Samstarf um íbúðarlán 5. desember 2004 00:01 Íbúðalánasjóður og sparisjóðirnir hafa tekið upp samstarf um fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Talsmaður Íbúðalánasjóðs segir öðrum bönkum velkomið að taka þátt í samstarfinu. Sparisjóðsstjóri SPRON telur litla áhættu fólgna í lánveitingunum fyrir sparisjóðina. Frá og með deginum í dag bjóða sparisjóðirnir og Íbúðalánasjóður öllum húsnæðiskaupendum lán sem geta numið allt að 90 prósentum af markaðsvirði eigna til allt að fjörtíu ára á föstum 4,15 prósenta vöxtum. Þar af lánar Íbúðalánasjóður samkvæmt reglum sínum um hámarkslán gegn fyrsta veðrétti en sparisjóðirnir munu lána það sem upp á vantar gegn öðrum veðrétti. Samanlögð fjárhæð láns getur numið allt að 25 milljónum króna og er hvorki gerð krafa um að kaupendur séu í viðskiptum við sparisjóðina né um sérstakt gjald séu lánin greidd upp áður en lánstíma lýkur. Viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs gefst nú einnig kostur á að vinna greiðslumat og sækja um lán á vefsíðu sjóðsins. Sparisjóðirnir veita þeim viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs sem þess óska aðstoð við vinnslu matsins. Á síðunni er hægt að bera saman þá lánamöguleika sem eru í boði til íbúðakaupa hérlendis. Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að fyrst að samningum lánastofnana við Íbúðalánasjóð um greiðslumat hafi verið sagt upp þegar bankarnir komu inn á þennan markað hafi verið nauðsynlegt að gera samning á borð við þennan. Öðrum bönkum er velkomið að taka þátt í samstarfinu svo fremi sem þeir gangist undir þau skilyrði að lán Íbúðalánasjóðs verði kynnt samhliða lánum hvers banka og að bankarnir séu reiðubúnir að lána á öðrum veðrétti. "Við ákváðum að þróa þetta samstarf með sparisjóðunum en síðan stendur þetta öðrum bönkum til boða. Það er búið að kynna einhverjum bankastjórum þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, telur að með samstarfinu sé sparisjóðunum betur kleift að vinna áfram á þessum markaði. Aðspurður telur hann áhættu sjóðanna af því að veita lán á þessum kjörum litla. "Við höfum verið að veita allt upp í 100 prósenta lán en Íbúðalánasjóður veitir allt að 90 prósent af þessum lánum. Það er því ekki verið að taka neina áhættu hér umfram þá sem þegar er fyrir hendi." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Íbúðalánasjóður og sparisjóðirnir hafa tekið upp samstarf um fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Talsmaður Íbúðalánasjóðs segir öðrum bönkum velkomið að taka þátt í samstarfinu. Sparisjóðsstjóri SPRON telur litla áhættu fólgna í lánveitingunum fyrir sparisjóðina. Frá og með deginum í dag bjóða sparisjóðirnir og Íbúðalánasjóður öllum húsnæðiskaupendum lán sem geta numið allt að 90 prósentum af markaðsvirði eigna til allt að fjörtíu ára á föstum 4,15 prósenta vöxtum. Þar af lánar Íbúðalánasjóður samkvæmt reglum sínum um hámarkslán gegn fyrsta veðrétti en sparisjóðirnir munu lána það sem upp á vantar gegn öðrum veðrétti. Samanlögð fjárhæð láns getur numið allt að 25 milljónum króna og er hvorki gerð krafa um að kaupendur séu í viðskiptum við sparisjóðina né um sérstakt gjald séu lánin greidd upp áður en lánstíma lýkur. Viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs gefst nú einnig kostur á að vinna greiðslumat og sækja um lán á vefsíðu sjóðsins. Sparisjóðirnir veita þeim viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs sem þess óska aðstoð við vinnslu matsins. Á síðunni er hægt að bera saman þá lánamöguleika sem eru í boði til íbúðakaupa hérlendis. Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að fyrst að samningum lánastofnana við Íbúðalánasjóð um greiðslumat hafi verið sagt upp þegar bankarnir komu inn á þennan markað hafi verið nauðsynlegt að gera samning á borð við þennan. Öðrum bönkum er velkomið að taka þátt í samstarfinu svo fremi sem þeir gangist undir þau skilyrði að lán Íbúðalánasjóðs verði kynnt samhliða lánum hvers banka og að bankarnir séu reiðubúnir að lána á öðrum veðrétti. "Við ákváðum að þróa þetta samstarf með sparisjóðunum en síðan stendur þetta öðrum bönkum til boða. Það er búið að kynna einhverjum bankastjórum þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, telur að með samstarfinu sé sparisjóðunum betur kleift að vinna áfram á þessum markaði. Aðspurður telur hann áhættu sjóðanna af því að veita lán á þessum kjörum litla. "Við höfum verið að veita allt upp í 100 prósenta lán en Íbúðalánasjóður veitir allt að 90 prósent af þessum lánum. Það er því ekki verið að taka neina áhættu hér umfram þá sem þegar er fyrir hendi."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun