Hópur forstjóra ræður Íslandsbanka 12. október 2004 00:01 Lífeyrissjóður Verslunarmanna seldi í gær fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka fyrir tæpa fimm milljarða króna. Kaupendur voru annars vegar hópur einstaklinga sem eru stórir hluthafar í bankanum og hinsvegar Straumur fjárfestingarbanki. Hvor hópur um sig kaupir tveggja prósenta hlut. Þessir aðilar munu tilbúnir til þessa að vinna saman að stjórn bankans. Þar með er hópur bankaráðsmannanna Einars Sveinssonar, Karls Wernerssonar og Jóns Snorrasonar með undirtökin í stjórn Íslandsbanka. Þessir bankaráðsmenn hafa stutt forstjóra bankans Bjarna Ármannsson. Auk þeirra kaupir Steinunn Jónsdóttir hlut í bankanum. Hún er af Bykófjölskyldunni og má búast við að sú fjölskylda komi í framhaldinu í auknum mæli að stjórn bankans og vinni með þessum hópi. Hópurinn ræður nú um þriðjungi atkvæða hluthafa. Andstæð fylking innan bankans hefur verið undir forystu Víglundar Þorsteinssonar sem situr fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna í bankaráðinu. Þessi hópur fjögurra bankaráðsmanna mun fara út úr stjórn bankans á hluthafafundi sem verður boðaður fljótlega. Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunamanna barst tilboð um kaup á tveggja prósenta hlut í Íslandsbanka. Innan stjórnarinnar hefur verið andstaða við að fulltrúar sjóðsins skipi sér í fylkingar innan bankarðas Íslandsbaka. Tekist var á í stjórn sjóðsins um söluna, en einróma niðurstaða varð að selja allt að fjögurra prósenta hlut til hæstbjóðanda. Efir söluna á lífeyrisjsóðurinn 2,77 prósenta hlut í bankanum. Einar Sveinsson stjórnarformaður Íslandsbanka segir að með kaupunum sé komin góður kjölfestuhópur að bankanum sem geti unnið saman að hagsmunum bankans. "Mér finnst ekki slæmt að Straumur eigi þarna sinn hlut. Það er þá komið andlit á bakvið þann hlut og eðlilegt að í framhaldinu ræði menn hvernig stjórn verði sett saman." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Lífeyrissjóður Verslunarmanna seldi í gær fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka fyrir tæpa fimm milljarða króna. Kaupendur voru annars vegar hópur einstaklinga sem eru stórir hluthafar í bankanum og hinsvegar Straumur fjárfestingarbanki. Hvor hópur um sig kaupir tveggja prósenta hlut. Þessir aðilar munu tilbúnir til þessa að vinna saman að stjórn bankans. Þar með er hópur bankaráðsmannanna Einars Sveinssonar, Karls Wernerssonar og Jóns Snorrasonar með undirtökin í stjórn Íslandsbanka. Þessir bankaráðsmenn hafa stutt forstjóra bankans Bjarna Ármannsson. Auk þeirra kaupir Steinunn Jónsdóttir hlut í bankanum. Hún er af Bykófjölskyldunni og má búast við að sú fjölskylda komi í framhaldinu í auknum mæli að stjórn bankans og vinni með þessum hópi. Hópurinn ræður nú um þriðjungi atkvæða hluthafa. Andstæð fylking innan bankans hefur verið undir forystu Víglundar Þorsteinssonar sem situr fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna í bankaráðinu. Þessi hópur fjögurra bankaráðsmanna mun fara út úr stjórn bankans á hluthafafundi sem verður boðaður fljótlega. Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunamanna barst tilboð um kaup á tveggja prósenta hlut í Íslandsbanka. Innan stjórnarinnar hefur verið andstaða við að fulltrúar sjóðsins skipi sér í fylkingar innan bankarðas Íslandsbaka. Tekist var á í stjórn sjóðsins um söluna, en einróma niðurstaða varð að selja allt að fjögurra prósenta hlut til hæstbjóðanda. Efir söluna á lífeyrisjsóðurinn 2,77 prósenta hlut í bankanum. Einar Sveinsson stjórnarformaður Íslandsbanka segir að með kaupunum sé komin góður kjölfestuhópur að bankanum sem geti unnið saman að hagsmunum bankans. "Mér finnst ekki slæmt að Straumur eigi þarna sinn hlut. Það er þá komið andlit á bakvið þann hlut og eðlilegt að í framhaldinu ræði menn hvernig stjórn verði sett saman."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira