Ríkið gæti sparað 745 milljónir 2. september 2004 00:01 Ríkið gæti sparað allt að hálfum milljarði króna í fjarskiptakostnað næðist sami árangur og af útboði Landspítala-háskólasjúkrahús. Væri árangurinn sá sami og Reykjavíkurborg áætlar við útboð fjarskipta væri sparnaður ríkisins um 745 milljónir króna; sé miðað við tölur um fjarskiptakostað ráðuneyta og annarra æðstu stofnana ríkisins árið 2002. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir útboðsgögn í undirbúningi. Gert sé ráð fyrir að þau verði tilbúin í október og útboð geti farið fram í kjölfarið. Tilboðstíminn verði 52 dagar og úrvinnsla tilboða og samningagerð taki einnig sinn tíma. "Hvað kemur út úr útboðunum vitum við ekkert um og eru getgátur," segir Júlíus. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá OgVodafone, segir að um árabil hafi verið unnið að því að fá ríkið til að bjóða út fjarskiptaþjónustuna. "Ég velti fyrir mér hvað ræður seinagangi ríkisins, sérstaklega þegar höfð er í huga stefna stjórnvalda um að ná fram sparnaði í rekstri með útboðum." Júlíus segir samninga um fjarskiptaþjónustu undanþegna útboðum samkvæmt lögum um opinber innkaup frá árinu 2001: "Það er ein ástæðan fyrir því að útboð þjónustunnar hefur ekki farið fram. Einnig má nefna að samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur verið takmörkuð sem getur haft áhrif á hvort útboð skilar árangri." Júlíus segir að í undirbúningi sé rammasamningsútboð þar sem gert sé ráð fyrir tveggja ára samningi með möguleika á framlengingu. Aðeins tvö útboð hafa farið fram á fjarskiptaþjónustu ríkisfyrirtækja. Auk Landspítalans-háskólasjúkrahús hefur Íslandspóstur boðið út þjónustuna. Örfá önnur ríkisfyrirtæki hafa einnig leitað tilboða á markaði að frumkvæði stjórnenda sinna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Ríkið gæti sparað allt að hálfum milljarði króna í fjarskiptakostnað næðist sami árangur og af útboði Landspítala-háskólasjúkrahús. Væri árangurinn sá sami og Reykjavíkurborg áætlar við útboð fjarskipta væri sparnaður ríkisins um 745 milljónir króna; sé miðað við tölur um fjarskiptakostað ráðuneyta og annarra æðstu stofnana ríkisins árið 2002. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir útboðsgögn í undirbúningi. Gert sé ráð fyrir að þau verði tilbúin í október og útboð geti farið fram í kjölfarið. Tilboðstíminn verði 52 dagar og úrvinnsla tilboða og samningagerð taki einnig sinn tíma. "Hvað kemur út úr útboðunum vitum við ekkert um og eru getgátur," segir Júlíus. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá OgVodafone, segir að um árabil hafi verið unnið að því að fá ríkið til að bjóða út fjarskiptaþjónustuna. "Ég velti fyrir mér hvað ræður seinagangi ríkisins, sérstaklega þegar höfð er í huga stefna stjórnvalda um að ná fram sparnaði í rekstri með útboðum." Júlíus segir samninga um fjarskiptaþjónustu undanþegna útboðum samkvæmt lögum um opinber innkaup frá árinu 2001: "Það er ein ástæðan fyrir því að útboð þjónustunnar hefur ekki farið fram. Einnig má nefna að samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur verið takmörkuð sem getur haft áhrif á hvort útboð skilar árangri." Júlíus segir að í undirbúningi sé rammasamningsútboð þar sem gert sé ráð fyrir tveggja ára samningi með möguleika á framlengingu. Aðeins tvö útboð hafa farið fram á fjarskiptaþjónustu ríkisfyrirtækja. Auk Landspítalans-háskólasjúkrahús hefur Íslandspóstur boðið út þjónustuna. Örfá önnur ríkisfyrirtæki hafa einnig leitað tilboða á markaði að frumkvæði stjórnenda sinna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira