Mikilvægustu kosningar sögunnar 2. nóvember 2004 00:01 Mikilvægustu kosningar í bandarískri stjórnmálasögu eru hafnar. Búist er við að metfjöldi kjósenda nýti sér kosningarétt sinn í dag til að segja skoðun sína á því hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Fyrstu kjörstaðir voru reyndar opnaðir á miðnætti í nótt í New Hampshire þar sem hefð er fyrir því ad kjósa strax og kjördagur gengur í garð. Í sex ríkjum var opnað fyrir rúmri klukkstund en víðast hvar annars staðar hér á austurströndinni opna kjörstaðir eftir tæpa klukkustund. Í sex stórum könnunum undanfarna sólarhringa hefur Bush forseti að meðaltali um 48 prósentu fylgi á móti 46 prósentum að meðaltali hjá Kerry. Þessi munur er innan skekkjumarka. Í fjórtán ríkjum er nánast vonlaust ad sjá hvor frambjóðandinn hefur meira fylgi en athygli manna beinist einkum að þremur ríkjum: Ohio, Flórída og Pennsylvaníu. Saman hafa þau 68 kjörmenn. Þeir Bush og Kerry bítast um atkvæði kjósenda þar og voru í gær báðir á ferð í þessum ríkjum. Að auki hefur stórfé verið eytt í sjónvarpsauglýsingar þar undanfarna sólarhringa. Mikil harka er í kosningastjórnum beggja stóru flokkanna og hafa þær farið fyrir dómstóla undanfarinn sólarhring til að krefjast þess að hafa eigin kosningaeftirlitsmenn á kjörstöðum. Þeim er ætlað ad spyrja kjósendur út í skráningu og ganga úr skugga um að allir kjósendur séu rétt skráðir. Þetta hefur aldrei áður verið gert enda er kannað í kjördeildum hvernig skráningu kjósenda er háttað. Talið er að allt að fjórðungur skráðra kjósenda hafi þegar greitt atkvæði í utankjörstaðakosningu en alls er búist við að minnsta kosti 110 milljónum kjósenda, fimm milljónum fleiri en í síðustu kosningum. Bjartsýnustu spár segja meira að segja líkur á 125 milljónum kjósenda en 3/4 hlutar aðspurðra telja þessar kosningar þær mikilvægustu á ævi sinni. Niðurstaðnanna gæti verið langt að bíða og koma þar nokkur atriði til. Í kjölfar klúðursins á Flórída fyrir fjórum árum vilja fjölmiðlar vera afar varkárir með útgönguspár sínar og að lýsa einhvern sigurvegara út frá þeim. Að auki hefur fjöldi utankjörfundaatkvæða áhrif en þau, og óregluleg atkvæði, eru talin síðast og gætu breytt myndinni. Loks stefnir allt í að munurinn verði svo lítill að nánast þurfi að telja síðasta atkvæðisseðilinn með áður en hægt verður að skera úr um hvor frambjóðandinn hefur borið sigur úr bítum. Ingólfur Bjarni mun fylgjast með öllu ferlinu í dag og flytja fréttir af því sem gerist í beinni útsendingu frá Washington í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, í kosningasjónvarpinu klukkan 23 og svo strax í fyrramálið í morgunfréttum Stöðvar 2. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Mikilvægustu kosningar í bandarískri stjórnmálasögu eru hafnar. Búist er við að metfjöldi kjósenda nýti sér kosningarétt sinn í dag til að segja skoðun sína á því hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Fyrstu kjörstaðir voru reyndar opnaðir á miðnætti í nótt í New Hampshire þar sem hefð er fyrir því ad kjósa strax og kjördagur gengur í garð. Í sex ríkjum var opnað fyrir rúmri klukkstund en víðast hvar annars staðar hér á austurströndinni opna kjörstaðir eftir tæpa klukkustund. Í sex stórum könnunum undanfarna sólarhringa hefur Bush forseti að meðaltali um 48 prósentu fylgi á móti 46 prósentum að meðaltali hjá Kerry. Þessi munur er innan skekkjumarka. Í fjórtán ríkjum er nánast vonlaust ad sjá hvor frambjóðandinn hefur meira fylgi en athygli manna beinist einkum að þremur ríkjum: Ohio, Flórída og Pennsylvaníu. Saman hafa þau 68 kjörmenn. Þeir Bush og Kerry bítast um atkvæði kjósenda þar og voru í gær báðir á ferð í þessum ríkjum. Að auki hefur stórfé verið eytt í sjónvarpsauglýsingar þar undanfarna sólarhringa. Mikil harka er í kosningastjórnum beggja stóru flokkanna og hafa þær farið fyrir dómstóla undanfarinn sólarhring til að krefjast þess að hafa eigin kosningaeftirlitsmenn á kjörstöðum. Þeim er ætlað ad spyrja kjósendur út í skráningu og ganga úr skugga um að allir kjósendur séu rétt skráðir. Þetta hefur aldrei áður verið gert enda er kannað í kjördeildum hvernig skráningu kjósenda er háttað. Talið er að allt að fjórðungur skráðra kjósenda hafi þegar greitt atkvæði í utankjörstaðakosningu en alls er búist við að minnsta kosti 110 milljónum kjósenda, fimm milljónum fleiri en í síðustu kosningum. Bjartsýnustu spár segja meira að segja líkur á 125 milljónum kjósenda en 3/4 hlutar aðspurðra telja þessar kosningar þær mikilvægustu á ævi sinni. Niðurstaðnanna gæti verið langt að bíða og koma þar nokkur atriði til. Í kjölfar klúðursins á Flórída fyrir fjórum árum vilja fjölmiðlar vera afar varkárir með útgönguspár sínar og að lýsa einhvern sigurvegara út frá þeim. Að auki hefur fjöldi utankjörfundaatkvæða áhrif en þau, og óregluleg atkvæði, eru talin síðast og gætu breytt myndinni. Loks stefnir allt í að munurinn verði svo lítill að nánast þurfi að telja síðasta atkvæðisseðilinn með áður en hægt verður að skera úr um hvor frambjóðandinn hefur borið sigur úr bítum. Ingólfur Bjarni mun fylgjast með öllu ferlinu í dag og flytja fréttir af því sem gerist í beinni útsendingu frá Washington í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, í kosningasjónvarpinu klukkan 23 og svo strax í fyrramálið í morgunfréttum Stöðvar 2.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira