Ólafur Börkur skilaði séráliti 20. september 2004 00:01 Allir dómarar Hæstaréttar nema einn eru sammála um að lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjenda um dómarastöðu við réttinn. Einn dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði séráliti þar sem hann leggur áherslu á afburðaþekkingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar á sviði lögfræði. Umsækjendurnir sjö um stöðu hæstaréttardómara fengu í dag umsögn Hæstaréttar um þá sem sóttu um stöðuna. Þar er farið ítarlega yfir störf umsækjendanna og lagt mat á hverjir standi fremstir að vígi á hverju því sviði sem vegið er í umsögninni. Þessi svið eru: Nám umsækjenda, dómarareynsla, reynsla af lögmannsstörfum, reynsla af lögfræðikennslu á háskólastigi, ritstörf á sviði lögfræði, seta í nefndum á vegum ríkis og stofnana, undirbúningur að lagasetningu, önnur störf á sviði stjórnsýslu og loks stjórnunarstörf. Í niðurlagi umsagnarinnar segir að að virtu öllu framangreindu sé það mat Hæstaréttar að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson standi öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni til að hljóta embætti hæstaréttardómara. Næst þeim kemur Hjördís Björk Hákonardóttir en að baki henni eru ekki forsendur til að gera greinarmun á Allan Vagni Magnússyni, Eggerti Óskarssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Hæstiréttur skipar Leó Löve aftast í röð umsækjenda. Að þessari umsögn standa átta af níu dómurum Hæstaréttar. Sá eini sem ekki skrifar upp á hana er Ólafur Börkur Þorvaldsson en hann var sem kunnugt er skipaður dómari í Hæstarétti í fyrra og dró sú skipan dilk á eftir sér, meðal annars vegna frændsemi Ólafs við fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson. Ólafur Börkur segir í séráliti sínu að hann telji hæpið að raða umsækjendum eftir hæfni en þar sem hinir átta hafi tekið þann kost, gerir hann það líka, en með fyrirvara. Hann tilgreinir Jón Steinar Gunnlaugsson sérstaklega í umsögn sinni vegna kunnáttu hans og reynslu og segir hann vera afburðamann á sviði lögfræði. Því sé honum ómögulegt að raða Jóni jafn aftarlega og aðrir dómarar Hæstaréttar gera. Ólafur Börkur telur aðra umsækjendur ákaflega hæfa. Geir Haarde fjármálaráðherra skipar í stöðuna þar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti sig vanhæfan í málinu. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Allir dómarar Hæstaréttar nema einn eru sammála um að lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjenda um dómarastöðu við réttinn. Einn dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði séráliti þar sem hann leggur áherslu á afburðaþekkingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar á sviði lögfræði. Umsækjendurnir sjö um stöðu hæstaréttardómara fengu í dag umsögn Hæstaréttar um þá sem sóttu um stöðuna. Þar er farið ítarlega yfir störf umsækjendanna og lagt mat á hverjir standi fremstir að vígi á hverju því sviði sem vegið er í umsögninni. Þessi svið eru: Nám umsækjenda, dómarareynsla, reynsla af lögmannsstörfum, reynsla af lögfræðikennslu á háskólastigi, ritstörf á sviði lögfræði, seta í nefndum á vegum ríkis og stofnana, undirbúningur að lagasetningu, önnur störf á sviði stjórnsýslu og loks stjórnunarstörf. Í niðurlagi umsagnarinnar segir að að virtu öllu framangreindu sé það mat Hæstaréttar að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson standi öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni til að hljóta embætti hæstaréttardómara. Næst þeim kemur Hjördís Björk Hákonardóttir en að baki henni eru ekki forsendur til að gera greinarmun á Allan Vagni Magnússyni, Eggerti Óskarssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Hæstiréttur skipar Leó Löve aftast í röð umsækjenda. Að þessari umsögn standa átta af níu dómurum Hæstaréttar. Sá eini sem ekki skrifar upp á hana er Ólafur Börkur Þorvaldsson en hann var sem kunnugt er skipaður dómari í Hæstarétti í fyrra og dró sú skipan dilk á eftir sér, meðal annars vegna frændsemi Ólafs við fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson. Ólafur Börkur segir í séráliti sínu að hann telji hæpið að raða umsækjendum eftir hæfni en þar sem hinir átta hafi tekið þann kost, gerir hann það líka, en með fyrirvara. Hann tilgreinir Jón Steinar Gunnlaugsson sérstaklega í umsögn sinni vegna kunnáttu hans og reynslu og segir hann vera afburðamann á sviði lögfræði. Því sé honum ómögulegt að raða Jóni jafn aftarlega og aðrir dómarar Hæstaréttar gera. Ólafur Börkur telur aðra umsækjendur ákaflega hæfa. Geir Haarde fjármálaráðherra skipar í stöðuna þar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti sig vanhæfan í málinu.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira