Svikamylla í Skagafirði 24. nóvember 2004 00:01 Yfirtaka Kaupfélags Skagfirðinga, Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Sparisjóðs Mýrasýslu á Sparisjóði Hólahrepps á Sauðárkróki átti sér stað á fundi stofnfjáreigenda í Safnahúsinu á Sauðárkróki í gær. Á fundinum var samþykkt stofnfjáraukning úr 22 milljónum króna í 88 milljónir auk þess sem nafni Sparisjóðs Hólahrepps var breytt í Sparisjóð Skagfirðinga og ný stjórn kosin. Í henni sitja: Sigurjón Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri KS, Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK, Magnús Brandsson, sparisjóðsstjóri í Ólafsfirði, Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, og Sverrir Magnússon bóndi sem telst vera fulltrúi minnihlutans. "Athygli vekur að Kaupfélag Skagfirðinga og sparisjóðirnir tveir bjóða fram sameiginlegan lista. Þetta er því samstarf tveggja peningavelda," sagði Valgeir Bjarnason, aðstoðarskólameistari Hólaskóla og fyrrverandi stjórnarmaður, en hann beitti sér gegn yfirtökunni á fundinum. Boðað hafði verið til fundar stofnfjáreigendanna fyrir nokkru en á stjórnarfundi í sparisjóðnum á þriðjudaginn kom skyndilega í ljós að Kaupfélag Skagfirðinga, sem átti 40 prósent stofnfjár en mátti bara fara með 5 prósenta atkvæðisrétt, hafði selt stjórnendum Kaupfélagsins og Fiskiðjunnar og eiginkonum þeirra stærstan hluta síns stofnfjár auk þess sem Sparisjóði Mýrasýslu og Sparisjóði Ólafsfjarðar var seldur 5 prósenta hlutur hvorum. Þetta var gert til að geta nýtt atkvæðisréttinn til hins ítrasta í gær, að mati Valgeirs. "Okkur finnst gerningurinn fullkomnaður með þessu. Það er ákveðin svikamylla í gangi sem við erum ósátt við. Við munum reyna að hnekkja þessu því að við teljum að þetta standist tæplega lög og munum skoða framhaldið með okkar lögmanni. Þetta gengur ekki upp í mínum huga. Í það minnsta er þetta siðferðislega rangt, hvað sem öllum lögum líður," sagði hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Yfirtaka Kaupfélags Skagfirðinga, Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Sparisjóðs Mýrasýslu á Sparisjóði Hólahrepps á Sauðárkróki átti sér stað á fundi stofnfjáreigenda í Safnahúsinu á Sauðárkróki í gær. Á fundinum var samþykkt stofnfjáraukning úr 22 milljónum króna í 88 milljónir auk þess sem nafni Sparisjóðs Hólahrepps var breytt í Sparisjóð Skagfirðinga og ný stjórn kosin. Í henni sitja: Sigurjón Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri KS, Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK, Magnús Brandsson, sparisjóðsstjóri í Ólafsfirði, Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, og Sverrir Magnússon bóndi sem telst vera fulltrúi minnihlutans. "Athygli vekur að Kaupfélag Skagfirðinga og sparisjóðirnir tveir bjóða fram sameiginlegan lista. Þetta er því samstarf tveggja peningavelda," sagði Valgeir Bjarnason, aðstoðarskólameistari Hólaskóla og fyrrverandi stjórnarmaður, en hann beitti sér gegn yfirtökunni á fundinum. Boðað hafði verið til fundar stofnfjáreigendanna fyrir nokkru en á stjórnarfundi í sparisjóðnum á þriðjudaginn kom skyndilega í ljós að Kaupfélag Skagfirðinga, sem átti 40 prósent stofnfjár en mátti bara fara með 5 prósenta atkvæðisrétt, hafði selt stjórnendum Kaupfélagsins og Fiskiðjunnar og eiginkonum þeirra stærstan hluta síns stofnfjár auk þess sem Sparisjóði Mýrasýslu og Sparisjóði Ólafsfjarðar var seldur 5 prósenta hlutur hvorum. Þetta var gert til að geta nýtt atkvæðisréttinn til hins ítrasta í gær, að mati Valgeirs. "Okkur finnst gerningurinn fullkomnaður með þessu. Það er ákveðin svikamylla í gangi sem við erum ósátt við. Við munum reyna að hnekkja þessu því að við teljum að þetta standist tæplega lög og munum skoða framhaldið með okkar lögmanni. Þetta gengur ekki upp í mínum huga. Í það minnsta er þetta siðferðislega rangt, hvað sem öllum lögum líður," sagði hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira