Eitt högg er nóg 14. desember 2004 00:01 Jón Davíð Ragnarsson, sonur mannsins sem lét lífið eftir árásina í Mosfellsbæ um helgina, telur ofbeldið í tengslum við skemmtanalíf Íslendinga vera komið út í öfgar. Hann rifjar upp að nokkrir menn hafi verið blóðugir eftir áflog þegar hann gekk í gegnum biðstofuna á bráða- og slysadeild aðfararnótt sunnudags. Þegar hann fór heim nokkru síðar hafi þar verið lögregluþjónar að ræða við hóp af ungu fólki. "Þeir voru blóðugir og einn svo illa farinn á öðru auga að hann gat varla haldið því opnu. Þetta sá ég meðan ég var að upplifa þetta með honum pabba. Það er ótrúlegt hvað maður er oft vitni að um helgar. Um daginn var ég á göngu í Hafnarstræti og sá strák koma hlaupandi að stúlku með miklum látum. Ég gekk að stúlkunni og spurði hvort hún vildi aðstoð. Þá kom í ljós að þau þekktust og maðurinn ætlaði að rjúka í mig fyrir það að athuga hvort ég gæti aðstoðað stúlkuna," segir hann. Jón Davíð telur ofbeldi tvímælalaust orðið grófara en áður. "Það þarf að hamra á því að eitt högg er nóg. Það þarf ekki meira en það. Þetta er ekki eins og í bíómyndunum þar sem menn eru lamdir fram og til baka og það sést ekki skráma á þeim. Fólk þarf að gera sér grein fyrir þessu," segir hann. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér hvers vegna ofbeldið verður sífellt grófara. "Í 99 prósentum tilvika eru þetta ölvaðir einstaklingar, kannski með einhverja karlmennskustæla eða vandræði í einkalífi sem þeir láta bitna á öðrum undir áhrifum áfengis. Ég hef aldrei lent í slagsmálum sjálfur og get ekki ímyndað mér hvað fær fólk til að haga sér svona," segir hann. Fjöldi fólks hefur haft samband við fjölskylduna síðustu daga. "Fólk er reitt og því þykir þetta ósanngjarnt. Faðir minn átti þetta svo sannarlega ekki skilið og var engan veginn tilbúinn til að fara. Það var svo margt sem hann átti eftir ógert. Það er bara reiði í fólki sem talar við okkur. Það á ekki orð yfir því hvernig þetta getur átt sér stað," segir Jón Davíð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Jón Davíð Ragnarsson, sonur mannsins sem lét lífið eftir árásina í Mosfellsbæ um helgina, telur ofbeldið í tengslum við skemmtanalíf Íslendinga vera komið út í öfgar. Hann rifjar upp að nokkrir menn hafi verið blóðugir eftir áflog þegar hann gekk í gegnum biðstofuna á bráða- og slysadeild aðfararnótt sunnudags. Þegar hann fór heim nokkru síðar hafi þar verið lögregluþjónar að ræða við hóp af ungu fólki. "Þeir voru blóðugir og einn svo illa farinn á öðru auga að hann gat varla haldið því opnu. Þetta sá ég meðan ég var að upplifa þetta með honum pabba. Það er ótrúlegt hvað maður er oft vitni að um helgar. Um daginn var ég á göngu í Hafnarstræti og sá strák koma hlaupandi að stúlku með miklum látum. Ég gekk að stúlkunni og spurði hvort hún vildi aðstoð. Þá kom í ljós að þau þekktust og maðurinn ætlaði að rjúka í mig fyrir það að athuga hvort ég gæti aðstoðað stúlkuna," segir hann. Jón Davíð telur ofbeldi tvímælalaust orðið grófara en áður. "Það þarf að hamra á því að eitt högg er nóg. Það þarf ekki meira en það. Þetta er ekki eins og í bíómyndunum þar sem menn eru lamdir fram og til baka og það sést ekki skráma á þeim. Fólk þarf að gera sér grein fyrir þessu," segir hann. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér hvers vegna ofbeldið verður sífellt grófara. "Í 99 prósentum tilvika eru þetta ölvaðir einstaklingar, kannski með einhverja karlmennskustæla eða vandræði í einkalífi sem þeir láta bitna á öðrum undir áhrifum áfengis. Ég hef aldrei lent í slagsmálum sjálfur og get ekki ímyndað mér hvað fær fólk til að haga sér svona," segir hann. Fjöldi fólks hefur haft samband við fjölskylduna síðustu daga. "Fólk er reitt og því þykir þetta ósanngjarnt. Faðir minn átti þetta svo sannarlega ekki skilið og var engan veginn tilbúinn til að fara. Það var svo margt sem hann átti eftir ógert. Það er bara reiði í fólki sem talar við okkur. Það á ekki orð yfir því hvernig þetta getur átt sér stað," segir Jón Davíð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira