Viðskipti innlent

Tveir sjóðir sameinast

Gengið hefur verið frá formlegri sameiningu Frjálsa lífeyrissjóðsins og Séreignalífeyrissjóðsins. Við sameininguna fluttust yfir eignir 3.866 sjóðfélaga Séreignalífeyrissjóðsins, sem námu rúmum þremur milljörðum króna. Í tilkynningu kemur fram að sameiningin sé talin vera til hagsbóta fyrir sjóðfélaga vegna þess að áhættudreifing verði meiri. "Heildarstærð sameinaðs sjóðs þann 30. september sl. var rúmir 34 milljarðar og fjöldi sjóðfélaga var 29.751. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er nú 7. stærsti lífeyrissjóður landsins," segir þar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×