Úrskurðaður í gæsluvarðhald 30. september 2004 00:01 Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi. Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær var handtekinn í gærmorgun. Hann er um þrítugt, búsettur í Reykjavík og hefur lítið komið við sögu fíkniefnamála áður. Ásgeir Karlsson, sem fer með rannsókn málsins, segir ekki ljóst enn hver hlutur hans sé í málinu en hann segir rannsókn málsins ganga ágætlega. Upphaf málsins má rekja aftur til marsmánaðar þegar þrjú kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni fundustu um borð í Dettifossi. Í júlí fannst svo rúmlega helmingi stærri sending af amfetamíni í sama skipi. Alls fannst því rúmur tugur kílóa af amfetamíni og kókaíni í þessum tveimur sendingum. Enginn var handtekinn í tengslum við þessa fundi. Um miðjan september var svo hald lagt á 2000 skammta af LSD og var karlmaður í Vestmannaeyjum þá handtekinn. Í kjölfarið voru tveir karlmenn og ein kona handtekin í Reykjavík. Öðrum karlanna var sleppt úr haldi en hin tvö úrskurðuð í gæsluvarðhald. Nokkrum dögum síðar var karlmaður handtekinn í höfuðborginni og úrskurðaður í gæsluvarðhald og í gær var svo einn karl til viðbótar úrskurðaður í gæsluvarðhald sem fyrr segir. Hér á landi sitja því fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta stóra fíkniefnamál. Til viðbótar sitja tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Hollandi. Krafist hefur verið framsals yfir öðrum þeirra. Ekki eru enn vísbendingar um að hinn sem situr í gæsluvarðhaldi ytra tengist smyglinu og því hefur ekki verið farið fram á að hann verði framseldur hingað til lands. Hann hefur áður verið framseldur í tengslum við hvarf Valgeirs Víðissonar fyrir áratug. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi. Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær var handtekinn í gærmorgun. Hann er um þrítugt, búsettur í Reykjavík og hefur lítið komið við sögu fíkniefnamála áður. Ásgeir Karlsson, sem fer með rannsókn málsins, segir ekki ljóst enn hver hlutur hans sé í málinu en hann segir rannsókn málsins ganga ágætlega. Upphaf málsins má rekja aftur til marsmánaðar þegar þrjú kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni fundustu um borð í Dettifossi. Í júlí fannst svo rúmlega helmingi stærri sending af amfetamíni í sama skipi. Alls fannst því rúmur tugur kílóa af amfetamíni og kókaíni í þessum tveimur sendingum. Enginn var handtekinn í tengslum við þessa fundi. Um miðjan september var svo hald lagt á 2000 skammta af LSD og var karlmaður í Vestmannaeyjum þá handtekinn. Í kjölfarið voru tveir karlmenn og ein kona handtekin í Reykjavík. Öðrum karlanna var sleppt úr haldi en hin tvö úrskurðuð í gæsluvarðhald. Nokkrum dögum síðar var karlmaður handtekinn í höfuðborginni og úrskurðaður í gæsluvarðhald og í gær var svo einn karl til viðbótar úrskurðaður í gæsluvarðhald sem fyrr segir. Hér á landi sitja því fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta stóra fíkniefnamál. Til viðbótar sitja tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Hollandi. Krafist hefur verið framsals yfir öðrum þeirra. Ekki eru enn vísbendingar um að hinn sem situr í gæsluvarðhaldi ytra tengist smyglinu og því hefur ekki verið farið fram á að hann verði framseldur hingað til lands. Hann hefur áður verið framseldur í tengslum við hvarf Valgeirs Víðissonar fyrir áratug.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira