Formaður útvarpsráðs segi af sér 14. október 2004 00:01 Með fjárfestingum Símans í Skjá einum er Sjálfstæðisflokkurinn að vaða á skítugum skónum yfir almannaeigur, segir formaður Samfylkingarinnar, en Síminn hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu. Össur Skarphéðinsson segir að formaður útvarpsráðs eigi að segja af sér eða vera rekinn fyrir leynifundi sína með forstjóra Skjás eins. Síminn keypti á dögunum fjórðung í Skjá einum og sýningaréttinn á enska boltanum sem kunnugt er. Nú hefur fyrirtækið aukið hlut sinn og á nú rúmlega helming í sjónvarpsstöðinni. Össuri finnst það „allsendis fráleit tíðindi“ og segir það út í hött að ríkisfyrirtækið Síminn skuli með þessum hætti vera að kaupa einakrekna sjónvarpsstöð. „Ég er líka þeirrar skoðunar að þarna séu sjálfstæðismenn, sem sitja þarna í hverjum pósti, að misnota almannafé,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir þetta part af slagnum sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stöðugt í við Norðurljós. „Þetta er auðvitað farið að ná út yfir öll mörk þegar flokkurinn er farinn að nota almannaeigur í slag af þessu tagi,“ segir Össur. Þá segir hann það alvarlegt að formaður útvarpsráðs hafi verið staðinn að leynilegum fundum með forstjóra Skjás eins. Þarna sé um hagsmunaárekstur að ræða og formaðurinn ætti því að segja af sér eða ráðherra að láta hann fara. Markús Örn Antonsson, útvarpstjóri Ríkisútvarpsins, velti því upp í fréttum ríkisútvarpsins í dag að stofnunin hlyti að spyrja hvort hún nyti sömu kjara varðandi dreifingu og dótturfyrirtæki Símans. Og að það skjóti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsfyrirtæki sem undirbjóði Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og yfirbjóði í efniskaupum. Össur segir þetta undirstrika hversu óvenjuleg afskipti formanns útvarpsráðs hafi verið af þessu máli. „Þetta er bullandi hagsmunárekstur, hvernig sem menn líta á það, og ef Sjálfstæðisflokkurinn skilur það ekki sýnir það hve gegnsósa hann er af spilltu hugarfari sem auðvitað helgast af því að hann er búinn að sitja allt of lengi að völdum. Hann er farinn að fara með ríkiseignir eins og sínar eigin,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Með fjárfestingum Símans í Skjá einum er Sjálfstæðisflokkurinn að vaða á skítugum skónum yfir almannaeigur, segir formaður Samfylkingarinnar, en Síminn hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu. Össur Skarphéðinsson segir að formaður útvarpsráðs eigi að segja af sér eða vera rekinn fyrir leynifundi sína með forstjóra Skjás eins. Síminn keypti á dögunum fjórðung í Skjá einum og sýningaréttinn á enska boltanum sem kunnugt er. Nú hefur fyrirtækið aukið hlut sinn og á nú rúmlega helming í sjónvarpsstöðinni. Össuri finnst það „allsendis fráleit tíðindi“ og segir það út í hött að ríkisfyrirtækið Síminn skuli með þessum hætti vera að kaupa einakrekna sjónvarpsstöð. „Ég er líka þeirrar skoðunar að þarna séu sjálfstæðismenn, sem sitja þarna í hverjum pósti, að misnota almannafé,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir þetta part af slagnum sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stöðugt í við Norðurljós. „Þetta er auðvitað farið að ná út yfir öll mörk þegar flokkurinn er farinn að nota almannaeigur í slag af þessu tagi,“ segir Össur. Þá segir hann það alvarlegt að formaður útvarpsráðs hafi verið staðinn að leynilegum fundum með forstjóra Skjás eins. Þarna sé um hagsmunaárekstur að ræða og formaðurinn ætti því að segja af sér eða ráðherra að láta hann fara. Markús Örn Antonsson, útvarpstjóri Ríkisútvarpsins, velti því upp í fréttum ríkisútvarpsins í dag að stofnunin hlyti að spyrja hvort hún nyti sömu kjara varðandi dreifingu og dótturfyrirtæki Símans. Og að það skjóti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsfyrirtæki sem undirbjóði Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og yfirbjóði í efniskaupum. Össur segir þetta undirstrika hversu óvenjuleg afskipti formanns útvarpsráðs hafi verið af þessu máli. „Þetta er bullandi hagsmunárekstur, hvernig sem menn líta á það, og ef Sjálfstæðisflokkurinn skilur það ekki sýnir það hve gegnsósa hann er af spilltu hugarfari sem auðvitað helgast af því að hann er búinn að sitja allt of lengi að völdum. Hann er farinn að fara með ríkiseignir eins og sínar eigin,“ segir formaður Samfylkingarinnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira