Stjórnvöld hvika hvergi 20. desember 2004 00:01 Þrátt fyrir undrun og vonbrigði bandarískra stjórnvalda, munu þau íslensku standa við þá ákvörðun að veita Bobby Fischer dvalarleyfi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra óttast ekki að sú ákvörðun munu hafa áhrif á samskipti þjóðanni, og segist jafnframt reiðubúinn að láta á það reyna með formlegum hætti, krefjist bandarísk stjórnvöld þess að fá Fishcer framseldan. Bandarísk stjórnvöld hvöttu þau íslensku til þess að draga til baka boðið til Fischers um dvalarleyfi á Íslandi, og áréttuðu að um væri að ræða ákærðan og eftirlýstan mann. Sendiherra Bandaríkjamanna hér á landi var hins vegar tilkynnt í dag að boðið stæði. Davíð segir það ekki þurfa að vera að Bandaríkjamenn muni leggja fram framsalskröfu. Þeir séu undrandi á ákvörðun íslenskra stjórnvalda, en það sé mat íslenskra stjórnvalda að íslensk lög standi ekki til framsals þar sem brotið sé fyrnt að íslenskum lögum. Þess vegna væri ekki framsalsskylda hér en á það yrði að reyna með formlegum hætti. Mál Fischers kemur upp á sama tíma og viðræður standa yfir milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi veru varnarliðsins hér landi. Engin formdæmi eru fyrir því að Íslendingar veiti manni landvistarleyfi sem bandarísk yfirvöld álíta eftirlýstan glæpamann, en utanríkisráðherra hefur þó ekki áhyggjur af því að til eftimála komi. Davíð segir að á milli vinaþjóða eigi mál sem þetta að fara lögformlega leið samkvæmt samningum. En brotið sé að mati Íslendinga fyrnt. Fischer sjálfum er mikið í mun um að komast hingað til lands sem fyrst . Hann hefur ákveðið að falla frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum, en þó ekki fyrr en tryggt verður að þau heimili honum að fara til Íslands. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segist nú bíða þess eins að það komist á hreint áður en hann heldur utan til að fylgja Fischer til Íslands. Jafnvel var búist við því að þessi mál kæmust á hreint í morgun og var Sæmundur tilbúinn að fara utan í einkaþotu til Japans um hádegisbil í dag. Síðar kom í ljós að ekkert myndi gerast strax, svo ferðin verður farin í fyrsta lagi á morgun, annað hvort með einkavél eða áætlunarflugi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Þrátt fyrir undrun og vonbrigði bandarískra stjórnvalda, munu þau íslensku standa við þá ákvörðun að veita Bobby Fischer dvalarleyfi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra óttast ekki að sú ákvörðun munu hafa áhrif á samskipti þjóðanni, og segist jafnframt reiðubúinn að láta á það reyna með formlegum hætti, krefjist bandarísk stjórnvöld þess að fá Fishcer framseldan. Bandarísk stjórnvöld hvöttu þau íslensku til þess að draga til baka boðið til Fischers um dvalarleyfi á Íslandi, og áréttuðu að um væri að ræða ákærðan og eftirlýstan mann. Sendiherra Bandaríkjamanna hér á landi var hins vegar tilkynnt í dag að boðið stæði. Davíð segir það ekki þurfa að vera að Bandaríkjamenn muni leggja fram framsalskröfu. Þeir séu undrandi á ákvörðun íslenskra stjórnvalda, en það sé mat íslenskra stjórnvalda að íslensk lög standi ekki til framsals þar sem brotið sé fyrnt að íslenskum lögum. Þess vegna væri ekki framsalsskylda hér en á það yrði að reyna með formlegum hætti. Mál Fischers kemur upp á sama tíma og viðræður standa yfir milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi veru varnarliðsins hér landi. Engin formdæmi eru fyrir því að Íslendingar veiti manni landvistarleyfi sem bandarísk yfirvöld álíta eftirlýstan glæpamann, en utanríkisráðherra hefur þó ekki áhyggjur af því að til eftimála komi. Davíð segir að á milli vinaþjóða eigi mál sem þetta að fara lögformlega leið samkvæmt samningum. En brotið sé að mati Íslendinga fyrnt. Fischer sjálfum er mikið í mun um að komast hingað til lands sem fyrst . Hann hefur ákveðið að falla frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum, en þó ekki fyrr en tryggt verður að þau heimili honum að fara til Íslands. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segist nú bíða þess eins að það komist á hreint áður en hann heldur utan til að fylgja Fischer til Íslands. Jafnvel var búist við því að þessi mál kæmust á hreint í morgun og var Sæmundur tilbúinn að fara utan í einkaþotu til Japans um hádegisbil í dag. Síðar kom í ljós að ekkert myndi gerast strax, svo ferðin verður farin í fyrsta lagi á morgun, annað hvort með einkavél eða áætlunarflugi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira