Slæmt að þagnarskylda skuli rofin 22. desember 2004 00:01 Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á Baugi og vísað ákveðnum þáttum skattrannsóknarinnar til Ríkislögreglustjóra. Það var Ríkislögreglustjóri sem vísaði málinu til Skattrannsóknarstjóra í fyrrahaust. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, segir slæmt að embættin hafi rofið þagnarskyldu. Lögreglurannsókn á Baugi hófst árið 2002 í framhaldi af kæru Jóns Geralds Sullenbergers í lok ágúst það ár. Skömmu seinna var gerð húsleit í höfuðstöðvum SMS í Færeyjum sem Baugur átti þá helming í. Litlu seinna sendi Ríkislögreglustjóri gögn úr húsleitinni til Skattrannsóknarstjóra vegna gruns um að skattalög hefðu verið brotin. Í framhaldi af því gerði Skattrannsóknarstjóri húsleit í skrifstofum Baugs og fjárfestingarfélaginu Gaumi. Í vor aflaði lögreglan upplýsinga um viðskipti tengd Baugi Group og Gaumi sem eiga stóran hlut í Baugi, hjá Kaupthing Bank SA í Lúxemborg. Skattrannsóknarstjóri afhenti svo forsvarsmönnum Baugs drög að skýrslu í júní og gaf þriggja vikna andmælafrest. Um miðjan síðasta mánuð var síðan tekin ákvörðun um að senda hluta rannsóknarinnar Ríkislögreglustjóra til meðferðar, en það er gert ef grunur er uppi um sérlega stórfelld og alvarleg brot. Forsvarsmenn Baugs saka Ríkislögreglustjóra og Skattrannsóknarstjóra um að rjúfa þagnarskyldu og segja tímasetninguna athyglisverða, ekki síst þar sem upphaf lögreglurannsóknarinnar og húsleitin á sínum tíma setti kaup félagsins á Arcadia í uppnám haustið 2002 og ekkert varð af viðskiptunum. Fréttirnar núna koma í kjölfar þess að á föstudag gerði Baugur formlegt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Big Food Group ásamt fleiri fjárfestum. Jón H. Snorrason hjá Ríkislögreglustjóra vildi ekki tjá sig um málið á þessari stundu. Kristín Jóhannesdóttir hjá Gaumi staðfesti að ákveðin atriði hefðu verið send til Ríkislögreglustjóra. Hún vildi ekki staðfesta hvers eðlis þau væru eða hversu alvarleg hún teldi þau vera. Hún segir slæmt að embættin rjúfi þagnarskyldu um rannsóknina og tímasetningin sé sérkennileg. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á Baugi og vísað ákveðnum þáttum skattrannsóknarinnar til Ríkislögreglustjóra. Það var Ríkislögreglustjóri sem vísaði málinu til Skattrannsóknarstjóra í fyrrahaust. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, segir slæmt að embættin hafi rofið þagnarskyldu. Lögreglurannsókn á Baugi hófst árið 2002 í framhaldi af kæru Jóns Geralds Sullenbergers í lok ágúst það ár. Skömmu seinna var gerð húsleit í höfuðstöðvum SMS í Færeyjum sem Baugur átti þá helming í. Litlu seinna sendi Ríkislögreglustjóri gögn úr húsleitinni til Skattrannsóknarstjóra vegna gruns um að skattalög hefðu verið brotin. Í framhaldi af því gerði Skattrannsóknarstjóri húsleit í skrifstofum Baugs og fjárfestingarfélaginu Gaumi. Í vor aflaði lögreglan upplýsinga um viðskipti tengd Baugi Group og Gaumi sem eiga stóran hlut í Baugi, hjá Kaupthing Bank SA í Lúxemborg. Skattrannsóknarstjóri afhenti svo forsvarsmönnum Baugs drög að skýrslu í júní og gaf þriggja vikna andmælafrest. Um miðjan síðasta mánuð var síðan tekin ákvörðun um að senda hluta rannsóknarinnar Ríkislögreglustjóra til meðferðar, en það er gert ef grunur er uppi um sérlega stórfelld og alvarleg brot. Forsvarsmenn Baugs saka Ríkislögreglustjóra og Skattrannsóknarstjóra um að rjúfa þagnarskyldu og segja tímasetninguna athyglisverða, ekki síst þar sem upphaf lögreglurannsóknarinnar og húsleitin á sínum tíma setti kaup félagsins á Arcadia í uppnám haustið 2002 og ekkert varð af viðskiptunum. Fréttirnar núna koma í kjölfar þess að á föstudag gerði Baugur formlegt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Big Food Group ásamt fleiri fjárfestum. Jón H. Snorrason hjá Ríkislögreglustjóra vildi ekki tjá sig um málið á þessari stundu. Kristín Jóhannesdóttir hjá Gaumi staðfesti að ákveðin atriði hefðu verið send til Ríkislögreglustjóra. Hún vildi ekki staðfesta hvers eðlis þau væru eða hversu alvarleg hún teldi þau vera. Hún segir slæmt að embættin rjúfi þagnarskyldu um rannsóknina og tímasetningin sé sérkennileg.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira