Kaupæði því dollarinn svo lágur 9. desember 2004 00:01 Kaupóðir Íslendingar fljúga í auknum mæli til Bandaríkjanna og margir reyna að smygla varningnum inn. Þetta finna starfsmenn tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og Icelandair. "Við verðum mikið varir við þetta. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvað má flytja tollfrjálst til landsins og er því stoppað hér í stórum stíl og krafið um greiðslu. Það má ekki versla fyrir meira en 46 þúsund krónur hver og þar af má einn hlutur aðeins kosta 23 þúsund. Það ber að greiða virðisaukaskatt og önnur gjöld af öllum varningi sem fluttur er inn til landsins umfram þessa upphæð," segir Kári Guðlaugsson, aðaldeildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Magnið sem farþegarnir flytja til landsins er gríðarlegt, langt umfram heimildir, líklega 100-200 þúsund krónur á mann. Kári segir að tugir eða hundruð manna hafi greitt gjöld síðustu vikur og mánuði og þá einkum af fatnaði, leikföngum og gjafavöru. Ef dýrari hlutir eru fluttir til landsins og ekki framvísað þá er hald lagt á þá og viðkomandi greiðir sekt. Fólk hafi greitt hundruð eða milljónir króna í aðflutningsgjöld síðustu vikur. "Við erum með nokkur mál í skoðun, meðal annars gítar, fiðlu og myndavélar. Það er þó nokkuð um að hljóðfæri séu flutt svona inn en það ber að greiða gjöld ef verðmæti hljóðfærisins er yfir 23 þúsund krónur," segir hann. Bókanir Íslendinga með Icelandair til Bandaríkjanna eru 40 prósentum fleiri nú en á sama tíma á síðasta ári. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir mikla aukningu í verslunartengdum ferðum, einkum til Boston, Minneapolis og Baltimore. "Það fer ekkert framhjá okkur að dollarinn er lágur og margir nota tækifærið til að gera hagstæð innkaup," segir hann. "Það fer ekki framhjá vigtum að fólk er að versla, það er með fleiri töskur og handfarangur á bakaleiðinni. Þetta blasir við öllum og hefur verið með vaxandi þunga núna með haustinu." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Kaupóðir Íslendingar fljúga í auknum mæli til Bandaríkjanna og margir reyna að smygla varningnum inn. Þetta finna starfsmenn tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og Icelandair. "Við verðum mikið varir við þetta. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvað má flytja tollfrjálst til landsins og er því stoppað hér í stórum stíl og krafið um greiðslu. Það má ekki versla fyrir meira en 46 þúsund krónur hver og þar af má einn hlutur aðeins kosta 23 þúsund. Það ber að greiða virðisaukaskatt og önnur gjöld af öllum varningi sem fluttur er inn til landsins umfram þessa upphæð," segir Kári Guðlaugsson, aðaldeildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Magnið sem farþegarnir flytja til landsins er gríðarlegt, langt umfram heimildir, líklega 100-200 þúsund krónur á mann. Kári segir að tugir eða hundruð manna hafi greitt gjöld síðustu vikur og mánuði og þá einkum af fatnaði, leikföngum og gjafavöru. Ef dýrari hlutir eru fluttir til landsins og ekki framvísað þá er hald lagt á þá og viðkomandi greiðir sekt. Fólk hafi greitt hundruð eða milljónir króna í aðflutningsgjöld síðustu vikur. "Við erum með nokkur mál í skoðun, meðal annars gítar, fiðlu og myndavélar. Það er þó nokkuð um að hljóðfæri séu flutt svona inn en það ber að greiða gjöld ef verðmæti hljóðfærisins er yfir 23 þúsund krónur," segir hann. Bókanir Íslendinga með Icelandair til Bandaríkjanna eru 40 prósentum fleiri nú en á sama tíma á síðasta ári. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir mikla aukningu í verslunartengdum ferðum, einkum til Boston, Minneapolis og Baltimore. "Það fer ekkert framhjá okkur að dollarinn er lágur og margir nota tækifærið til að gera hagstæð innkaup," segir hann. "Það fer ekki framhjá vigtum að fólk er að versla, það er með fleiri töskur og handfarangur á bakaleiðinni. Þetta blasir við öllum og hefur verið með vaxandi þunga núna með haustinu."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira