Mogginn flytur 10. desember 2004 00:01 Morgunblaðið flytur úr Kringlunni og upp í Hádegismóa við Rauðavatn þar sem ný prentsmiðja blaðsins er. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur selt fasteign sína við Kringluna fyrir 2,1 milljarð króna. Klasi hf., fasteignafélag í eigu Íslandsbanka, kaupir fasteignir Morgunblaðsins við Kringluna og í kaupsamningi kveður á um að Klasi byggi nýtt húsnæði undir skrifstofur og ritstjórn Morgunblaðsis við hlið nýju prenstmiðjunnar. Morgunblaðið gerir langtímasamning um leigu húsnæðisins. Að sögn Hallgríms B. Geirssonar, framkvæmdastjóra Árvakurs, kom það framkvæmdastjórn félagsins á óvart hve mikil verðmæti væru fólgin í húsakosti og lóð blaðsins. "Þetta var mjög ánægjuleg niðurstaða sem kom að því leyti til á óvart að við gerðum okkur ekki grein fyrir yfir hvaða verðmætum við byggjum," segir hann. Hann segir að þegar Morgunblaðsmenn hófu undirbúning á sölu gömlu prentsmiðjunnar, sem er í viðbyggingu við húsakynnir ritstjórnarinnar, hafi komið í ljós að ýmsir hefðu áhuga á að kaupa hana en auk þess sýnt áhuga á skrifsotufhúsnæðinu í heild sinni og lóðinni. Hann segir aðstæður á fasteignamarkaði um þessar mundir vera Morgunblaðinu hagstæðar og því hafi færi verið gripið til að flytja starfsemina. Hallgrímur segir sölu fasteignarinnar styrkja stöðu Morgunblaðsins í samkeppni og treysta rekstur blaðsins. Nýjar höfuðstöðvar Morgunblaðsins verða ögn minni en húsið við Kringluna. Hallgrímur segir að margt hafi breyst á þeim ellefu árum sem liðin eru síðan Morgunblaðshúsið við Kringluna var tekið í notkun. Gamla húsið var miðað við fleira starfsfólk en tækni og hagræðing hefur haft í för með sér að ekki hefur verið þörf á þeim fjölda sem áætlað var. Hallgrímur segir að starfsmenn Morgunblaðsins hafi tekið tíðindum um ætlaðan flutning vel. Margir starfsmenn sakni þó þess að vera nálægt miðbænum þar sem Morgunblaðið hafði lengstum höfuðstöðvar. "Fólkið tekur þessu mjög vel en það er náttúrlega mikill lúxus að vera hér við hliðina á Kringlunni," segir Hallgrímur en bendir þó á að fyrirhugaðar höfuðstöðvar séu í landfræðilegri miðju Stór-Reykjavíkursvæðsins. Framkvæmdir við nýtt skrifsotfuhúsnæði hefjast næsta vor og gert er ráð fyrir að allur rektur Morgunblaðsins verði kominn í Hádegismóa fyrir páska árið 2006. Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Morgunblaðið flytur úr Kringlunni og upp í Hádegismóa við Rauðavatn þar sem ný prentsmiðja blaðsins er. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur selt fasteign sína við Kringluna fyrir 2,1 milljarð króna. Klasi hf., fasteignafélag í eigu Íslandsbanka, kaupir fasteignir Morgunblaðsins við Kringluna og í kaupsamningi kveður á um að Klasi byggi nýtt húsnæði undir skrifstofur og ritstjórn Morgunblaðsis við hlið nýju prenstmiðjunnar. Morgunblaðið gerir langtímasamning um leigu húsnæðisins. Að sögn Hallgríms B. Geirssonar, framkvæmdastjóra Árvakurs, kom það framkvæmdastjórn félagsins á óvart hve mikil verðmæti væru fólgin í húsakosti og lóð blaðsins. "Þetta var mjög ánægjuleg niðurstaða sem kom að því leyti til á óvart að við gerðum okkur ekki grein fyrir yfir hvaða verðmætum við byggjum," segir hann. Hann segir að þegar Morgunblaðsmenn hófu undirbúning á sölu gömlu prentsmiðjunnar, sem er í viðbyggingu við húsakynnir ritstjórnarinnar, hafi komið í ljós að ýmsir hefðu áhuga á að kaupa hana en auk þess sýnt áhuga á skrifsotufhúsnæðinu í heild sinni og lóðinni. Hann segir aðstæður á fasteignamarkaði um þessar mundir vera Morgunblaðinu hagstæðar og því hafi færi verið gripið til að flytja starfsemina. Hallgrímur segir sölu fasteignarinnar styrkja stöðu Morgunblaðsins í samkeppni og treysta rekstur blaðsins. Nýjar höfuðstöðvar Morgunblaðsins verða ögn minni en húsið við Kringluna. Hallgrímur segir að margt hafi breyst á þeim ellefu árum sem liðin eru síðan Morgunblaðshúsið við Kringluna var tekið í notkun. Gamla húsið var miðað við fleira starfsfólk en tækni og hagræðing hefur haft í för með sér að ekki hefur verið þörf á þeim fjölda sem áætlað var. Hallgrímur segir að starfsmenn Morgunblaðsins hafi tekið tíðindum um ætlaðan flutning vel. Margir starfsmenn sakni þó þess að vera nálægt miðbænum þar sem Morgunblaðið hafði lengstum höfuðstöðvar. "Fólkið tekur þessu mjög vel en það er náttúrlega mikill lúxus að vera hér við hliðina á Kringlunni," segir Hallgrímur en bendir þó á að fyrirhugaðar höfuðstöðvar séu í landfræðilegri miðju Stór-Reykjavíkursvæðsins. Framkvæmdir við nýtt skrifsotfuhúsnæði hefjast næsta vor og gert er ráð fyrir að allur rektur Morgunblaðsins verði kominn í Hádegismóa fyrir páska árið 2006.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira