Kaupverð EasyJet 6,3 milljarðar 23. október 2004 00:01 Breskir fjölmiðlar og fjármálasérfræðingar velta fyrir sér kaupum Flugleiða á 8,4 prósenta hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet í gær. Fullyrt er í blaðinu Independent að kaupverðið á hlutnum sé fimmtíu milljónir punda, eða um 6,3 milljarðar króna. Eftir að greint var frá því síðdegis í gær að Flugleiðasamsteypan hefði keypt ríflega átta prósenta hlut í EasyJet virðist sem sögusagnirnar hafi fyrst farið á kreik. Í Guardian í dag segir að háværar raddist heyrist sem haldi því fram að Icelandair stefni að því að taka félagið yfir. Haft er eftir forráðamönnum félagsins að hugsanlega verði keyptur stærri hlutur í EasyJet á næstunni. Telegraph hefur eftir sérfræðingi á fjármálamarkaði í Lundúnum að það væri í takt við viðskiptahætti Íslendinga að tvínóna ekki við frekari kaup heldur drífa þau af. Haft er eftir honum að Íslendingar séu metnaðargjarnir og þoli ekkert hangs. Ástæða þess sé sú að þeir séu smá þjóð en afar vel menntuð. Talsmenn EasyJet staðfestu að kaupin hefðu gengið hratt fyrir sig því þeir sögðust aldrei hafa rætt við fulltrúa Icelandair fyrr en í gærdag, hvorki um hlutafjárkaup né annað. Fjármálasérfræðingar segja við Guardian að þetta sé líkast til rétti tíminn til að bjóða í EasyJet því verð hlutabréfa í því sé í lágmarki þó að gengið hafi tekið kipp í ljósi fregna af kaupum Flugleiða. Haft er eftir einum sérfræðingi að þó að flugmarkaðurinn sé erfiður núna verði EasyJet gulls ígildi eftir þrjú ár eða svo. En menn velta einnig fyrir sér stærðamuninum og bent er á að Flugleiðir séu aðeins brot af stærð EasyJet. Félagið sé með tólf vélar í áætlunarflugi og tuttugu og einn áfangastað en EasyJet sé með níutíu og fimm vélar í rekstri og fimmtíu og sex áætlunarstaði. Icelandair hafi flutt ríflega milljón farþega í fyrra en EasyJet ríflega tuttugu milljónir. EasyJet flytur um sex hundruð þúsund farþega í hverri viku samkvæmt Independent - helmingi fleiri en allir íbúar Íslands. Í Independent er haft eftir ónafngreindum fjármálasérfræðingi að efasemdir ríki um bolmagn Icelandair til að taka EasyJet yfir, en hluturinn sem keyptur var í gær mun hafa kostað fimmtíu milljónir punda - 6,3 milljarða króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Breskir fjölmiðlar og fjármálasérfræðingar velta fyrir sér kaupum Flugleiða á 8,4 prósenta hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet í gær. Fullyrt er í blaðinu Independent að kaupverðið á hlutnum sé fimmtíu milljónir punda, eða um 6,3 milljarðar króna. Eftir að greint var frá því síðdegis í gær að Flugleiðasamsteypan hefði keypt ríflega átta prósenta hlut í EasyJet virðist sem sögusagnirnar hafi fyrst farið á kreik. Í Guardian í dag segir að háværar raddist heyrist sem haldi því fram að Icelandair stefni að því að taka félagið yfir. Haft er eftir forráðamönnum félagsins að hugsanlega verði keyptur stærri hlutur í EasyJet á næstunni. Telegraph hefur eftir sérfræðingi á fjármálamarkaði í Lundúnum að það væri í takt við viðskiptahætti Íslendinga að tvínóna ekki við frekari kaup heldur drífa þau af. Haft er eftir honum að Íslendingar séu metnaðargjarnir og þoli ekkert hangs. Ástæða þess sé sú að þeir séu smá þjóð en afar vel menntuð. Talsmenn EasyJet staðfestu að kaupin hefðu gengið hratt fyrir sig því þeir sögðust aldrei hafa rætt við fulltrúa Icelandair fyrr en í gærdag, hvorki um hlutafjárkaup né annað. Fjármálasérfræðingar segja við Guardian að þetta sé líkast til rétti tíminn til að bjóða í EasyJet því verð hlutabréfa í því sé í lágmarki þó að gengið hafi tekið kipp í ljósi fregna af kaupum Flugleiða. Haft er eftir einum sérfræðingi að þó að flugmarkaðurinn sé erfiður núna verði EasyJet gulls ígildi eftir þrjú ár eða svo. En menn velta einnig fyrir sér stærðamuninum og bent er á að Flugleiðir séu aðeins brot af stærð EasyJet. Félagið sé með tólf vélar í áætlunarflugi og tuttugu og einn áfangastað en EasyJet sé með níutíu og fimm vélar í rekstri og fimmtíu og sex áætlunarstaði. Icelandair hafi flutt ríflega milljón farþega í fyrra en EasyJet ríflega tuttugu milljónir. EasyJet flytur um sex hundruð þúsund farþega í hverri viku samkvæmt Independent - helmingi fleiri en allir íbúar Íslands. Í Independent er haft eftir ónafngreindum fjármálasérfræðingi að efasemdir ríki um bolmagn Icelandair til að taka EasyJet yfir, en hluturinn sem keyptur var í gær mun hafa kostað fimmtíu milljónir punda - 6,3 milljarða króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent