Bergsveinn aðstoðar Viggó 29. nóvember 2004 00:01 Fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, Bergsveinn Bergsveinsson, verður aðstoðarþjálfari Viggós Sigurðssonar með handboltalandsliðinu. Frá þessu var greint í gær en ráðning Bergsveins kemur talsvert á óvart enda hefur Bergsveinn verið lítt áberandi í handboltalífinu síðustu ár. Viggó og Bergsveinn hafa þekkst lengi enda var Viggó fyrsti þjálfari Bergsveins í meistaraflokki en hann þjálfaði hann einnig í 2. flokki og í unglingalandsliðinu. "Nafn Bergsveins kom mjög fljótt upp og hann var minn fyrsti kostur í stöðuna," sagði Viggó Sigurðsson við Fréttablaðið í gær en hann mun láta Bergsvein sjá um markverði liðsins en markvörslu hefur oftar en ekki verið ábótavant hjá landsliðinu á stórmótum. "Ég treysti Bergsveini 100% í þetta starf enda hæfur maður og þar að auki mikill keppnismaður," sagði Viggó. Bergsveinn hefur lítið verið við boltann frá því hann aðstoðaði Einar Gunnar Sigurðsson, fyrrum þjálfara FH, fyrir tveimur árum. Hann játaði í samtali við Fréttablaðið að boð Viggós hefði komið honum á óvart. "Ég get ekki neitað því að ég varð frekar hissa þegar Viggó hringdi í mig. Ég átti alls ekki von á þessu," sagð Bergsveinn. "Engu að síður er ég klár í slaginn og treysti mér fullkomlega til þess að klára þetta verkefni. Ég bý yfir mikilli reynslu enda var ég með landsliðinu í tíu ár og hef farið á mörg stórmót. Ég mun að sjálfsögðu aðstoða Viggó á allan mögulegan hátt og þar að auki mun ég sjá um markverðina - þjálfa þá, horfa á spólur með þeim og sjá til þess að allt sé í lagi hjá þeim." Viggó er ákaflega líflegur þjálfari og hefur gantast með að hann verði að hafa aðstoðarþjálfara í Túnis sem geti róað hann niður þegar mikið liggur við. Bergsvein hlakkar mikið til að vinna með Viggó. "Ég kvíði engu í okkar samstarfi. Ég hlakka bara til og þetta verður örugglega gaman. Viggó er maður að mínu skapi, hreinn og beinn í samskiptum. Það er jákvætt því þá veit maður hvar maður hefur viðkomandi aðila," sagði Bergsveinn Bergsveinsson aðstoðarlandsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, Bergsveinn Bergsveinsson, verður aðstoðarþjálfari Viggós Sigurðssonar með handboltalandsliðinu. Frá þessu var greint í gær en ráðning Bergsveins kemur talsvert á óvart enda hefur Bergsveinn verið lítt áberandi í handboltalífinu síðustu ár. Viggó og Bergsveinn hafa þekkst lengi enda var Viggó fyrsti þjálfari Bergsveins í meistaraflokki en hann þjálfaði hann einnig í 2. flokki og í unglingalandsliðinu. "Nafn Bergsveins kom mjög fljótt upp og hann var minn fyrsti kostur í stöðuna," sagði Viggó Sigurðsson við Fréttablaðið í gær en hann mun láta Bergsvein sjá um markverði liðsins en markvörslu hefur oftar en ekki verið ábótavant hjá landsliðinu á stórmótum. "Ég treysti Bergsveini 100% í þetta starf enda hæfur maður og þar að auki mikill keppnismaður," sagði Viggó. Bergsveinn hefur lítið verið við boltann frá því hann aðstoðaði Einar Gunnar Sigurðsson, fyrrum þjálfara FH, fyrir tveimur árum. Hann játaði í samtali við Fréttablaðið að boð Viggós hefði komið honum á óvart. "Ég get ekki neitað því að ég varð frekar hissa þegar Viggó hringdi í mig. Ég átti alls ekki von á þessu," sagð Bergsveinn. "Engu að síður er ég klár í slaginn og treysti mér fullkomlega til þess að klára þetta verkefni. Ég bý yfir mikilli reynslu enda var ég með landsliðinu í tíu ár og hef farið á mörg stórmót. Ég mun að sjálfsögðu aðstoða Viggó á allan mögulegan hátt og þar að auki mun ég sjá um markverðina - þjálfa þá, horfa á spólur með þeim og sjá til þess að allt sé í lagi hjá þeim." Viggó er ákaflega líflegur þjálfari og hefur gantast með að hann verði að hafa aðstoðarþjálfara í Túnis sem geti róað hann niður þegar mikið liggur við. Bergsvein hlakkar mikið til að vinna með Viggó. "Ég kvíði engu í okkar samstarfi. Ég hlakka bara til og þetta verður örugglega gaman. Viggó er maður að mínu skapi, hreinn og beinn í samskiptum. Það er jákvætt því þá veit maður hvar maður hefur viðkomandi aðila," sagði Bergsveinn Bergsveinsson aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira