Stjórnin einhuga um Símann 24. september 2004 00:01 Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir stjórnarflokkana einhuga um hvernig standa skuli að sölu Símans. Hann lítur svo á að sú ákvörðun, að heppilegast sé að selja fyrirtækið í einu lagi, standi óhögguð. Auglýst verður eftir ráðgjafa vegna sölunnar um eða eftir helgi. Einkavæðingarnefnd ákvað á fundi sínum í vikunni að auglýsa eftir ráðgjafa, sem ásamt nefndinni mun leggja mat á það hvernig og hvenær sé best að huga að söluferlinu í tengslum við Símann. Gert er ráð fyrir að viðkomandi skili inn tilboðum fyrir 25. október næstkomandi og telur Jón Sveinsson, sem er nýskipaður formaður nefndarinnar, hæpið að sjálft einkavæðingarferlið, geti hafist af alvöru fyrr en á fyrri hluta næsta árs. Hann segir stjórnarflokkana sammála um það hvernig standa skuli að ferlinu. Þegar til stóð að selja Símann fyrir nokkrum árum var sjálfstætt verðmat lagt á fyrirtækið. Jón segir áfram unnið að þeim þætti en vill ekkert gefa upp í því sambandi. Þetta verði mjög vandlega skoðað áður en endanlegar ákvarðanir verði teknar. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa sagt að ljúka verði við uppbyggingu á dreifikerfi Símans áður en fyrirtækið verði selt. Formaður einkavæðingarnefndar bendir á að sú ákvörðun hafi verið tekin á sínum tíma að heppilegast og best væri að selja fyrirtækið í einu lagi. Jón telur að lög um samkeppni og fjarskipti tryggi eðlilegt eftirlit í þessum efnum og telur ekki ástæðu til að óttast að um einhverja misbeitingu verði að ræða að hálfu fyrirtækisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir stjórnarflokkana einhuga um hvernig standa skuli að sölu Símans. Hann lítur svo á að sú ákvörðun, að heppilegast sé að selja fyrirtækið í einu lagi, standi óhögguð. Auglýst verður eftir ráðgjafa vegna sölunnar um eða eftir helgi. Einkavæðingarnefnd ákvað á fundi sínum í vikunni að auglýsa eftir ráðgjafa, sem ásamt nefndinni mun leggja mat á það hvernig og hvenær sé best að huga að söluferlinu í tengslum við Símann. Gert er ráð fyrir að viðkomandi skili inn tilboðum fyrir 25. október næstkomandi og telur Jón Sveinsson, sem er nýskipaður formaður nefndarinnar, hæpið að sjálft einkavæðingarferlið, geti hafist af alvöru fyrr en á fyrri hluta næsta árs. Hann segir stjórnarflokkana sammála um það hvernig standa skuli að ferlinu. Þegar til stóð að selja Símann fyrir nokkrum árum var sjálfstætt verðmat lagt á fyrirtækið. Jón segir áfram unnið að þeim þætti en vill ekkert gefa upp í því sambandi. Þetta verði mjög vandlega skoðað áður en endanlegar ákvarðanir verði teknar. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa sagt að ljúka verði við uppbyggingu á dreifikerfi Símans áður en fyrirtækið verði selt. Formaður einkavæðingarnefndar bendir á að sú ákvörðun hafi verið tekin á sínum tíma að heppilegast og best væri að selja fyrirtækið í einu lagi. Jón telur að lög um samkeppni og fjarskipti tryggi eðlilegt eftirlit í þessum efnum og telur ekki ástæðu til að óttast að um einhverja misbeitingu verði að ræða að hálfu fyrirtækisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira