Viðskipti innlent

Tollakvótar á vefnað felldir niður

Um áramótin féllu niður tollakvótar á vefnað sem framleiddur er í Kína og fluttur til Evrópusambandslandanna. Samtök verslunar og þjónustu telja þetta geta haft hvort tveggja góðar og slæmar afleiðingar í för með sér. Annars vegar leiða samtökin líkum að því að niðurfelling tollakvóta auki innflutning á fatnaði frá Kína til Evrópu og auki þannig erfiðleika fataiðnaðarins í Evrópu. Vegna þessa er hugsanlegt að Evrópusambandið setji nýja kvóta til að verja evrópska fataframleiðslu. Það gæti hins vegar reynst erfitt vegna nýlegrar aðildar Kína að Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Eins og staðan er í dag eru um átján prósent af fatnaði sem seldur er í Evrópusambandslöndunum framleidd í Kína Hins vegar telja Samtök verslunar og þjónustu að niðurfellingin hafi góð áhrif á íslenska verslun. Aukinn innflutningur frá Kína þýði lægra verð. Þá geti íslenskir innflytjendur notið góðs af nýjum tækifærum í Kína eftir að landið gerðist aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×