Verð á kjúklingi hækkar 2. september 2004 00:01 Tveir af þremur stærstu kjúklingaframleiðendum landsins hækkuðu verð hjá sér um 15 prósent um mánaðamótin. Þá hefur verð á kjúklingakjöti verið að þokast upp á við núna síðsumars og virðist liðin tíð að kjúklingabringur fáist á sérstöku tilboði. Algengt kílóverð á kjúklingabringum er um þessar mundir tæpar 2.300 krónur, en í sumar fór kílóverðið á bringum allt niður undir 1.500 krónur. Framkvæmdastjórar bæði Reykjagarðs og Matfugls (Móa) rekja ástæðu hækkunarinnar nú að mestu til fóðurverðs, sem hafi hækkað um meira en 20 prósent síðan í desember. Þá nefna þeir að ákveðin leiðrétting sé að eiga sér stað, en kjötið hafi lækkað um 10 prósent fyrr á árinu og um ein 30 prósent í fyrra. "Kjúklingakjöt hefur verið mjög ódýrt og verður það áfram," segir Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Matfugls og telur að samkeppni verði áfram virk meðal framleiðenda. "Umhverfið er bara á þessa leið. Borið hefur á nautakjötsskorti og bæði nauta- og svínakjöt hefur verið að hækka," bendir hann á. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir ekki óeðlilegt að fyrirtækin sæti lagi og komi að nauðsynlegum hækkunum þegar einn fari af stað. Helga Lára Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls, segir að ákvörðun um verðhækkun hafi ekki enn verið tekin hjá fyrirtækinu, en telur þó líklegt að af henni þurfi að verða til að mæta auknum fóðurkostnaði. Hún vildi ekki tjá sig um hvort Ísfugl ætlaði nú að sæta lagi og slá hinum við í samkeppni með ódýrara kjöti. "Ég held hins vegar að Ísfugl sé í dag að borga framleiðendum besta skilaverðið og höfum ekki átt í sömu erfiðleikum og sum önnur fyrirtæki," segir hún. Tvö fyrirtæki sjá stærstu framleiðendum kjúklingakjöts fyrir fóðri, Mjólkurfélag Reykjavíkur og Fóðurblandan og mun verð vera mjög svipað hjá þeim báðum. Ástæður hækkana eru sagðar vera uppskerubrestur sem átti sér stað erlendis, en í ár munu horfur vera betri og líkur á að jafnvægi náist í fóðurverð í vetur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Tveir af þremur stærstu kjúklingaframleiðendum landsins hækkuðu verð hjá sér um 15 prósent um mánaðamótin. Þá hefur verð á kjúklingakjöti verið að þokast upp á við núna síðsumars og virðist liðin tíð að kjúklingabringur fáist á sérstöku tilboði. Algengt kílóverð á kjúklingabringum er um þessar mundir tæpar 2.300 krónur, en í sumar fór kílóverðið á bringum allt niður undir 1.500 krónur. Framkvæmdastjórar bæði Reykjagarðs og Matfugls (Móa) rekja ástæðu hækkunarinnar nú að mestu til fóðurverðs, sem hafi hækkað um meira en 20 prósent síðan í desember. Þá nefna þeir að ákveðin leiðrétting sé að eiga sér stað, en kjötið hafi lækkað um 10 prósent fyrr á árinu og um ein 30 prósent í fyrra. "Kjúklingakjöt hefur verið mjög ódýrt og verður það áfram," segir Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Matfugls og telur að samkeppni verði áfram virk meðal framleiðenda. "Umhverfið er bara á þessa leið. Borið hefur á nautakjötsskorti og bæði nauta- og svínakjöt hefur verið að hækka," bendir hann á. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir ekki óeðlilegt að fyrirtækin sæti lagi og komi að nauðsynlegum hækkunum þegar einn fari af stað. Helga Lára Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls, segir að ákvörðun um verðhækkun hafi ekki enn verið tekin hjá fyrirtækinu, en telur þó líklegt að af henni þurfi að verða til að mæta auknum fóðurkostnaði. Hún vildi ekki tjá sig um hvort Ísfugl ætlaði nú að sæta lagi og slá hinum við í samkeppni með ódýrara kjöti. "Ég held hins vegar að Ísfugl sé í dag að borga framleiðendum besta skilaverðið og höfum ekki átt í sömu erfiðleikum og sum önnur fyrirtæki," segir hún. Tvö fyrirtæki sjá stærstu framleiðendum kjúklingakjöts fyrir fóðri, Mjólkurfélag Reykjavíkur og Fóðurblandan og mun verð vera mjög svipað hjá þeim báðum. Ástæður hækkana eru sagðar vera uppskerubrestur sem átti sér stað erlendis, en í ár munu horfur vera betri og líkur á að jafnvægi náist í fóðurverð í vetur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira