Óvíst hvort allt verði boðið út 4. september 2004 00:01 "Það er engan veginn gefið að öll fjarskiptaþjónusta ríkisins sé útboðshæf," segir Stefán Jón Friðriksson, sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa og útboða hjá fjármálaráðuneytinu og starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Aðeins tvö ríkisfyrirtæki hafa boðið út fjarskiptaþjónustu þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að bjóða út rekstur þar sem því verði við komið. Útboðin eru í undirbúningi Ríkiskaupa. "Fjarskiptaþjónusta er ekki útboðsskyld samkvæmt lögum um opinber innkaup heldur er verið að gæta samræmis í stefnu stjórnvalda. Það er hluti af skýringunni hve seint var hafist handa við að undirbúa útboð þjónustunnar en einnig að fjarskiptamarkaðurinn er orðinn miklu þroskaðari og því er nú rétti tíminn til breytinga," segir Stefán. Sé horft til 52% sparnaðar sem Reykjavíkurborg náði við útboð á öllum símakostnaði ásamt kostnaði við gagnaflutninga og gagnalínuleigu má ætla að um verulegar fjárhæðir sé að ræða fyrir ríkissjóð; jafnvel um 745 milljónir króna. Stefán segir ekki rétt að bera saman ólíka hluti eins og gert sé í þessu tilviki. "Í útboði Reykjavíkurborgar er talað um takmarkaðan þátt af heildarfjarskiptum Reykjavíkurborgar. Inn í rúmlega 1.350 milljóna kostnaðartölu ríkisins gæti til dæmis reiknast rekstur á skipafjarskiptum og flugfjarskiptum. Það er allt annar hlutur og ekki víst að unnt sé að bjóða hann út þó það verði skoðað," segir Stefán. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkeppni fjarskiptafyrirtækja óeðlilega og að sumir haldi því fram að ríkisstjórnin sé að reyna að auka verðgildi Símans í fyrirhuguðu útboði með því að láta markaðinn halda að viðskipti við ríkissjóð fylgi með. "Það stenst engan veginn skoðun því nýr eigandi Símans getur ekki gengið að því vísu að ríkissjóður sé alltaf í viðskiptum við eitt og sama fyrirtækið," segir Guðmundur. Stefán segir ekki beðið með fjarskiptaútboð ríkisfyrirtækja til að auka verðmæti Símans fyrir sölu. Miklu fremur sé þess vænst að hagræðing og sparnaður náist með umræddu útboði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira
"Það er engan veginn gefið að öll fjarskiptaþjónusta ríkisins sé útboðshæf," segir Stefán Jón Friðriksson, sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa og útboða hjá fjármálaráðuneytinu og starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Aðeins tvö ríkisfyrirtæki hafa boðið út fjarskiptaþjónustu þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að bjóða út rekstur þar sem því verði við komið. Útboðin eru í undirbúningi Ríkiskaupa. "Fjarskiptaþjónusta er ekki útboðsskyld samkvæmt lögum um opinber innkaup heldur er verið að gæta samræmis í stefnu stjórnvalda. Það er hluti af skýringunni hve seint var hafist handa við að undirbúa útboð þjónustunnar en einnig að fjarskiptamarkaðurinn er orðinn miklu þroskaðari og því er nú rétti tíminn til breytinga," segir Stefán. Sé horft til 52% sparnaðar sem Reykjavíkurborg náði við útboð á öllum símakostnaði ásamt kostnaði við gagnaflutninga og gagnalínuleigu má ætla að um verulegar fjárhæðir sé að ræða fyrir ríkissjóð; jafnvel um 745 milljónir króna. Stefán segir ekki rétt að bera saman ólíka hluti eins og gert sé í þessu tilviki. "Í útboði Reykjavíkurborgar er talað um takmarkaðan þátt af heildarfjarskiptum Reykjavíkurborgar. Inn í rúmlega 1.350 milljóna kostnaðartölu ríkisins gæti til dæmis reiknast rekstur á skipafjarskiptum og flugfjarskiptum. Það er allt annar hlutur og ekki víst að unnt sé að bjóða hann út þó það verði skoðað," segir Stefán. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkeppni fjarskiptafyrirtækja óeðlilega og að sumir haldi því fram að ríkisstjórnin sé að reyna að auka verðgildi Símans í fyrirhuguðu útboði með því að láta markaðinn halda að viðskipti við ríkissjóð fylgi með. "Það stenst engan veginn skoðun því nýr eigandi Símans getur ekki gengið að því vísu að ríkissjóður sé alltaf í viðskiptum við eitt og sama fyrirtækið," segir Guðmundur. Stefán segir ekki beðið með fjarskiptaútboð ríkisfyrirtækja til að auka verðmæti Símans fyrir sölu. Miklu fremur sé þess vænst að hagræðing og sparnaður náist með umræddu útboði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira