Stjórnarformaðurinn á þriðjung 13. október 2005 14:44 Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, er orðinn stærsti eigandi félagsins með þriðjungshlut eftir að hann keypti Jón Helga Guðmundsson, forstjóra BYKO, út úr Eignarhaldsfélaginu Oddaflugi. Jafnframt hefur Jón Helgi sagt sig úr stjórn félagsins. Það var í byrjun árs sem þeir Jón Helgi og Hannes urðu stærstu eigendur Flugleiða í gegnum sameiginlegt félag, Oddaflug. Í dag var tilkynnt að Hannes hefði keypt út helmingshlut Jóns Helga í Oddaflugi fyrir þrjá og hálfan milljarð króna. Hannes segir þessa ákvörðun tekna á viðskiptalegum forsendum vegna þess að hann hafi mikla trú á Flugleiðum og því sem í fyrirtækinu búi. Hann langar til að helga sig þessum vettvangi og ljóst hafi verið þegar Hannes og Jón Helgi keyptu þennan hlut í byrjun árs að Hannes myndi stýra ferðinni. Hann segist því kannski vera að gera það með meiri afgerandi hætti eftir viðskiptin í dag. Eignarhaldsfélagið Oddaflug á nú 32,22 prósent í Flugleiðum. Saxbygg, félag Saxhóls og Byggingarfélags Gunnars og Gylfa, á 28 prósent, Skildingur, sem forstjóri og framkvæmastjórar Flugleiða standa að, á 11 prósent, Sjóvá-Almennar eiga 9,9 prósent og Flugleiðir eiga 8,6 prósent í sjálfum sér. Það er ekki nema tæpt ár síðan Eimskip, sem þá var helsta viðskiptaveldið á Íslandi, réði öllu í Flugeiðum með rúmlega þriðjungshlut. Nú er 36 ára gamall maður kominn í sams konar stöðu. Hannes segir þetta spennandi verkefni og segir kaupin í dag kannski lýsa þeim breytingum sem eru að verða á viðskiptalífinu á Íslandi; hlutarnir gerast á töluvert öðrum hraða en áður. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, er orðinn stærsti eigandi félagsins með þriðjungshlut eftir að hann keypti Jón Helga Guðmundsson, forstjóra BYKO, út úr Eignarhaldsfélaginu Oddaflugi. Jafnframt hefur Jón Helgi sagt sig úr stjórn félagsins. Það var í byrjun árs sem þeir Jón Helgi og Hannes urðu stærstu eigendur Flugleiða í gegnum sameiginlegt félag, Oddaflug. Í dag var tilkynnt að Hannes hefði keypt út helmingshlut Jóns Helga í Oddaflugi fyrir þrjá og hálfan milljarð króna. Hannes segir þessa ákvörðun tekna á viðskiptalegum forsendum vegna þess að hann hafi mikla trú á Flugleiðum og því sem í fyrirtækinu búi. Hann langar til að helga sig þessum vettvangi og ljóst hafi verið þegar Hannes og Jón Helgi keyptu þennan hlut í byrjun árs að Hannes myndi stýra ferðinni. Hann segist því kannski vera að gera það með meiri afgerandi hætti eftir viðskiptin í dag. Eignarhaldsfélagið Oddaflug á nú 32,22 prósent í Flugleiðum. Saxbygg, félag Saxhóls og Byggingarfélags Gunnars og Gylfa, á 28 prósent, Skildingur, sem forstjóri og framkvæmastjórar Flugleiða standa að, á 11 prósent, Sjóvá-Almennar eiga 9,9 prósent og Flugleiðir eiga 8,6 prósent í sjálfum sér. Það er ekki nema tæpt ár síðan Eimskip, sem þá var helsta viðskiptaveldið á Íslandi, réði öllu í Flugeiðum með rúmlega þriðjungshlut. Nú er 36 ára gamall maður kominn í sams konar stöðu. Hannes segir þetta spennandi verkefni og segir kaupin í dag kannski lýsa þeim breytingum sem eru að verða á viðskiptalífinu á Íslandi; hlutarnir gerast á töluvert öðrum hraða en áður.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira