Selja aðgang að sjúkrasögum 2. desember 2004 00:01 Líftæknifyrirtækin Urður, Verðandi, Skuld (UVS) og ACLARA BioSciences tilkynntu um samstarf í gær um rannsóknir á erfðaefni í krabbameinsæxlum. Ekki fékkst gefið upp hvað ACLARA mun borga UVS fyrir að nota blóð- og æxlissýni auk þess sem ACLARA mun fá aðgang að sjúkrasögu þeirra íslensku krabbameinssjúklinga sem tekið hafa þátt í íslenska krabbameinsverkefninu sem UVS hefur staðið fyrir. ACLARA mun einnig deila með UVS niðurstöðum rannsóknarinnar, sem mun bætast við gagnagrunn þeirra. Þórunn Rafnar, hjá UVS, segir að þetta sé afmarkað verkefni en möguleiki verði á framhaldi. Rannsakað verður af hverju sumir krabbameinssjúklingar bregðast við lyfjum og sumir ekki. Sérstaklega er það þekkt meðal þeirra sem hafa brjósta- eða lungnakrabbamein að sjúklingar bregðist við sumum lyfjum en ekki öðrum. Þórunn segir það mikilvægt að geta valið rétt lyf, svo ekki sé verið að gefa lyf að óþörfu. Þórunn segir að ACLARA hafi ákveðið að hefja samstarf við UVS vegna þess sýnasafns og gagnagrunns sem þau eiga. UVS hafi tekið þátt í viðamiklum krabbameinsrannsóknum og eigi því nauðsynlegan en sjaldgjæfan efnivið sem er nauðsynlegur fyrir slíkar rannsóknir. "Það er sjaldgæft að til eru áreiðanlegar klínískar upplýsingar," segir Þórunn. "Það er erfitt hjá stærri þjóðum að halda utan um þær, því það er mikil hreyfing á fólki og það týnist úr meðferðum. Hér er afmarkaður hópur af læknum sem meðhöndla krabbameinssjúka og því er hægt að fylgja sjúklingum betur eftir og athuga hvort krabbamein komi upp aftur." Líftæknifyrirtækið ACLARA starfar í Kaliforníu og sérhæfir sig í því að einstaklingsbundin lyf verði að raunveruleika. Til þess notar fyrirtækið eTag™, tækni sem mælir stöðug prótein í lífvefjum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Líftæknifyrirtækin Urður, Verðandi, Skuld (UVS) og ACLARA BioSciences tilkynntu um samstarf í gær um rannsóknir á erfðaefni í krabbameinsæxlum. Ekki fékkst gefið upp hvað ACLARA mun borga UVS fyrir að nota blóð- og æxlissýni auk þess sem ACLARA mun fá aðgang að sjúkrasögu þeirra íslensku krabbameinssjúklinga sem tekið hafa þátt í íslenska krabbameinsverkefninu sem UVS hefur staðið fyrir. ACLARA mun einnig deila með UVS niðurstöðum rannsóknarinnar, sem mun bætast við gagnagrunn þeirra. Þórunn Rafnar, hjá UVS, segir að þetta sé afmarkað verkefni en möguleiki verði á framhaldi. Rannsakað verður af hverju sumir krabbameinssjúklingar bregðast við lyfjum og sumir ekki. Sérstaklega er það þekkt meðal þeirra sem hafa brjósta- eða lungnakrabbamein að sjúklingar bregðist við sumum lyfjum en ekki öðrum. Þórunn segir það mikilvægt að geta valið rétt lyf, svo ekki sé verið að gefa lyf að óþörfu. Þórunn segir að ACLARA hafi ákveðið að hefja samstarf við UVS vegna þess sýnasafns og gagnagrunns sem þau eiga. UVS hafi tekið þátt í viðamiklum krabbameinsrannsóknum og eigi því nauðsynlegan en sjaldgjæfan efnivið sem er nauðsynlegur fyrir slíkar rannsóknir. "Það er sjaldgæft að til eru áreiðanlegar klínískar upplýsingar," segir Þórunn. "Það er erfitt hjá stærri þjóðum að halda utan um þær, því það er mikil hreyfing á fólki og það týnist úr meðferðum. Hér er afmarkaður hópur af læknum sem meðhöndla krabbameinssjúka og því er hægt að fylgja sjúklingum betur eftir og athuga hvort krabbamein komi upp aftur." Líftæknifyrirtækið ACLARA starfar í Kaliforníu og sérhæfir sig í því að einstaklingsbundin lyf verði að raunveruleika. Til þess notar fyrirtækið eTag™, tækni sem mælir stöðug prótein í lífvefjum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira