Bakvinnslusvið KB banka hefur starfsemi á Akureyri 6. desember 2004 00:01 KB banki hefur tekið í notkun nýja deild á Akureyri og er hún hluti af bakvinnslusviði bankans. Nú þegar hafa átta nýir starfsmenn tekið til starfa við deildina og munu þeir annast ýmis bakvinnslustörf fyrir höfuðstöðvar bankans og útibú hans. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í allt að 15 manns á árinu 2005. Það kom í hlut Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri, að klippa á borða og opna bakvinnsludeildina formlega og lýsti hann yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun að opna þessa nýju deild á Akureyri. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði samkomuna og sagðist taka ofan fyrir KB banka vegna þessa atburðar. Liður í að efla Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið KB banki er stærsti banki landsins og hefur umfang starfseminnar aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Bankinn rekur nú 36 útibú og afgreiðslustöðvar hér á landi en er auk þess með öfluga og sívaxandi starfsemi erlendis. Við vígsluathöfnina sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, að það væri KB banka mikið ánægjuefni að gangsetja þessa vinnslu á Akureyri. "KB banki er öflugur þátttakandi í sókn fyrirtækja á erlendan markað, en bankinn er ekki síður áhugasamur um verkefni sín innanlands. Við erum stærsti banki landsins en eigum samt talsvert í land með að ná mestu markaðshlutdeild í viðskiptum við einstaklinga. Þess vegna erum við í öflugri "útrás" hér á íslensku vígstöðvunum ekki síður en á alþjóðavettvangi og hluti af henni er að gera "innrás" út á landsbyggðina."Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, klippti á borða er bakvinnsludeildin á Akureyri var formlega opnuð og naut við það aðstoðar Hilmars Ágústssonar, útibússtjóra á Akureyri, og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
KB banki hefur tekið í notkun nýja deild á Akureyri og er hún hluti af bakvinnslusviði bankans. Nú þegar hafa átta nýir starfsmenn tekið til starfa við deildina og munu þeir annast ýmis bakvinnslustörf fyrir höfuðstöðvar bankans og útibú hans. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í allt að 15 manns á árinu 2005. Það kom í hlut Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri, að klippa á borða og opna bakvinnsludeildina formlega og lýsti hann yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun að opna þessa nýju deild á Akureyri. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði samkomuna og sagðist taka ofan fyrir KB banka vegna þessa atburðar. Liður í að efla Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið KB banki er stærsti banki landsins og hefur umfang starfseminnar aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Bankinn rekur nú 36 útibú og afgreiðslustöðvar hér á landi en er auk þess með öfluga og sívaxandi starfsemi erlendis. Við vígsluathöfnina sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, að það væri KB banka mikið ánægjuefni að gangsetja þessa vinnslu á Akureyri. "KB banki er öflugur þátttakandi í sókn fyrirtækja á erlendan markað, en bankinn er ekki síður áhugasamur um verkefni sín innanlands. Við erum stærsti banki landsins en eigum samt talsvert í land með að ná mestu markaðshlutdeild í viðskiptum við einstaklinga. Þess vegna erum við í öflugri "útrás" hér á íslensku vígstöðvunum ekki síður en á alþjóðavettvangi og hluti af henni er að gera "innrás" út á landsbyggðina."Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, klippti á borða er bakvinnsludeildin á Akureyri var formlega opnuð og naut við það aðstoðar Hilmars Ágústssonar, útibússtjóra á Akureyri, og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira