Hefði stangast á við fjölmiðlalög 4. september 2004 00:01 Forsætisráðherra telur að kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum hefðu brotið í bága við lög ef fjölmiðlafrumvarpið sem hann lagði fram í vor hefði orðið að lögum. Menntamálaráðherra tekur í sama streng. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur marga þingmenn flokksins vera andvíga þessum viðskiptum. Eins og fram kom í fréttum í gær þá hefur Landssíminn, sem er í eigu ríkisins, ákveðið að kaupa rúmlega fjórðungs hlut í Skjá einum. Davíð Oddsson, forsætisráðherra segist hafa heyrt af þessu fyrst í gærkvöld. Hann hafi ekki kynnt sér málið nánar, vegna veikindafjarvista, en honum sýnist, í ljósi þess að Síminn er með markaðsráðandi stöðu á fjarskiptamarkaði, að viðskiptin séu í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið sem ríkisstjórnin lagði fram í vor. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir Símann vera sjálfstætt fyrirtæki og ekki hennar að blanda sér í málefni þess. Þetta sé í samræmi við gildandi lög, en annað mál hvort þetta sé í samræmi við fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í fljótu bragði sýnist henni sem það geri það ekki. Hún segir þó meginmálið nú að fá þá aðila sem fjölmiðlamálið snertir til að vinna að málinu í góðri sátt. Fjármálaráðherra sem fer með eignarhald ríkisins í Símanum segist ekki hafa verið hafður með í ráðum við viðskiptin, en segir ákvörðun stjórnenda símans vera viðskiptalegs eðlis, og gerir hann enga athugsemd við hana. Geir H. Haarde telur viðskiptin ekki ganga gegn stefnu sjálfstæðisflokksins í fjölmiðlamálinu. Hins vegar styrki það mástað þeirra sem vilji einkavæða fyrirtæki. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins telur þessi viðskipti vera í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins, og að kaup á svona stórum hluta í Skjá einum sé ekki í samræmi við þau stefnumið sem talað hafi verið fyrir í sumar í tengslum við fjölmiðlalögin. Hann telur fleiri flokksmenn sína á sama máli. Stjónvarpsstjóri Skjás eins, Magnús Ragnarsson, hafði sent inn umsókn um stöðu Þjóðleikhússtjóra til menntamálaráðuneytisins. Hann dró þá umsókn til baka í vikunni eftir að ljóst var að samningar Landssímans og Skjás eins væru í burðarliðnum. Þá má geta þess að Magnús var einarður stuðningsmaður fjölmiðlafrumvarpsins í vor sem kvað á um það að markaðsráðandi fyrirtækjum væri bannað að eiga hlut í ljósvakamiðlum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Forsætisráðherra telur að kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum hefðu brotið í bága við lög ef fjölmiðlafrumvarpið sem hann lagði fram í vor hefði orðið að lögum. Menntamálaráðherra tekur í sama streng. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur marga þingmenn flokksins vera andvíga þessum viðskiptum. Eins og fram kom í fréttum í gær þá hefur Landssíminn, sem er í eigu ríkisins, ákveðið að kaupa rúmlega fjórðungs hlut í Skjá einum. Davíð Oddsson, forsætisráðherra segist hafa heyrt af þessu fyrst í gærkvöld. Hann hafi ekki kynnt sér málið nánar, vegna veikindafjarvista, en honum sýnist, í ljósi þess að Síminn er með markaðsráðandi stöðu á fjarskiptamarkaði, að viðskiptin séu í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið sem ríkisstjórnin lagði fram í vor. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir Símann vera sjálfstætt fyrirtæki og ekki hennar að blanda sér í málefni þess. Þetta sé í samræmi við gildandi lög, en annað mál hvort þetta sé í samræmi við fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í fljótu bragði sýnist henni sem það geri það ekki. Hún segir þó meginmálið nú að fá þá aðila sem fjölmiðlamálið snertir til að vinna að málinu í góðri sátt. Fjármálaráðherra sem fer með eignarhald ríkisins í Símanum segist ekki hafa verið hafður með í ráðum við viðskiptin, en segir ákvörðun stjórnenda símans vera viðskiptalegs eðlis, og gerir hann enga athugsemd við hana. Geir H. Haarde telur viðskiptin ekki ganga gegn stefnu sjálfstæðisflokksins í fjölmiðlamálinu. Hins vegar styrki það mástað þeirra sem vilji einkavæða fyrirtæki. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins telur þessi viðskipti vera í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins, og að kaup á svona stórum hluta í Skjá einum sé ekki í samræmi við þau stefnumið sem talað hafi verið fyrir í sumar í tengslum við fjölmiðlalögin. Hann telur fleiri flokksmenn sína á sama máli. Stjónvarpsstjóri Skjás eins, Magnús Ragnarsson, hafði sent inn umsókn um stöðu Þjóðleikhússtjóra til menntamálaráðuneytisins. Hann dró þá umsókn til baka í vikunni eftir að ljóst var að samningar Landssímans og Skjás eins væru í burðarliðnum. Þá má geta þess að Magnús var einarður stuðningsmaður fjölmiðlafrumvarpsins í vor sem kvað á um það að markaðsráðandi fyrirtækjum væri bannað að eiga hlut í ljósvakamiðlum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent