Hlutabréf í DeCode tóku stökk 19. október 2004 00:01 Hlutabréf í DeCode Genetics tóku stórt stökk upp á við á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í dag eftir að fréttir bárust af jákvæðum niðurstöðum tilrauna með þróun lyfs sem draga á úr líkum á hjartaáfalli. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að þetta séu stórmerkileg tíðindi, ekki eingöngu fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir læknavísindin á heimsvísu. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að þessar niðurstöður sýni í raun fram á að þær grundvallarhugmyndir sem fyrirtækið byggi á, gangi upp. Þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem farið sé frá því að einangra erfðavísa yfir í að prófa lyf í mönnum. Til framtíðar skipti þetta máli að því leyti að ÍE sé nú mun nær því að vera með lyf á markaði sem sé nauðsynlegt til að eiga efnahagslega framtíð. Vonast er til að lyfið verði komið á almennan markað eftir þrjú ár, í mesta lagi fimm. Þetta er óvenjuhröð þróun því einungis eru um þrjú ár síðan vísindamenn í Vatnsmýrinni einangruðu meingenið. Venjulega tekur um tíu ár og jafnvel lengur að þróa lyf og rannsaka áhrif þess áður en það er sett á markað. Íslensk erfðagreining náði sér hins vegar í forskot með kaupum á lyfi Bayer-lyfjaframleiðandans þýska gegn astma. Lyfið hefur verið vel rannsakað og þykir hættulaust en gagnast aftur illa við astma. Hins vegar hafa rannsóknir á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans sýnt að það hefur áhrif á meingenið umrædda og þannig á áhættuþætti hjartaáfalls. Aukaverkanir eru nánast engar. Kári segir fyrirtækið geta sjálft staðið undir kostnaði við næstu skref - umfangsmiklum tilraunum með lyfið á 1500-2000 manns. Samstarf við lyfjaframleiðendur er þó ekki útilokað en í því samhengi þurfi að hugsa um sanngjarna skiptingu framtíðargróða. Lyfið er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sem forvörn,“ segir Kári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Hlutabréf í DeCode Genetics tóku stórt stökk upp á við á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í dag eftir að fréttir bárust af jákvæðum niðurstöðum tilrauna með þróun lyfs sem draga á úr líkum á hjartaáfalli. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að þetta séu stórmerkileg tíðindi, ekki eingöngu fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir læknavísindin á heimsvísu. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að þessar niðurstöður sýni í raun fram á að þær grundvallarhugmyndir sem fyrirtækið byggi á, gangi upp. Þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem farið sé frá því að einangra erfðavísa yfir í að prófa lyf í mönnum. Til framtíðar skipti þetta máli að því leyti að ÍE sé nú mun nær því að vera með lyf á markaði sem sé nauðsynlegt til að eiga efnahagslega framtíð. Vonast er til að lyfið verði komið á almennan markað eftir þrjú ár, í mesta lagi fimm. Þetta er óvenjuhröð þróun því einungis eru um þrjú ár síðan vísindamenn í Vatnsmýrinni einangruðu meingenið. Venjulega tekur um tíu ár og jafnvel lengur að þróa lyf og rannsaka áhrif þess áður en það er sett á markað. Íslensk erfðagreining náði sér hins vegar í forskot með kaupum á lyfi Bayer-lyfjaframleiðandans þýska gegn astma. Lyfið hefur verið vel rannsakað og þykir hættulaust en gagnast aftur illa við astma. Hins vegar hafa rannsóknir á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans sýnt að það hefur áhrif á meingenið umrædda og þannig á áhættuþætti hjartaáfalls. Aukaverkanir eru nánast engar. Kári segir fyrirtækið geta sjálft staðið undir kostnaði við næstu skref - umfangsmiklum tilraunum með lyfið á 1500-2000 manns. Samstarf við lyfjaframleiðendur er þó ekki útilokað en í því samhengi þurfi að hugsa um sanngjarna skiptingu framtíðargróða. Lyfið er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sem forvörn,“ segir Kári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira