Latibær í lagaþrætu 3. september 2004 00:01 "Svona getur gerst. Menn geta lent í ágreiningi," segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en sjóðurinn hefur stefnt Latabæ fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ágreinings um túlkun lánasamnings. "Ég hins vegar óska Latabæ alls hins besta. Sjóðurinn hefur haft fulla trú á þessu verki alveg frá upphafi. Það er óheppilegt og leiðinlegt að lenda í þessu." Sjóðurinn stendur í þeirri meiningu að í lánasamningnum hafi verið ákvæði um að láninu megi breyta í hlutabréf með tíð og tíma. Latibær hins vegar hefur ekki fallist á þennan breytirétt, um það snýst málið fyrir dómstólum nú. Samningar hafa verið reyndir, að sögn Gunnars, en ekki náðst. Nýsköpunarsjóður lánaði Latabæ ríflega 20 milljónir króna, samkvæmt heimildum, árið 2002. Slíkar lánasamningar með breytirétti yfir í hlutabréf í viðkomandi sprotafyrirtækjum eiga sér mörg fordæmi hjá Nýsköpunarsjóði, enda freistar sjóðurinn þess að ná arðsemi með því að eignast hlutafé í farsælum áhættufyrirtækjum, sem hann hefur lánað til, eins og Latabæ. Slíkur ágreiningur um breytiréttinn hefur ekki vaknað fyrr, segir Gunnar. Ljóst er, að ef úrskurður myndi falla Latabæ í vil fyrir Héraðsdómi nú, myndi slíkt hafa þær afleiðingar að Nýsköpunarsjóður þyrfti að endurskoða breytiréttarákvæðið í lánasamningum sínum hér eftir. Málið er því nokkurs konar prófmál. Úrskurður Latabæ í vil gæti jafnframt haft þær afleiðingar að aðrir sem hafa svipaða lánasamninga við sjóðinn myndu hafna kröfum sjóðsins um hlutabréf. Gunnar segir slíkt þó ekki vera verulegt áhyggjuefni fyrir sjóðinn, því útistandandi lánasamningar af þessu tagi séu fáir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
"Svona getur gerst. Menn geta lent í ágreiningi," segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en sjóðurinn hefur stefnt Latabæ fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ágreinings um túlkun lánasamnings. "Ég hins vegar óska Latabæ alls hins besta. Sjóðurinn hefur haft fulla trú á þessu verki alveg frá upphafi. Það er óheppilegt og leiðinlegt að lenda í þessu." Sjóðurinn stendur í þeirri meiningu að í lánasamningnum hafi verið ákvæði um að láninu megi breyta í hlutabréf með tíð og tíma. Latibær hins vegar hefur ekki fallist á þennan breytirétt, um það snýst málið fyrir dómstólum nú. Samningar hafa verið reyndir, að sögn Gunnars, en ekki náðst. Nýsköpunarsjóður lánaði Latabæ ríflega 20 milljónir króna, samkvæmt heimildum, árið 2002. Slíkar lánasamningar með breytirétti yfir í hlutabréf í viðkomandi sprotafyrirtækjum eiga sér mörg fordæmi hjá Nýsköpunarsjóði, enda freistar sjóðurinn þess að ná arðsemi með því að eignast hlutafé í farsælum áhættufyrirtækjum, sem hann hefur lánað til, eins og Latabæ. Slíkur ágreiningur um breytiréttinn hefur ekki vaknað fyrr, segir Gunnar. Ljóst er, að ef úrskurður myndi falla Latabæ í vil fyrir Héraðsdómi nú, myndi slíkt hafa þær afleiðingar að Nýsköpunarsjóður þyrfti að endurskoða breytiréttarákvæðið í lánasamningum sínum hér eftir. Málið er því nokkurs konar prófmál. Úrskurður Latabæ í vil gæti jafnframt haft þær afleiðingar að aðrir sem hafa svipaða lánasamninga við sjóðinn myndu hafna kröfum sjóðsins um hlutabréf. Gunnar segir slíkt þó ekki vera verulegt áhyggjuefni fyrir sjóðinn, því útistandandi lánasamningar af þessu tagi séu fáir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira