Úrskurðaður í gæsluvarðhald 30. september 2004 00:01 Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi. Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær var handtekinn í gærmorgun. Hann er um þrítugt, búsettur í Reykjavík og hefur lítið komið við sögu fíkniefnamála áður. Ásgeir Karlsson, sem fer með rannsókn málsins, segir ekki ljóst enn hver hlutur hans sé í málinu en hann segir rannsókn málsins ganga ágætlega. Upphaf málsins má rekja aftur til marsmánaðar þegar þrjú kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni fundustu um borð í Dettifossi. Í júlí fannst svo rúmlega helmingi stærri sending af amfetamíni í sama skipi. Alls fannst því rúmur tugur kílóa af amfetamíni og kókaíni í þessum tveimur sendingum. Enginn var handtekinn í tengslum við þessa fundi. Um miðjan september var svo hald lagt á 2000 skammta af LSD og var karlmaður í Vestmannaeyjum þá handtekinn. Í kjölfarið voru tveir karlmenn og ein kona handtekin í Reykjavík. Öðrum karlanna var sleppt úr haldi en hin tvö úrskurðuð í gæsluvarðhald. Nokkrum dögum síðar var karlmaður handtekinn í höfuðborginni og úrskurðaður í gæsluvarðhald og í gær var svo einn karl til viðbótar úrskurðaður í gæsluvarðhald sem fyrr segir. Hér á landi sitja því fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta stóra fíkniefnamál. Til viðbótar sitja tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Hollandi. Krafist hefur verið framsals yfir öðrum þeirra. Ekki eru enn vísbendingar um að hinn sem situr í gæsluvarðhaldi ytra tengist smyglinu og því hefur ekki verið farið fram á að hann verði framseldur hingað til lands. Hann hefur áður verið framseldur í tengslum við hvarf Valgeirs Víðissonar fyrir áratug. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi. Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær var handtekinn í gærmorgun. Hann er um þrítugt, búsettur í Reykjavík og hefur lítið komið við sögu fíkniefnamála áður. Ásgeir Karlsson, sem fer með rannsókn málsins, segir ekki ljóst enn hver hlutur hans sé í málinu en hann segir rannsókn málsins ganga ágætlega. Upphaf málsins má rekja aftur til marsmánaðar þegar þrjú kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni fundustu um borð í Dettifossi. Í júlí fannst svo rúmlega helmingi stærri sending af amfetamíni í sama skipi. Alls fannst því rúmur tugur kílóa af amfetamíni og kókaíni í þessum tveimur sendingum. Enginn var handtekinn í tengslum við þessa fundi. Um miðjan september var svo hald lagt á 2000 skammta af LSD og var karlmaður í Vestmannaeyjum þá handtekinn. Í kjölfarið voru tveir karlmenn og ein kona handtekin í Reykjavík. Öðrum karlanna var sleppt úr haldi en hin tvö úrskurðuð í gæsluvarðhald. Nokkrum dögum síðar var karlmaður handtekinn í höfuðborginni og úrskurðaður í gæsluvarðhald og í gær var svo einn karl til viðbótar úrskurðaður í gæsluvarðhald sem fyrr segir. Hér á landi sitja því fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta stóra fíkniefnamál. Til viðbótar sitja tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Hollandi. Krafist hefur verið framsals yfir öðrum þeirra. Ekki eru enn vísbendingar um að hinn sem situr í gæsluvarðhaldi ytra tengist smyglinu og því hefur ekki verið farið fram á að hann verði framseldur hingað til lands. Hann hefur áður verið framseldur í tengslum við hvarf Valgeirs Víðissonar fyrir áratug.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira