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn höfunda skýrslunnar, segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Það sé einfaldlega verið að tryggja að viðskiptafrelsið sé fyrir alla en ekki einungis fáa. Nefndin vilji ekki að stjórnarformenn sitji í framkvæmdastjórn fyrirtækja og eigi þannig að hafa eftirlit með sjálfum sér. Illugi segir það ekki þýða að stjórnarformenn geti ekki unnið ýmis verk fyrir stjórnir fyrirtækjanna, þegið laun fyrir það og verið í því í fullu starfi. Illugi segir að eins sé um heimild samkeppnisyfirvalda til að skipta upp fyrirtækjum. Menn verði að fara efir lögunum eins og þau eru. Að hans sögn verða til eftirlitsúrræði til að fylgjast með því hvernig menn haga sér á markaði, og úrræði sem eru nægjanleg sterk til að tryggja að menn taki það alvarlega sem samkeppnisyfirvöld gera athugasemdir við. Illugi segir það lykilatriði að ekki komi til uppskiptingar fyrirtækja ef mál ganga svo langt, nema öll önnur úrræði hafi verið tæmd og reynd og búið sé að fara fyrir dómstóla, ef fyrirtæki unir ekki úrskurði samkeppnisstofnunar. Myndin er af Illuga Gunnarssyni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Fulltrúar atvinnulífsins gagnrýna tillögur nefndar um hringamyndum þess efnis að samkeppnisyfirvöldum verði gert kleift að krefjast uppstokkunar á fyrirtækjum sem ekki vinna í anda samkeppnislaga. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn nefndarmanna, segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Nefndin taldi ekki æskilegt að setja sérstök lög um hringamyndun. Fyrirtækjum verði áfram heimilt að hagræða starfsemi sinni með samþjöppun en að sama skapi geti Samkeppnislög látið skipta upp fyrirtækjum sem vinni ekki í anda samkeppnislaga. Nefndin klofnaði í málinu en einn nefndarmanna, Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnendaskólans, taldi tillögurnar geta skaðað íslenskt viðskiptalíf. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fullyrðingu viðskiptaráðherra um að þetta sé það sem sé að gerast í öðrum löndum hæpna. Heimildin á Evrópuvettvangi sé á „annarri hæð“ en landsrétturinn og löndin í kringum okkur hafa ekki verið að taka upp slíka heimild. Það væri þá helst Noregur en þangað er auðvelt að sækja mjög sérkennileg lagafyrirmæli eða -ákvæði um marga hluti að sögn Ara. Atvinnurrekendur setja hins vegar spurningarmerki við banni við því að stjórnarformenn séu í fullu starfi. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn höfunda skýrslunnar, segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Það sé einfaldlega verið að tryggja að viðskiptafrelsið sé fyrir alla en ekki einungis fáa. Nefndin vilji ekki að stjórnarformenn sitji í framkvæmdastjórn fyrirtækja og eigi þannig að hafa eftirlit með sjálfum sér. Illugi segir það ekki þýða að stjórnarformenn geti ekki unnið ýmis verk fyrir stjórnir fyrirtækjanna, þegið laun fyrir það og verið í því í fullu starfi. Illugi segir að eins sé um heimild samkeppnisyfirvalda til að skipta upp fyrirtækjum. Menn verði að fara efir lögunum eins og þau eru. Að hans sögn verða til eftirlitsúrræði til að fylgjast með því hvernig menn haga sér á markaði, og úrræði sem eru nægjanleg sterk til að tryggja að menn taki það alvarlega sem samkeppnisyfirvöld gera athugasemdir við. Illugi segir það lykilatriði að ekki komi til uppskiptingar fyrirtækja ef mál ganga svo langt, nema öll önnur úrræði hafi verið tæmd og reynd og búið sé að fara fyrir dómstóla, ef fyrirtæki unir ekki úrskurði samkeppnisstofnunar. Myndin er af Illuga Gunnarssyni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira