Landsbankinn og E*TRADE opna verðbréfamarkað á íslensku á netinu 5. október 2004 00:01 Landsbankinn, í samvinnu við E*TRADE, eitt þekktasta fyrirtæki heims á sviði verðbréfaviðskipta á netinu, opnar í dag íslenskan verðbréfavef, fyrir milliliðalaus viðskipti með verðbréf í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. E*TRADE vefurinn er allur á íslensku og þóknanir fyrir viðskipti á honum eru lægri en áður hefur þekkst hérlendis. Notandinn stundar milliliðalaus viðskipti af einum reikningi með hlutabréf, skuldabréf og gjaldeyri í fimm gjaldmiðlum. Það eykur öryggi notenda að Landsbankinn er bakhjarl þjónustunnar og öll samskipti notenda hérlendis eru við bankann. "Það er okkur fagnaðarefni að E*TRADE hafi valið Landsbankann sem samstarfsaðila," segir Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans. "Val þeirra er staðfesting á framsækni Landsbankans," segir hann. "E*TRADE er eitt öflugasta fyrirtæki á sviði alþjóðlegra verðbréfaviðskipta á netinu og við nýtum þau kerfi sem við höfum þegar byggt upp til þess að sækja inn á valda markaði", segir Jens Hoeyer, forstjóri E*TRADE Bank í Danmörku. "Við lýsum yfir ánægju með samstarf okkar við Landsbankann og erum sannfærðir um að viðskiptavinir bankans muni kunna að meta tækifæri til þess að kaupa og selja á fjórum mörkuðum með lægri þóknunum og auk þess greiðum aðgangi að öflugri upplýsingamiðlun um viðkomandi markaði." E*TRADE BANK A/S DANMARK er dótturfélag í eigu E*TRADE FINANCIAL Corporation. Fyrirtækið veitir fulla þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta til fagfjárfesta og einstaklinga. Í Danmörku lýtur fyrirtækið umsjón danska fjármálaeftirlitsins og er meðlimur í dönsku kauphöllinni, CSE. Félagið hefur löggildingu til að stunda verðbréfamiðlun á Íslandi. E*TRADE Financial er skráð í kauphöllinni í New York með auðkennið ET. Markaðsverðmæti þess er u.þ.b. 310 milljarðar íslenskra króna og hjá félaginu starfa 3.400 manns í 12 löndum. "Með samstarfi okkar við E*TRADE gerum við viðskiptavinum Landsbankans kleift að eiga milliliðalaus viðskipti á spennandi mörkuðum, ekki bara á mjög aðgengilegan og einfaldan hátt heldur einnig á lægri kjörum en áður hefur þekkst hér á landi. Þjónustan hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum og er t.d. tilvalin fyrir þá sem vilja ná fram aukinni eignadreifingu í verðbréfasafnið sitt", segir Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans. Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Landsbankinn, í samvinnu við E*TRADE, eitt þekktasta fyrirtæki heims á sviði verðbréfaviðskipta á netinu, opnar í dag íslenskan verðbréfavef, fyrir milliliðalaus viðskipti með verðbréf í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. E*TRADE vefurinn er allur á íslensku og þóknanir fyrir viðskipti á honum eru lægri en áður hefur þekkst hérlendis. Notandinn stundar milliliðalaus viðskipti af einum reikningi með hlutabréf, skuldabréf og gjaldeyri í fimm gjaldmiðlum. Það eykur öryggi notenda að Landsbankinn er bakhjarl þjónustunnar og öll samskipti notenda hérlendis eru við bankann. "Það er okkur fagnaðarefni að E*TRADE hafi valið Landsbankann sem samstarfsaðila," segir Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans. "Val þeirra er staðfesting á framsækni Landsbankans," segir hann. "E*TRADE er eitt öflugasta fyrirtæki á sviði alþjóðlegra verðbréfaviðskipta á netinu og við nýtum þau kerfi sem við höfum þegar byggt upp til þess að sækja inn á valda markaði", segir Jens Hoeyer, forstjóri E*TRADE Bank í Danmörku. "Við lýsum yfir ánægju með samstarf okkar við Landsbankann og erum sannfærðir um að viðskiptavinir bankans muni kunna að meta tækifæri til þess að kaupa og selja á fjórum mörkuðum með lægri þóknunum og auk þess greiðum aðgangi að öflugri upplýsingamiðlun um viðkomandi markaði." E*TRADE BANK A/S DANMARK er dótturfélag í eigu E*TRADE FINANCIAL Corporation. Fyrirtækið veitir fulla þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta til fagfjárfesta og einstaklinga. Í Danmörku lýtur fyrirtækið umsjón danska fjármálaeftirlitsins og er meðlimur í dönsku kauphöllinni, CSE. Félagið hefur löggildingu til að stunda verðbréfamiðlun á Íslandi. E*TRADE Financial er skráð í kauphöllinni í New York með auðkennið ET. Markaðsverðmæti þess er u.þ.b. 310 milljarðar íslenskra króna og hjá félaginu starfa 3.400 manns í 12 löndum. "Með samstarfi okkar við E*TRADE gerum við viðskiptavinum Landsbankans kleift að eiga milliliðalaus viðskipti á spennandi mörkuðum, ekki bara á mjög aðgengilegan og einfaldan hátt heldur einnig á lægri kjörum en áður hefur þekkst hér á landi. Þjónustan hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum og er t.d. tilvalin fyrir þá sem vilja ná fram aukinni eignadreifingu í verðbréfasafnið sitt", segir Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans.
Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira