Bankarnir neita samráði 1. desember 2004 00:01 Bankarnir eru í hatrammri samkeppni og ræða aldrei nokkurn tíman verð til viðskiptavina á sameiginlegum fundum sínum, fullyrðir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og býðst til að sýna fundargerðir því til sönnunar. Bankastjórar fjögurra banka sitja saman í stjórn samtakanna. Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá og sendu tillögurnar í bréfi til félagsmálaráðherra í fyrrahaust sem var þá að útfæra ný húsnæðislán. Þetta var allt gert undir hatti Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja þar sem fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitja saman í stjórn. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi það óeðlilegt og bætti svo við: „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja, bendir á að félagsmálaráðherra hafi beðið um þetta álit og því fullkomlega eðlilegt að svara. Hann segir ekkert leyndarmál hvað fari fram á stjórnarfundum samtakanna og sýnir fundargerðir því til sönnunar. Guðjón segir að meðal þess sem rætt sé á fundunum séu öryggismál, forvarnir gegn bankaránum, eiginfjárreglur fjármálafyrirtækja, reikningsskilareglur og s.frv, og segir slíkan samstarfsvettvang nauðsynlegan. Spurður hvort ekki séu rædd verð til viðskiptavina á fundunum segir Guðjón það aldrei nokkurn tíman vera gert. Það liggi í hlutarins eðli að slíkt sé harðbannað samkvæmt samkeppnislögum, auk þess sem aðilar að samtökunum séu í hatrammri baráttu sín á milli og hafi því ekki minnsta áhuga á að ræða slík mál. Guðjóni finnst miður að þessu tvennu sé bendlað saman. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Bankarnir eru í hatrammri samkeppni og ræða aldrei nokkurn tíman verð til viðskiptavina á sameiginlegum fundum sínum, fullyrðir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og býðst til að sýna fundargerðir því til sönnunar. Bankastjórar fjögurra banka sitja saman í stjórn samtakanna. Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá og sendu tillögurnar í bréfi til félagsmálaráðherra í fyrrahaust sem var þá að útfæra ný húsnæðislán. Þetta var allt gert undir hatti Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja þar sem fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitja saman í stjórn. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi það óeðlilegt og bætti svo við: „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja, bendir á að félagsmálaráðherra hafi beðið um þetta álit og því fullkomlega eðlilegt að svara. Hann segir ekkert leyndarmál hvað fari fram á stjórnarfundum samtakanna og sýnir fundargerðir því til sönnunar. Guðjón segir að meðal þess sem rætt sé á fundunum séu öryggismál, forvarnir gegn bankaránum, eiginfjárreglur fjármálafyrirtækja, reikningsskilareglur og s.frv, og segir slíkan samstarfsvettvang nauðsynlegan. Spurður hvort ekki séu rædd verð til viðskiptavina á fundunum segir Guðjón það aldrei nokkurn tíman vera gert. Það liggi í hlutarins eðli að slíkt sé harðbannað samkvæmt samkeppnislögum, auk þess sem aðilar að samtökunum séu í hatrammri baráttu sín á milli og hafi því ekki minnsta áhuga á að ræða slík mál. Guðjóni finnst miður að þessu tvennu sé bendlað saman.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira