Vilja lagabreytingar 6. október 2004 00:01 Ekki er hægt að fresta verkfalli kennara. Það er bannað með lögum. Kennarasamband Íslands hefur leitað eftir því að fá lögunum breytt en án árangurs, segir Hannes Þorsteinsson skrifstofustjóri sambandsins. Hannes segir að hægt sé að fresta verkfalli á almennum vinnumarkaði sé komið samningahljóð í menn. Forysta kennara hafi ítrekað sótt eftir því að lögum opinberra starfsmanna verði breytt í samræmi við það sem þar gerist en mætt lokuðum dyrum. Hannes segir hvata sveitarfélaganna til að fá grunnskólakennara aftur á launaskrá engan. "Pressan er öll á launanefndinni og Birgi Birni Sigurjónssyni. Sveitarfélögin losna við 60 til 70 prósent af launaútgjöldum sínum sem bjargar fjárhag þeirra þessar vikurnar," segir Hannes: "Sveitarfélögin hagnast hvern einasta mánuð sem þau geta dregið að semja. Ástæðan er að kjarasamningar eru almennt ekki afturvirkir heldur frá þeim tíma sem samið er að nýju. Það er því þeirra hagur að draga lappirnar og láta ekkert gerast," segir Hannes. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir launanefndina í góðu sambandi við sveitastjórnarmenn. Hún njóti fulls trausts. "Hvati sveitarfélaganna og þjóðarinnar allrar til að leysa verkfall kennara er mikill. Áhyggjur sveitarstjórnarmanna af verkfallinu eru jafnmiklar og annarra landsmanna," segir Vilhjálmur. Hann hafi ekki hitt einn einasta sveitarstjórnarmann sem hafi velt upp umræðum um hve hagkvæmt verkfall kennara sé sveitarfélögunum. Samkvæmt fyrri fréttum blaðsins er sparnaður sveitarfélaganna um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur hvern dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara. Launakostnaður sveitarfélaganna vegna kennara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna. Hann lækkar eftir því sem verkfallið dregst á langinn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Ekki er hægt að fresta verkfalli kennara. Það er bannað með lögum. Kennarasamband Íslands hefur leitað eftir því að fá lögunum breytt en án árangurs, segir Hannes Þorsteinsson skrifstofustjóri sambandsins. Hannes segir að hægt sé að fresta verkfalli á almennum vinnumarkaði sé komið samningahljóð í menn. Forysta kennara hafi ítrekað sótt eftir því að lögum opinberra starfsmanna verði breytt í samræmi við það sem þar gerist en mætt lokuðum dyrum. Hannes segir hvata sveitarfélaganna til að fá grunnskólakennara aftur á launaskrá engan. "Pressan er öll á launanefndinni og Birgi Birni Sigurjónssyni. Sveitarfélögin losna við 60 til 70 prósent af launaútgjöldum sínum sem bjargar fjárhag þeirra þessar vikurnar," segir Hannes: "Sveitarfélögin hagnast hvern einasta mánuð sem þau geta dregið að semja. Ástæðan er að kjarasamningar eru almennt ekki afturvirkir heldur frá þeim tíma sem samið er að nýju. Það er því þeirra hagur að draga lappirnar og láta ekkert gerast," segir Hannes. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir launanefndina í góðu sambandi við sveitastjórnarmenn. Hún njóti fulls trausts. "Hvati sveitarfélaganna og þjóðarinnar allrar til að leysa verkfall kennara er mikill. Áhyggjur sveitarstjórnarmanna af verkfallinu eru jafnmiklar og annarra landsmanna," segir Vilhjálmur. Hann hafi ekki hitt einn einasta sveitarstjórnarmann sem hafi velt upp umræðum um hve hagkvæmt verkfall kennara sé sveitarfélögunum. Samkvæmt fyrri fréttum blaðsins er sparnaður sveitarfélaganna um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur hvern dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara. Launakostnaður sveitarfélaganna vegna kennara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna. Hann lækkar eftir því sem verkfallið dregst á langinn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira