Kaup fyrir 29 milljarða króna 24. október 2004 00:01 SÍF er að ljúka kaupum á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie Group fyrir 29 milljarða króna. Þetta eru ein stærstu fyrirtækjakaup íslenskrar viðskiptasögu. Þá hefur SÍF selt dóttturfyrirtæki sitt í Bandaríkjunum og hlut sinn í SH. Labeyrie Group framleiðir og dreifir kældum matvælum fyrir smásölu. Það starfrækir sex verksmiðjur í Frakklandi, á Spáni og í Skotlandi. Helstu framleiðsluvörur eru reyktur lax, andalifur, rússneskar hveitipönnukökur og smurréttir. Tvö þúsund og fjögur hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu en með kaupunum verður til samstæða á sviði matvælaframleiðslu sem undanfarna tólf mánuði hefur velt um 88 milljörðum og skilað fimm milljarða hagnaði. Það mun hafa tæplega fjögur þúsund starfsmenn í ellefu löndum. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, sagði í samtali við fréttastofu í dag að í þessu fælist meiriháttar stefnubreyting hjá fyrirtækinu. Nú væri verið að leggja meiri áherslu á fullvinnslu á kældum matvörum og fyrirtækið væri að færa sig inná vörumerkjamarkaðinn í Frakklandi. Auk þess einbeitir það sér að Evrópu en framleiðslu í Bandaríkjunum verður hætt. Þá verður hlutur SÍF í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldur. Jakob segir að með kaupunum fái SÍF öflugan hóp stjórnenda sem munu reka starfsemi fyrirtækisins í Frakklandi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Frakklandi, auk þess sem samráð verður haft við frönsk stéttarfélög áður en gengið verður endanlega frá kaupunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
SÍF er að ljúka kaupum á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie Group fyrir 29 milljarða króna. Þetta eru ein stærstu fyrirtækjakaup íslenskrar viðskiptasögu. Þá hefur SÍF selt dóttturfyrirtæki sitt í Bandaríkjunum og hlut sinn í SH. Labeyrie Group framleiðir og dreifir kældum matvælum fyrir smásölu. Það starfrækir sex verksmiðjur í Frakklandi, á Spáni og í Skotlandi. Helstu framleiðsluvörur eru reyktur lax, andalifur, rússneskar hveitipönnukökur og smurréttir. Tvö þúsund og fjögur hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu en með kaupunum verður til samstæða á sviði matvælaframleiðslu sem undanfarna tólf mánuði hefur velt um 88 milljörðum og skilað fimm milljarða hagnaði. Það mun hafa tæplega fjögur þúsund starfsmenn í ellefu löndum. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, sagði í samtali við fréttastofu í dag að í þessu fælist meiriháttar stefnubreyting hjá fyrirtækinu. Nú væri verið að leggja meiri áherslu á fullvinnslu á kældum matvörum og fyrirtækið væri að færa sig inná vörumerkjamarkaðinn í Frakklandi. Auk þess einbeitir það sér að Evrópu en framleiðslu í Bandaríkjunum verður hætt. Þá verður hlutur SÍF í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldur. Jakob segir að með kaupunum fái SÍF öflugan hóp stjórnenda sem munu reka starfsemi fyrirtækisins í Frakklandi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Frakklandi, auk þess sem samráð verður haft við frönsk stéttarfélög áður en gengið verður endanlega frá kaupunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira