Þarf samþykki Fjármálaeftirlitsins 30. september 2004 00:01 Samþykki Fjármálaeftirlitsins þarf til þess að kaup Straums á ríflega fjórtán prósenta hlut í Íslandsbanka standist. Deilt er um hvað liggur að baki viðskiptunum, ýmist er talað um að Landsbankamenn ætli sér bakdyrameginn inn í Íslandsbanka eða að þeir séu að breiða yfir vandræðagang vegna misheppnaðra tilrauna til að ná þar yfirráðum. Enn er talað um umskipti á fjármálamarkaði. Í gærkvöldi náðust samningar um að fjárfestingarbankinn Straumur eignaðist um fjórtán og hálfs prósents hlut í Íslandsbanka. Seljendurnir eru Landsbankinn og tengdir aðilar. Í staðinn eignast þeir fjórðungshlut í Straumi og nokkrar krónur í vasann, eða tæplega fimm milljarða króna. Þessi viðskipti vekja mikla athygli á markaði en lengi hefur verið talað um óvænt kaup Orra Vigfússonar og Helga Magnússonar á stórum hlut í Íslandsbanka. Þeir keyptu með framvirkum samningum við Landsbanka og Burðarás en virðast í reynd aldrei hafa greitt neitt fyrir. Sérfræðingar á fjármálamarkaði hafa litið svo á að Landsbankamenn hafi fengið þá Helga og Orra til að leppa fyrir sig en fjármálaeftirlitið var með til skoðunar hlutabréfasöfnun þeirra í samkeppnisaðilanum. Þeir sem hlut eiga að máli hafa lítið viljað tjá sig í dag. Því standa eftir vangaveltur fjármálasérfræðinga sem telja viðskiptin leiða til að breiða yfir vandræðagang með Íslandsbankabréfin, og að Straumur hafi orðið fyrir valinu þar sem þar sárvanti menn aðgang að þeim góðu viðskiptatengslum sem Björgólfur Thor Björgólfsson hefur utan landsteinana. Fjármálaeftirlitið hefur mánuð til að fjalla um viðskiptin eftir að formleg umsókn berst en það er venjan þegar um meira en tíu prósenta hlut í banka er að ræða. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Samþykki Fjármálaeftirlitsins þarf til þess að kaup Straums á ríflega fjórtán prósenta hlut í Íslandsbanka standist. Deilt er um hvað liggur að baki viðskiptunum, ýmist er talað um að Landsbankamenn ætli sér bakdyrameginn inn í Íslandsbanka eða að þeir séu að breiða yfir vandræðagang vegna misheppnaðra tilrauna til að ná þar yfirráðum. Enn er talað um umskipti á fjármálamarkaði. Í gærkvöldi náðust samningar um að fjárfestingarbankinn Straumur eignaðist um fjórtán og hálfs prósents hlut í Íslandsbanka. Seljendurnir eru Landsbankinn og tengdir aðilar. Í staðinn eignast þeir fjórðungshlut í Straumi og nokkrar krónur í vasann, eða tæplega fimm milljarða króna. Þessi viðskipti vekja mikla athygli á markaði en lengi hefur verið talað um óvænt kaup Orra Vigfússonar og Helga Magnússonar á stórum hlut í Íslandsbanka. Þeir keyptu með framvirkum samningum við Landsbanka og Burðarás en virðast í reynd aldrei hafa greitt neitt fyrir. Sérfræðingar á fjármálamarkaði hafa litið svo á að Landsbankamenn hafi fengið þá Helga og Orra til að leppa fyrir sig en fjármálaeftirlitið var með til skoðunar hlutabréfasöfnun þeirra í samkeppnisaðilanum. Þeir sem hlut eiga að máli hafa lítið viljað tjá sig í dag. Því standa eftir vangaveltur fjármálasérfræðinga sem telja viðskiptin leiða til að breiða yfir vandræðagang með Íslandsbankabréfin, og að Straumur hafi orðið fyrir valinu þar sem þar sárvanti menn aðgang að þeim góðu viðskiptatengslum sem Björgólfur Thor Björgólfsson hefur utan landsteinana. Fjármálaeftirlitið hefur mánuð til að fjalla um viðskiptin eftir að formleg umsókn berst en það er venjan þegar um meira en tíu prósenta hlut í banka er að ræða.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira