Sjötíu milljarða lækkun 26. október 2004 00:01 Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands féll um 4,23 prósent í gær. Daginn áður lækkaði hún um 2,97 prósent. Aldrei áður hefur vísitalan lækkað jafnhratt á tveimur dögum en samanlögð lækkun er 7,08 prósent. Næst mesta lækkun á tveimur dögum er 5,45 prósenta lækkun sem varð fyrstu dagana í maí árið 2001. Samanlagt verðmæti fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölunni við lok viðskipta á föstudag var 1.012 milljarðar en var 940 eftir daginn í gær. Lækkunin er því 72 milljarðar króna. Fyrirtækin fimmtán í Úrvalsvísitölunni lækkuðu öll í gær að undanskildum Opnum kerfum og Össuri. Össur skilaði níu mánaða uppgjöri í gær sem sýndi betri rekstrarárangur en greiningardeildir bankanna höfðu búist við. Hlutabréfaverð á Íslandi hefur hækkað hratt það sem af er ári. Þrátt fyrir lækkunina í gær er Úrvalsvísitalan 68 prósent hærri en í upphafi árs. Hækkunin í september var mjög mikil og hafa greiningardeildir bankanna búist við leiðréttingu í kjölfarið. Nú stendur Úrvalsvísitalan í 3550 stigum sem er svipað og hún var um miðjan september en fór hæst í 3.947 stig þann 8. október. Frá þeim tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað í níu daga en hækkað tvisvar. Nú hefur úrvalsvísitalan lækkað fimm daga í röð. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ, segir að líta beri á það að Úrvalsvísitalan hafi næstum þrefaldast á þremur árum. "Það kemur miklu frekar á óvart hvað hún var búin að hækka mikið á þessum tíma og langt umfram það sem allar efnahagsstærðir réttlættu. Það er ekkert skrýtið þó eitthvað að því hafi gengið til baka og þó ég vilji ekki gefa út neina spá um þróun vísitölunnar þá gæti hún áfram lækkað hressilega hvort sem það gerist hratt eða á jafnvel á einhverjum árum," segir hann. Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands féll um 4,23 prósent í gær. Daginn áður lækkaði hún um 2,97 prósent. Aldrei áður hefur vísitalan lækkað jafnhratt á tveimur dögum en samanlögð lækkun er 7,08 prósent. Næst mesta lækkun á tveimur dögum er 5,45 prósenta lækkun sem varð fyrstu dagana í maí árið 2001. Samanlagt verðmæti fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölunni við lok viðskipta á föstudag var 1.012 milljarðar en var 940 eftir daginn í gær. Lækkunin er því 72 milljarðar króna. Fyrirtækin fimmtán í Úrvalsvísitölunni lækkuðu öll í gær að undanskildum Opnum kerfum og Össuri. Össur skilaði níu mánaða uppgjöri í gær sem sýndi betri rekstrarárangur en greiningardeildir bankanna höfðu búist við. Hlutabréfaverð á Íslandi hefur hækkað hratt það sem af er ári. Þrátt fyrir lækkunina í gær er Úrvalsvísitalan 68 prósent hærri en í upphafi árs. Hækkunin í september var mjög mikil og hafa greiningardeildir bankanna búist við leiðréttingu í kjölfarið. Nú stendur Úrvalsvísitalan í 3550 stigum sem er svipað og hún var um miðjan september en fór hæst í 3.947 stig þann 8. október. Frá þeim tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað í níu daga en hækkað tvisvar. Nú hefur úrvalsvísitalan lækkað fimm daga í röð. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ, segir að líta beri á það að Úrvalsvísitalan hafi næstum þrefaldast á þremur árum. "Það kemur miklu frekar á óvart hvað hún var búin að hækka mikið á þessum tíma og langt umfram það sem allar efnahagsstærðir réttlættu. Það er ekkert skrýtið þó eitthvað að því hafi gengið til baka og þó ég vilji ekki gefa út neina spá um þróun vísitölunnar þá gæti hún áfram lækkað hressilega hvort sem það gerist hratt eða á jafnvel á einhverjum árum," segir hann.
Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira