Sameining stórbanka borðleggjandi 7. september 2004 00:01 Sameining Íslandsbanka og Landsbankans er borðleggjandi frá faglegu sjónarmiði að mati Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Íslandsbanka. "Það blasir við, því það snertir á svo mörgum starfsþáttum sem gætu skilað milljörðum króna í hagræðingu á hverju ári." Jón segir slíkt á valdi hluthafa, en það hljóti að vera áleitin spurning fyrir hluthafa þessara banka að leysa slíkt hagræði úr læðingi. Hann segist sjá margvíslega hagræðingarmöguleika á fjálmálamarkaði. Auk sameiningar Landsbanka og Íslandsbanka sér Jón mikil sóknarfæri í sameiningu Íslandsbanka við Straum. "Við það myndi eigið fé Íslandsbanka stóraukast. Eigið fé hefur verið takmarkandi þáttur í bankanum vegna mikils vaxtar." Íslandsbanki hefur vaxið um 25 prósent á árinu. Hugsanleg sameining Landsbanka og Íslandsbanka komst í umræðuna þegar Landsbankinn og Burðarás keyptu stóra eignarhluti í Íslandsbanka. Efasemdir voru uppi um hvort slíkt samræmdist samkeppnislögum. Jón telur slíka sameiningu ekki fráleita. "Við verðum að átta okkur á anda samkeppnislaga. Hann er ekki sá að koma í veg fyrir að stórar einingar myndist, heldur að koma í veg fyrir misnotkun á stöðu." Jón segir rökin fyrir sameiningu, auk hagræðis vera að styðja við útrás sem aftur skili sér inn í landið. "Slíkt hlýtur að vega á móti þeim ótta sem menn kunna að hafa af misnotkun á markaði." Hann segir að ef sú staða kæmi upp að bankarnir sameinist, þá sé útilokað að sterkur fjárfestingarbanki eins og Straumur sitji aðgerðarlaus hjá. Þar yrði því til mótvægi. "Þannig yrði til mikið hagræði, án þess að það yrði ógnun við hag fyrirtækja og einstaklinga." Miklar breytingar hafa orðið á fjármálamarkaði. KB banki er nú stærri en Landsbankinn og Íslandsbanki til samans. Jón segir að sú staða hljóti að hafa áhrif. "Aðstæður hafa breyst og það sem var áður óhugsandi er það ekki lengur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Sameining Íslandsbanka og Landsbankans er borðleggjandi frá faglegu sjónarmiði að mati Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Íslandsbanka. "Það blasir við, því það snertir á svo mörgum starfsþáttum sem gætu skilað milljörðum króna í hagræðingu á hverju ári." Jón segir slíkt á valdi hluthafa, en það hljóti að vera áleitin spurning fyrir hluthafa þessara banka að leysa slíkt hagræði úr læðingi. Hann segist sjá margvíslega hagræðingarmöguleika á fjálmálamarkaði. Auk sameiningar Landsbanka og Íslandsbanka sér Jón mikil sóknarfæri í sameiningu Íslandsbanka við Straum. "Við það myndi eigið fé Íslandsbanka stóraukast. Eigið fé hefur verið takmarkandi þáttur í bankanum vegna mikils vaxtar." Íslandsbanki hefur vaxið um 25 prósent á árinu. Hugsanleg sameining Landsbanka og Íslandsbanka komst í umræðuna þegar Landsbankinn og Burðarás keyptu stóra eignarhluti í Íslandsbanka. Efasemdir voru uppi um hvort slíkt samræmdist samkeppnislögum. Jón telur slíka sameiningu ekki fráleita. "Við verðum að átta okkur á anda samkeppnislaga. Hann er ekki sá að koma í veg fyrir að stórar einingar myndist, heldur að koma í veg fyrir misnotkun á stöðu." Jón segir rökin fyrir sameiningu, auk hagræðis vera að styðja við útrás sem aftur skili sér inn í landið. "Slíkt hlýtur að vega á móti þeim ótta sem menn kunna að hafa af misnotkun á markaði." Hann segir að ef sú staða kæmi upp að bankarnir sameinist, þá sé útilokað að sterkur fjárfestingarbanki eins og Straumur sitji aðgerðarlaus hjá. Þar yrði því til mótvægi. "Þannig yrði til mikið hagræði, án þess að það yrði ógnun við hag fyrirtækja og einstaklinga." Miklar breytingar hafa orðið á fjármálamarkaði. KB banki er nú stærri en Landsbankinn og Íslandsbanki til samans. Jón segir að sú staða hljóti að hafa áhrif. "Aðstæður hafa breyst og það sem var áður óhugsandi er það ekki lengur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira