Nýtt boð styrkir stöðu Íslandsbank 30. nóvember 2004 00:01 Íslandsbanki hefur hækkað boð sitt til hluthafa Bolig og Næringsbankans í Noregi. Íslandsbanki bauð upprunalega 320 krónur á hlut í bankanum, en hækkaði í gær boð sitt í 340 krónur á hlut. Með hærra boði tryggði Íslandsbanki sér stuðning 14 prósent hlutahafa í viðbót við þau 46 prósent sem þegar höfðu samþykkt. Bankann vantar því aðeins sjö prósent í viðbót til þess að tryggja sér eignarhlut sem norska fjármálaeftirlitið krefst svo Íslandsbanki megi slá eign sinni á bankann. Sterkar líkur voru á því fyrir hækkað boð að Íslandsbanka tækist að yfirtaka bankann, en eftir hækkunina verða líkurnar að teljast yfirgnæfandi. "Það var mat okkar að það þyrfti að hækka boðið til þess að ná nauðsynlegu magni bréfa. Jafnframt höfum við verið í sambandi við ráðgjafa stjórnenda og stjórnar bankans og erum sannfærð um að þetta sé það sem til þurfti." Stjórn BN bankans sagði fyrra tilboð Íslandsbanka lágt og haft er eftir fulltrúum stjórnarinnar nú að stjórnin muni skoða hækkað tilboð Íslandsbanka. Stjórn bankans var á Íslandi í gær að kynna sér Íslandsbanka og hitta starfsmenn bankans. BNbank er fjórði stærsti banki Noregs og verði af yfirtöku eftir hækkun tilboðs mun Íslandsbanki greiða 3,3 milljarða norskra króna fyrir bankann eða 35 milljarða íslenskra króna. Greiningardeild KB banka undrast verðhækkun Íslandsbanka og segir bankann hafa verið kominn í þá stöðu að erfitt hafi verið fyrir aðra að keppa við hann um BNbank, að minnsta kosti fyrir ásættalegt verð. Aðrir hafa bent á að fyrir Íslandsbanka liggi að vinna á norskum markaði eftir yfirtökuna og of harkaleg framganga geti kallað á andstöðu sem ekki þjóni langtímahagsmunum bankans. Með tilboðinu hafi stórir fagfjárfestar veitt samþykki sitt og þar með sé mótstaðan brostin. Lægra tilboð hefði getað dregið yfirtöku á langinn. Hækkun hafi því verið rökrétt. Yfirtökutilboð Íslandsbanka stendur frá 1. til 17. desember. Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Íslandsbanki hefur hækkað boð sitt til hluthafa Bolig og Næringsbankans í Noregi. Íslandsbanki bauð upprunalega 320 krónur á hlut í bankanum, en hækkaði í gær boð sitt í 340 krónur á hlut. Með hærra boði tryggði Íslandsbanki sér stuðning 14 prósent hlutahafa í viðbót við þau 46 prósent sem þegar höfðu samþykkt. Bankann vantar því aðeins sjö prósent í viðbót til þess að tryggja sér eignarhlut sem norska fjármálaeftirlitið krefst svo Íslandsbanki megi slá eign sinni á bankann. Sterkar líkur voru á því fyrir hækkað boð að Íslandsbanka tækist að yfirtaka bankann, en eftir hækkunina verða líkurnar að teljast yfirgnæfandi. "Það var mat okkar að það þyrfti að hækka boðið til þess að ná nauðsynlegu magni bréfa. Jafnframt höfum við verið í sambandi við ráðgjafa stjórnenda og stjórnar bankans og erum sannfærð um að þetta sé það sem til þurfti." Stjórn BN bankans sagði fyrra tilboð Íslandsbanka lágt og haft er eftir fulltrúum stjórnarinnar nú að stjórnin muni skoða hækkað tilboð Íslandsbanka. Stjórn bankans var á Íslandi í gær að kynna sér Íslandsbanka og hitta starfsmenn bankans. BNbank er fjórði stærsti banki Noregs og verði af yfirtöku eftir hækkun tilboðs mun Íslandsbanki greiða 3,3 milljarða norskra króna fyrir bankann eða 35 milljarða íslenskra króna. Greiningardeild KB banka undrast verðhækkun Íslandsbanka og segir bankann hafa verið kominn í þá stöðu að erfitt hafi verið fyrir aðra að keppa við hann um BNbank, að minnsta kosti fyrir ásættalegt verð. Aðrir hafa bent á að fyrir Íslandsbanka liggi að vinna á norskum markaði eftir yfirtökuna og of harkaleg framganga geti kallað á andstöðu sem ekki þjóni langtímahagsmunum bankans. Með tilboðinu hafi stórir fagfjárfestar veitt samþykki sitt og þar með sé mótstaðan brostin. Lægra tilboð hefði getað dregið yfirtöku á langinn. Hækkun hafi því verið rökrétt. Yfirtökutilboð Íslandsbanka stendur frá 1. til 17. desember.
Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira