Gengi krónunnar hækkaði um 1,77% 7. desember 2004 00:01 Gengi krónunnar hækkaði um 1,77 prósent í dag. Staða krónunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið hærra síðan í nóvember árið 1992 og segja sérfræðingar greiningardeilda bankanna gengið skuggalega hátt. Það er ekki síst vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir sem valdið hafa því að gjaldeyrir hefur flætt inn í landið og gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur hækkað. Hækkunin frá því að vaxtahækkunin var kynnt á föstudag nemur 4,7 prósentum. Spurður hverjar afleiðingarnar séu segir Ingólfur Bender hjá greiningardeild Íslandsbanka þetta munu hafa víðtæk áhrif hér á landi. Verð á innfluttum vörum mun lækka og viðskiptahallinn þar með aukast sem og einkaneysla. Á móti er þetta til þess fallið að lækka verðbólguna á næstunni, jafnvel niður fyrir 2 prósent innan tólf mánaða sem er veruleg breyting. Neikvæðu afleiðingarnar eru þær að þetta veikir stöðu útflutningsatvinnuveganna og þeirra innlendu fyrirtækja sem eru helst í samkeppni við erlenda aðila. „Ef ástandið heldur svona áfram getur þetta valdið því að einhver þessara fyrirtæki sjái sér hag í því að a.m.k. að byggja upp erlendis, jafnvel að færa hluta starfsemi sinnar út,“ segir Ingólfur. Á erlendum gjaldeyrismörkuðum hefur frjálst fall dollarsins haldið áfram og hann er nú í sögulegu lágmarki miðað við evruna. Á evrusvæðinu er málum nú svo komið að hjá evrópska seðlabankanum telja menn nauðsynlegt að grípa til aðgerða og reyna að styrkja dollarann, en styrking evrunnar kemur sér illa fyrir efnahagslíf á svæðinu þar sem dregið hefur mjög úr útflutningi evrulandanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Gengi krónunnar hækkaði um 1,77 prósent í dag. Staða krónunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið hærra síðan í nóvember árið 1992 og segja sérfræðingar greiningardeilda bankanna gengið skuggalega hátt. Það er ekki síst vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir sem valdið hafa því að gjaldeyrir hefur flætt inn í landið og gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur hækkað. Hækkunin frá því að vaxtahækkunin var kynnt á föstudag nemur 4,7 prósentum. Spurður hverjar afleiðingarnar séu segir Ingólfur Bender hjá greiningardeild Íslandsbanka þetta munu hafa víðtæk áhrif hér á landi. Verð á innfluttum vörum mun lækka og viðskiptahallinn þar með aukast sem og einkaneysla. Á móti er þetta til þess fallið að lækka verðbólguna á næstunni, jafnvel niður fyrir 2 prósent innan tólf mánaða sem er veruleg breyting. Neikvæðu afleiðingarnar eru þær að þetta veikir stöðu útflutningsatvinnuveganna og þeirra innlendu fyrirtækja sem eru helst í samkeppni við erlenda aðila. „Ef ástandið heldur svona áfram getur þetta valdið því að einhver þessara fyrirtæki sjái sér hag í því að a.m.k. að byggja upp erlendis, jafnvel að færa hluta starfsemi sinnar út,“ segir Ingólfur. Á erlendum gjaldeyrismörkuðum hefur frjálst fall dollarsins haldið áfram og hann er nú í sögulegu lágmarki miðað við evruna. Á evrusvæðinu er málum nú svo komið að hjá evrópska seðlabankanum telja menn nauðsynlegt að grípa til aðgerða og reyna að styrkja dollarann, en styrking evrunnar kemur sér illa fyrir efnahagslíf á svæðinu þar sem dregið hefur mjög úr útflutningi evrulandanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira