Stórtíðindi fyrir læknavísindin 19. október 2004 00:01 Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr tilraunum með nýtt lyf sem draga á úr líkunum á því að fólk fái hjartaáfall. Kári Stefánsson forstjóri segir þetta stórtíðindi fyrir fyrirtækið jafnt sem læknavísindin. Hann segir nú fara í hönd umfangsmiklar tilraunir sem vonandi leiði til markaðssetningar lyfsins eftir um þrjú ár. Þróun lyfsins hófst í reynd fyrir átta árum þegar Íslensk erfðagreining var stofnuð. Þá hófust rannsóknar á þeim erfðaþáttum sem valda hjartaáföllum og vann hópur, undir stjórn Önnu Helgadóttur, að því. Meingenið fannst og þá hófst vinna við að þróa lyf. Lyfjaþróunardeild ÍE tók þá við kyndlinum ef svo mætti segja. Í dag var svo greint frá jákvæðum niðurstöðum prófana á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans - háskólasjúkrahúss. Þessar prófanir sýna, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að lyfið hefur marktæk áhrif á áhættuþætti hjartaáfalls og veldur ekki aukaverkunum. Næsta skref er að semja rannsóknaráætlun sem felur í sér að gera þarf tilraunir á 1500 til 2000 sjúklingum í Bandaríkjunum, á Íslandi og öðrum löndum Evrópu. Gangi allt að óskum gera forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sér vonir um að lyfið verði sett á markað eftir þrjú til fimm ár. Þá yrði fjárhagsleg framtíð fyrirtækisins styrkt til muna en lyf sem þetta er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sme forvörn,“ segir Kári. Kári segir þetta stórtíðindi í læknavísindum og einnig fyrir Íslenska erfðagreining því nú sé sýnt fram á að grundvallarforsendurnar fyrir stofnun fyrirtækisins gangi upp. Það að hægt sé að finna erfðafræðilega þætti sjúkdóma og þróa lyf út frá þeim rannsóknum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr tilraunum með nýtt lyf sem draga á úr líkunum á því að fólk fái hjartaáfall. Kári Stefánsson forstjóri segir þetta stórtíðindi fyrir fyrirtækið jafnt sem læknavísindin. Hann segir nú fara í hönd umfangsmiklar tilraunir sem vonandi leiði til markaðssetningar lyfsins eftir um þrjú ár. Þróun lyfsins hófst í reynd fyrir átta árum þegar Íslensk erfðagreining var stofnuð. Þá hófust rannsóknar á þeim erfðaþáttum sem valda hjartaáföllum og vann hópur, undir stjórn Önnu Helgadóttur, að því. Meingenið fannst og þá hófst vinna við að þróa lyf. Lyfjaþróunardeild ÍE tók þá við kyndlinum ef svo mætti segja. Í dag var svo greint frá jákvæðum niðurstöðum prófana á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans - háskólasjúkrahúss. Þessar prófanir sýna, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að lyfið hefur marktæk áhrif á áhættuþætti hjartaáfalls og veldur ekki aukaverkunum. Næsta skref er að semja rannsóknaráætlun sem felur í sér að gera þarf tilraunir á 1500 til 2000 sjúklingum í Bandaríkjunum, á Íslandi og öðrum löndum Evrópu. Gangi allt að óskum gera forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sér vonir um að lyfið verði sett á markað eftir þrjú til fimm ár. Þá yrði fjárhagsleg framtíð fyrirtækisins styrkt til muna en lyf sem þetta er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sme forvörn,“ segir Kári. Kári segir þetta stórtíðindi í læknavísindum og einnig fyrir Íslenska erfðagreining því nú sé sýnt fram á að grundvallarforsendurnar fyrir stofnun fyrirtækisins gangi upp. Það að hægt sé að finna erfðafræðilega þætti sjúkdóma og þróa lyf út frá þeim rannsóknum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira