Óvænt stefna umræðu 6. október 2004 00:01 Umræður utan dagskrár á Alþingi í gær um kennaraverkfallið snerust upp í skeytasendingar á milli flokkanna sem standa að meirihluta R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sakaði Samfylkinguna um að fylkja sér annars vegar innan R listans í borgarstjórn að baki samninganefndar sveitarfélaga en talaði með allt öðrum hætti á Alþingi. "Undarlegt að heyra þetta fólk tala agjörlega á skjön við R-listann. Er ekkert samráð á milli formannsins og varaformanns flokksins?" Kallað var fram í ræðu ráðherrans: "Hlustar þú á Alfreð?" og svaraði Halldór að bragði að hann væri nýbúinn að ræða við hann: "Við Framsóknarmenn tölum einu máli um kennaraverkfallið." Málshefjandi umræðunnar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að ríkisvaldið hefði margsinnis átt þátt í að liðka fyrir lausn kjaradeilna, nú síðast á þessu ári. Ríkisstjórnin hefði sjálf samið myndarlega við framhaldsskólakennara sem hefðu haft sömu grunnlaun og grunnskólakennarar þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna. Þá hafi verið þrengt að fjárhag sveitarfélaganna auk þess sem auknar kröfur væru nú gerðar til grunnskólans af hálfu ríkisvaldsins. Halldór Ásgrímsson svaraði því til að nýverið, eftir að verkfall skall á, hefði verið gefin út sameiginleg yfirlýsing um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og því engin ástæða til að hreyfa við því máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði að báðir aðilar yrðu að slá af sínum ítrustu kröfum. Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu sagði að Halldór Ásgrímsson væri í afneitun og segði ekki ég, ekki eins og menntamálaráðherrann sem hefði flutt "lélega fréttaskýringu" í ræðu sinni "Svona gera menn ekki." Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði svo forsætisráðherra um að hafa meiri áhuga á sendiráðum en bágri stöðu sveitarfélaga Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Umræður utan dagskrár á Alþingi í gær um kennaraverkfallið snerust upp í skeytasendingar á milli flokkanna sem standa að meirihluta R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sakaði Samfylkinguna um að fylkja sér annars vegar innan R listans í borgarstjórn að baki samninganefndar sveitarfélaga en talaði með allt öðrum hætti á Alþingi. "Undarlegt að heyra þetta fólk tala agjörlega á skjön við R-listann. Er ekkert samráð á milli formannsins og varaformanns flokksins?" Kallað var fram í ræðu ráðherrans: "Hlustar þú á Alfreð?" og svaraði Halldór að bragði að hann væri nýbúinn að ræða við hann: "Við Framsóknarmenn tölum einu máli um kennaraverkfallið." Málshefjandi umræðunnar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að ríkisvaldið hefði margsinnis átt þátt í að liðka fyrir lausn kjaradeilna, nú síðast á þessu ári. Ríkisstjórnin hefði sjálf samið myndarlega við framhaldsskólakennara sem hefðu haft sömu grunnlaun og grunnskólakennarar þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna. Þá hafi verið þrengt að fjárhag sveitarfélaganna auk þess sem auknar kröfur væru nú gerðar til grunnskólans af hálfu ríkisvaldsins. Halldór Ásgrímsson svaraði því til að nýverið, eftir að verkfall skall á, hefði verið gefin út sameiginleg yfirlýsing um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og því engin ástæða til að hreyfa við því máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði að báðir aðilar yrðu að slá af sínum ítrustu kröfum. Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu sagði að Halldór Ásgrímsson væri í afneitun og segði ekki ég, ekki eins og menntamálaráðherrann sem hefði flutt "lélega fréttaskýringu" í ræðu sinni "Svona gera menn ekki." Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði svo forsætisráðherra um að hafa meiri áhuga á sendiráðum en bágri stöðu sveitarfélaga
Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira