Gengi krónunnar hækkaði um 1,77% 7. desember 2004 00:01 Gengi krónunnar hækkaði um 1,77 prósent í dag. Staða krónunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið hærra síðan í nóvember árið 1992 og segja sérfræðingar greiningardeilda bankanna gengið skuggalega hátt. Það er ekki síst vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir sem valdið hafa því að gjaldeyrir hefur flætt inn í landið og gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur hækkað. Hækkunin frá því að vaxtahækkunin var kynnt á föstudag nemur 4,7 prósentum. Spurður hverjar afleiðingarnar séu segir Ingólfur Bender hjá greiningardeild Íslandsbanka þetta munu hafa víðtæk áhrif hér á landi. Verð á innfluttum vörum mun lækka og viðskiptahallinn þar með aukast sem og einkaneysla. Á móti er þetta til þess fallið að lækka verðbólguna á næstunni, jafnvel niður fyrir 2 prósent innan tólf mánaða sem er veruleg breyting. Neikvæðu afleiðingarnar eru þær að þetta veikir stöðu útflutningsatvinnuveganna og þeirra innlendu fyrirtækja sem eru helst í samkeppni við erlenda aðila. „Ef ástandið heldur svona áfram getur þetta valdið því að einhver þessara fyrirtæki sjái sér hag í því að a.m.k. að byggja upp erlendis, jafnvel að færa hluta starfsemi sinnar út,“ segir Ingólfur. Á erlendum gjaldeyrismörkuðum hefur frjálst fall dollarsins haldið áfram og hann er nú í sögulegu lágmarki miðað við evruna. Á evrusvæðinu er málum nú svo komið að hjá evrópska seðlabankanum telja menn nauðsynlegt að grípa til aðgerða og reyna að styrkja dollarann, en styrking evrunnar kemur sér illa fyrir efnahagslíf á svæðinu þar sem dregið hefur mjög úr útflutningi evrulandanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Gengi krónunnar hækkaði um 1,77 prósent í dag. Staða krónunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið hærra síðan í nóvember árið 1992 og segja sérfræðingar greiningardeilda bankanna gengið skuggalega hátt. Það er ekki síst vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir sem valdið hafa því að gjaldeyrir hefur flætt inn í landið og gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur hækkað. Hækkunin frá því að vaxtahækkunin var kynnt á föstudag nemur 4,7 prósentum. Spurður hverjar afleiðingarnar séu segir Ingólfur Bender hjá greiningardeild Íslandsbanka þetta munu hafa víðtæk áhrif hér á landi. Verð á innfluttum vörum mun lækka og viðskiptahallinn þar með aukast sem og einkaneysla. Á móti er þetta til þess fallið að lækka verðbólguna á næstunni, jafnvel niður fyrir 2 prósent innan tólf mánaða sem er veruleg breyting. Neikvæðu afleiðingarnar eru þær að þetta veikir stöðu útflutningsatvinnuveganna og þeirra innlendu fyrirtækja sem eru helst í samkeppni við erlenda aðila. „Ef ástandið heldur svona áfram getur þetta valdið því að einhver þessara fyrirtæki sjái sér hag í því að a.m.k. að byggja upp erlendis, jafnvel að færa hluta starfsemi sinnar út,“ segir Ingólfur. Á erlendum gjaldeyrismörkuðum hefur frjálst fall dollarsins haldið áfram og hann er nú í sögulegu lágmarki miðað við evruna. Á evrusvæðinu er málum nú svo komið að hjá evrópska seðlabankanum telja menn nauðsynlegt að grípa til aðgerða og reyna að styrkja dollarann, en styrking evrunnar kemur sér illa fyrir efnahagslíf á svæðinu þar sem dregið hefur mjög úr útflutningi evrulandanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira