SPRON og SPV líklega að sameinast 8. október 2004 00:01 Formenn stjórna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) hafa í umboði stjórna undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu sparisjóðanna. Stjórnir beggja sjóðanna eru sammála um að fleiri sparisjóðir geti gengið til sameiningar við SPRON og SPV, enda muni hagur sparisjóðanna tveggja eflast við sameiningu og jafnframt hagur annarra sparisjóða í landinu ef af frekari sameiningu verður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjóðunum sem send var út fyrir stundu.Verðmætamat og greining hefur farið fram á báðum sjóðum af óháðum endurskoðanda. Á grundvelli hennar og annarra atriða sem mikilvæg eru í tengslum við samrunann eru stjórnirnar sammála um að hlutfall SPRON verði 60/100 og hlutfall SPV verði 40/100 í sameinuðum sparisjóði. Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, telur að sameining af þessu tagi muni bæta hag stofnfjáreigenda, auka verðmæti stofnfjárbréfa og gera viðskipti með þau greiðari. Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, telur þessu til viðbótar að sameining sjóðanna muni leiða til hagræðingar í rekstri og aukinna sóknarfæra. Þá væntir hann þess að arðsemi verði betri til hagsbóta fyrir viðskiptamenn sparisjóðanna og jafnframt skapa starfsmönnum traustara starfsumhverfi. Á næstunni verður í þessum tilgangi skipuð samrunanefnd sem í eiga sæti tveir menn frá hvorum sjóði, Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, og Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, ásamt endurskoðendum beggja sparisjóðanna, þeim Sigurði Jónssyni og Þóri Ólafssyni. Á meðal verkefna samrunanefndarinnar verður að setja fram markmið með samrunanum, áætla samrunaáhrif, gera tillögu um samrunaaðferð, skipulag, stjórn og helstu stjórnendur. Ef sameining sjóðanna nær fram að ganga er stefnt að því að hún taki gildi 1. janúar 2005. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Formenn stjórna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) hafa í umboði stjórna undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu sparisjóðanna. Stjórnir beggja sjóðanna eru sammála um að fleiri sparisjóðir geti gengið til sameiningar við SPRON og SPV, enda muni hagur sparisjóðanna tveggja eflast við sameiningu og jafnframt hagur annarra sparisjóða í landinu ef af frekari sameiningu verður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjóðunum sem send var út fyrir stundu.Verðmætamat og greining hefur farið fram á báðum sjóðum af óháðum endurskoðanda. Á grundvelli hennar og annarra atriða sem mikilvæg eru í tengslum við samrunann eru stjórnirnar sammála um að hlutfall SPRON verði 60/100 og hlutfall SPV verði 40/100 í sameinuðum sparisjóði. Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, telur að sameining af þessu tagi muni bæta hag stofnfjáreigenda, auka verðmæti stofnfjárbréfa og gera viðskipti með þau greiðari. Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, telur þessu til viðbótar að sameining sjóðanna muni leiða til hagræðingar í rekstri og aukinna sóknarfæra. Þá væntir hann þess að arðsemi verði betri til hagsbóta fyrir viðskiptamenn sparisjóðanna og jafnframt skapa starfsmönnum traustara starfsumhverfi. Á næstunni verður í þessum tilgangi skipuð samrunanefnd sem í eiga sæti tveir menn frá hvorum sjóði, Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, og Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, ásamt endurskoðendum beggja sparisjóðanna, þeim Sigurði Jónssyni og Þóri Ólafssyni. Á meðal verkefna samrunanefndarinnar verður að setja fram markmið með samrunanum, áætla samrunaáhrif, gera tillögu um samrunaaðferð, skipulag, stjórn og helstu stjórnendur. Ef sameining sjóðanna nær fram að ganga er stefnt að því að hún taki gildi 1. janúar 2005.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira