Mikill hagvöxtur 13. desember 2004 00:01 Hagvöxturinn á milli þriðja ársfjórðungs í ár og í fyrra var 7,4 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan á fyrsta ársfjórðungi árið 2001. Tölur Hagstofunnar, sem eru til bráðabirgða, benda til þess að vöxtur í útflutningi hafi verið umtalsvert meiri en áætlað var. Útflutningur hefur aukist um ellefu prósent frá því á sama tíma í fyrra en innflutningur hefur vaxið um 7,3 prósent. Það er miklu minni hækkun en undanfarin misseri en innflutningur hafði vaxið um meira en tíu prósent milli ára næstu fimm ársfjórðunga á undan. Hagvöxtur er mældur sem vöxtur í útgjöldum þjóðarinnar auk mismunar á innflutningi og útflutningi. Þjónustugreinar hafa aukið gjaldeyristekjur sínar og er aukningin því rakin til bættrar tíðar í ferðamennsku og flugrekstri. Fylgst er með breytingum í einkaneyslu, fjárfestingum, birgðabreytingum og útgjöldum hins opinbera. Allir þættir, nema verðmæti birgða, hækka en mestu munar um aukningu í einkaneyslu og fjárfestingum. Vöxtur í samneyslu hefur undanfarið verið mun hægari en önnur útgjöld þjóðarinnar. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í greiningardeild Landsbankans, segir að aukinn vöxtur á útflutningi veki athygli en gera þurfi þann fyrirvara á tölum Hagstofunnar að ekki sé gert fyrir árstíðarbundnum sveiflum. Um þróunina í útgjöldum hins opinbera segir Björn Rúnar að samneyslan sé á "ágætu róli". Hann segir að þótt ekki beri að lesa of mikið út úr þessum nýjustu tölum þá sé ljóst að mikill vöxtur sé í hagkerfinu. Um framhaldið segir Björn Rúnar að miklu ráði hvernig rekstur ríkissjóðs gangi, sérstaklega á næsta ári þegar endurskoðun kjarasamninga liggi fyrir. "Þetta verða spennandi tímar á næsta ári og miklu skiptir hvort ríkissjóði takist að halda fjárlagaafgangi," segir hann. Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Hagvöxturinn á milli þriðja ársfjórðungs í ár og í fyrra var 7,4 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan á fyrsta ársfjórðungi árið 2001. Tölur Hagstofunnar, sem eru til bráðabirgða, benda til þess að vöxtur í útflutningi hafi verið umtalsvert meiri en áætlað var. Útflutningur hefur aukist um ellefu prósent frá því á sama tíma í fyrra en innflutningur hefur vaxið um 7,3 prósent. Það er miklu minni hækkun en undanfarin misseri en innflutningur hafði vaxið um meira en tíu prósent milli ára næstu fimm ársfjórðunga á undan. Hagvöxtur er mældur sem vöxtur í útgjöldum þjóðarinnar auk mismunar á innflutningi og útflutningi. Þjónustugreinar hafa aukið gjaldeyristekjur sínar og er aukningin því rakin til bættrar tíðar í ferðamennsku og flugrekstri. Fylgst er með breytingum í einkaneyslu, fjárfestingum, birgðabreytingum og útgjöldum hins opinbera. Allir þættir, nema verðmæti birgða, hækka en mestu munar um aukningu í einkaneyslu og fjárfestingum. Vöxtur í samneyslu hefur undanfarið verið mun hægari en önnur útgjöld þjóðarinnar. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í greiningardeild Landsbankans, segir að aukinn vöxtur á útflutningi veki athygli en gera þurfi þann fyrirvara á tölum Hagstofunnar að ekki sé gert fyrir árstíðarbundnum sveiflum. Um þróunina í útgjöldum hins opinbera segir Björn Rúnar að samneyslan sé á "ágætu róli". Hann segir að þótt ekki beri að lesa of mikið út úr þessum nýjustu tölum þá sé ljóst að mikill vöxtur sé í hagkerfinu. Um framhaldið segir Björn Rúnar að miklu ráði hvernig rekstur ríkissjóðs gangi, sérstaklega á næsta ári þegar endurskoðun kjarasamninga liggi fyrir. "Þetta verða spennandi tímar á næsta ári og miklu skiptir hvort ríkissjóði takist að halda fjárlagaafgangi," segir hann.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira