Með seðlaprentsmiðju í kjallaranum 3. desember 2004 00:01 Íslenskir bankar hafa tekið þyngdaraflið úr sambandi og stefna beint til himins. Þetta hafa danskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum sem þekkja vel til íslensks viðskiptalífs og þeir segja ennfremur að miðað við vöxt þeirra mætti halda að bankarnir væru með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Jón Ásgeir Jóhannesson tekur sæti stjórnarformanns hinnar 136 ára gömlu verslunarkeðju Magasín du Nord í dag. Hvort sem það er vegna þeirra tímamóta eða einhvers annars, þá hafa danskir fjölmiðlar farið mikinn í gær og í dag um umsvif og útrás íslenskra kaupsýslumanna og fjármálafyrirtækja í Evrópu á síðustu misserum. Og það er óhætt að segja að þeir vari sterklega við íslensku útrásinni. Fjölmiðlarnir vitna mjög í viðvaranir íslenska Fjármálaeftirlitsins í nýrri ársskýrslu þess. Eitt af því sem helst er varað við eru gagnkvæm innbyrðis eignatengsl stærstu fjárfestanna og þvers og kruss tengsl þeirra við viðskiptabankana. Danskir fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af þessum eignatengslum og við skulum skoða hvernig bankarnir þrír og helstu fjárfestar landsins tengjast í stórum dráttum. Danskir fjölmiðlar kalla þessi flóknu eignatengsl köngulóarvef og í miðju vefjarins er KB banki. Við skulum fyrst skoða litla hringrás sem tengist KB banka og Bakkabræðrunum Lýð og Ágústi Guðmundssonum. Þeir eiga Meið sem á 16% í KB banka, en KB banki á svo 19% í Meiði. Bæði Meiður og KB banki eiga síðan í Bakkavör. Þá höldum við til Danmerkur. Þar er fyrst að telja að KB banki á 100% í FIH bankanum. KB banki á 22% í Baugi, sem á 42% í Magasín du Nord. Aðrir eigendur Magasíns eru Birgir Bielvedt og Straumur. Birgir fékk hins vegar allt sitt lánað í Straumi sem þar með hefur lagt til 58% kaupverðsins í Magasín. Og þá förum við að tengja inn hina bankana. Landsbankinn á 14% í Straumi en bankinn er að 44% í eigu Björgólfsfeðga sem lagt hafa net sín víða um Evrópu. Straumur á svo 17% hlut í Íslandsbanka og að endingu má ekki gleyma því að miklar bollaleggingar hafa verið að undanförnu í íslensku viðskiptalífi um eignatengsl á milli Landsbanka og Íslandsbanka. Þetta er vel að merkja aðeins brot af þeim köngulóarvef sem danskir fjölmiðlar hafa dregið upp af íslensku fjármálalífi í þessari viku. Einn heimildamaður Berlingske tidende segir í blaðinu í dag að það sé erfitt að átta sig á því hvað sé á seyði. Svo virðist sem íslenskir bankar hafi tekið þyngdarlögmálið úr sambandi og stefni rakleiðis til himins. Hann segir gengi Kaupþings hafa hækkað um 100% á þessu ári og það sé svipað og að vera með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Danskir fjölmiðlar benda á að svona köngulóarvefur sé afar áhættusamt fyrirkomulag þar sem gjaldþrot eins fyrirtækis geti komið af stað dómínóáhrifum sem endi með fjöldagjaldþroti. Þeir segja svona gagnkvæm eignatengsl hafa verið bönnuð í Danmörku síðan árið 1922 og að þau séu reyndar bönnuð í flestum löndum hins vestræna heims, nema Þýskalandi og Japan, og að þar valdi þau ítrekað áhyggjum manna. Slíkar áhyggjur geri nú vart við sig í auknum mæli hjá íslenska fjármálaeftirlitinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Íslenskir bankar hafa tekið þyngdaraflið úr sambandi og stefna beint til himins. Þetta hafa danskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum sem þekkja vel til íslensks viðskiptalífs og þeir segja ennfremur að miðað við vöxt þeirra mætti halda að bankarnir væru með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Jón Ásgeir Jóhannesson tekur sæti stjórnarformanns hinnar 136 ára gömlu verslunarkeðju Magasín du Nord í dag. Hvort sem það er vegna þeirra tímamóta eða einhvers annars, þá hafa danskir fjölmiðlar farið mikinn í gær og í dag um umsvif og útrás íslenskra kaupsýslumanna og fjármálafyrirtækja í Evrópu á síðustu misserum. Og það er óhætt að segja að þeir vari sterklega við íslensku útrásinni. Fjölmiðlarnir vitna mjög í viðvaranir íslenska Fjármálaeftirlitsins í nýrri ársskýrslu þess. Eitt af því sem helst er varað við eru gagnkvæm innbyrðis eignatengsl stærstu fjárfestanna og þvers og kruss tengsl þeirra við viðskiptabankana. Danskir fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af þessum eignatengslum og við skulum skoða hvernig bankarnir þrír og helstu fjárfestar landsins tengjast í stórum dráttum. Danskir fjölmiðlar kalla þessi flóknu eignatengsl köngulóarvef og í miðju vefjarins er KB banki. Við skulum fyrst skoða litla hringrás sem tengist KB banka og Bakkabræðrunum Lýð og Ágústi Guðmundssonum. Þeir eiga Meið sem á 16% í KB banka, en KB banki á svo 19% í Meiði. Bæði Meiður og KB banki eiga síðan í Bakkavör. Þá höldum við til Danmerkur. Þar er fyrst að telja að KB banki á 100% í FIH bankanum. KB banki á 22% í Baugi, sem á 42% í Magasín du Nord. Aðrir eigendur Magasíns eru Birgir Bielvedt og Straumur. Birgir fékk hins vegar allt sitt lánað í Straumi sem þar með hefur lagt til 58% kaupverðsins í Magasín. Og þá förum við að tengja inn hina bankana. Landsbankinn á 14% í Straumi en bankinn er að 44% í eigu Björgólfsfeðga sem lagt hafa net sín víða um Evrópu. Straumur á svo 17% hlut í Íslandsbanka og að endingu má ekki gleyma því að miklar bollaleggingar hafa verið að undanförnu í íslensku viðskiptalífi um eignatengsl á milli Landsbanka og Íslandsbanka. Þetta er vel að merkja aðeins brot af þeim köngulóarvef sem danskir fjölmiðlar hafa dregið upp af íslensku fjármálalífi í þessari viku. Einn heimildamaður Berlingske tidende segir í blaðinu í dag að það sé erfitt að átta sig á því hvað sé á seyði. Svo virðist sem íslenskir bankar hafi tekið þyngdarlögmálið úr sambandi og stefni rakleiðis til himins. Hann segir gengi Kaupþings hafa hækkað um 100% á þessu ári og það sé svipað og að vera með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Danskir fjölmiðlar benda á að svona köngulóarvefur sé afar áhættusamt fyrirkomulag þar sem gjaldþrot eins fyrirtækis geti komið af stað dómínóáhrifum sem endi með fjöldagjaldþroti. Þeir segja svona gagnkvæm eignatengsl hafa verið bönnuð í Danmörku síðan árið 1922 og að þau séu reyndar bönnuð í flestum löndum hins vestræna heims, nema Þýskalandi og Japan, og að þar valdi þau ítrekað áhyggjum manna. Slíkar áhyggjur geri nú vart við sig í auknum mæli hjá íslenska fjármálaeftirlitinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira