Fremstur í sókninni 30. desember 2004 00:01 KB banki hefur bæði verið bakhjarl helstu útrásarfyrirtækjanna og sótt djarft fram sjálfur. Tvennt á árinu stendur upp úr. Kaup bankans á danska bankanum FIH, en bankinn keypti hlutafé bankans á 84 milljarða króna. Með kaupunum var slegið Íslandsmet í kaupverðmæti fyrirtækis. Hitt var djörf innkoma bankans á íbúðalánamarkaðinn sem leitt hefur til harðrar samkeppni milli Íbúðalánasjóðs og bankanna. Sigurður segir árið í ár ekki viðburðaríkara í sjálfu sér en mörg önnur. "Þetta var ánægjulegt ár og þar ber auðvitað hæst kaup okkar á danska bankanum FIH." Hann segir kaupin rökrétt framhald af stefnu bankans. "Það má rekja þessi kaup bankans til þeirrar stefnu sem við mörkuðum árið 1996 til 1997. Þá gerðum við okkur grein fyrir því að vaxtarmöguleikar bankans innanlands væru takmarkaðir. Eina leiðin til að halda vexti áfram væri að sækja til útlanda." Sigurður viðurkennir fúslega að ekki hafi alltaf blásið jafn byrlega í sókninni á erlendan markað. "Það tekst ekki allt sem maður ætlar sér. Hins vegar misstum við aldrei sjónar á þessu markmiði." Sigurður kom til starfa hjá Kaupþingi árið 1994 frá Iðnaðarbankanum. Hann nam þjóðarhagfræði í Kaupmannahöfn og vann að námi loknu hjá Danske Bank. Þegar hann kom til Kaupþings störfuðu þar 28 manns. Nú starfa 1250 manns hjá KB banka. "Stór hluti þessa hóps er enn við störf í bankanum og lykilstjórnendur hans." Bankinn hefur vaxið gríðarlega og Sigurður segir að ábyrgðin sé dreifð innan bankans. Hver starfsmaður beri ábyrgð á sínum verkefnum. Þessi hópur hefur því starfað náið saman í tíu ár. Lykilstarfsmenn á heimsmælikvarða Stjórnendur skráðra fyrirtækja eru jafnan tregir til að tjá sig um nálægan tíma í rekstrinum. Sigurður segist hins vegar eiga von á því að þessi harðsnúni hópur lykilfólks í KB banka muni áfram verða við stjórnvölinn eftir önnur tíu ár. "Við höfum mikinn metnað fyrir hönd bankans og sjáum mörg tækifæri í framtíðinni, þannig að ég býst fastlega við því að við munum hafa áhuga á að starfa saman að þeim verkefnum eftir tíu ár. Ég tel að okkar fólk standist fyllilega samanburð við besta starfsfólk fjármálafyrirtækja hvar sem er í heiminum. Kaupin á FIH sýndu það þar sem við notuðum okkar eigið fólk undir forystu Ármanns Þorvaldssonar í stað þess að leita til utanaðkomandi ráðgjafa." Niðurstaðan var að KB banki stóð upp frá samningaviðræðum með kaupsamning í höndunum. Sjálfur segist Sigurður ekki hafa komið að málinu fyrr en á lokastigum. Hann segir menntun og starfsreynslu í Danmörku ekki hafa haft úrslitaáhrif á kaupin. "Það spillir auðvitað ekki." Íslensku bankarnir skoðuðu allir kaup á FIH og Landsbankinn keppti við KB banka á lokametrunum. "Ég hef lesið um það í blöðunum," segir Sigurður og er ófáanlegur til þess að tjá sig frekar um það. Kaupþing óx hratt og tvöfaldaði helstu tölur í rekstrinum árvisst. Þegar Kaupþing sameinaðist Búnaðarbankanum höfðu margir efasemdir um að sá vöxtur myndi halda áfram. Kaupin á FIH héldu uppi merkinu og enn á ný tvöfaldaðist bankinn. "Við höfum alltaf lagt á það mikla áherslu að vöxtur er ekki markmið í sjálfu sér. Markmið með vexti er alltaf að auka verðmæti hluthafanna, við horfum því alltaf fyrst á arðsemi og síðan á vöxt." Fjárfest og fylgt úr hlaði Sigurður þekkir vel til útrásarsögu íslenskra fyrirtækja. Kaupþing studdi og flest þau fyrirtæki sem náð hafa miklum árangri á erlendum vettvangi. "Við höfum haldið til streitu þeirri stefnu að fjárfesta með þeim fyrirtækjum sem við vinnum með. Stefna okkar hefur verið að vinna með fyrirtækjum sem hafa sannað sig í rekstri, eru með gott sjóðstreymi og kraftmikla og metnaðarfulla stjórnendur. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut." Meðal þeirra fyrirtækja sem fylgt hefur verið úr hlaði út í hinn stóra heim eru Bakkavör, Össur, Actavis, Baugur og nú síðast Medcare Flaga og SÍF. KB banki fjárfestir í slíkum fyrirtækjum samhliða því sem bankinn sér um lánafyrirgreiðslu. "Þessi aðferð er þekkt til dæmis í Bretlandi, en nánast óþekkt á Norðurlöndunum. Við teljum að við höfum markaðsforskot með þessari nálgun og finnum fyrir góðum undirtektum hjá viðskiptalífinu á Norðurlöndum." KB banki sér meðal annars tækifæri í að nýta mikil sambönd danska FIH bankans við stóran hóp danskra fyrirtækja með þeim hætti að geta boðið þeim víðtækari þjónustu við vöxt þeirra og viðgang. Vandað til útrásar Útrás KB banka og fyrirtækja sem bankinn hefur unnið með hefur smitað út frá sér. Hinir bankarnir eru einnig í útrásarhugleiðingum og útrásin er eins konar töfraorð í íslensku viðskiptalífi. Ýmsir hafa lýst ótta á að hratt sé farið yfir og hætta á að menn gleymi arðseminni í hugsuninni um vöxt og útrás. "Mér sýnist að íslensk fyrirtæki sem hafa verið að fjárfesta erlendis að undanförnu hafi vandað til fjárfestingarinnnar. Ég sé ekki betur en þetta sé vel unnið hjá þeim. Fram til þessa hafa þessar fjárfestingar almennt gengið vel," segir Sigurður. Áhættan er alltaf fyrir hendi, enda hefur hann margoft lýst því að þeir sem telji sig vera í áhættulausum viðskiptum séu að blekkja sjálfa sig. Þeir eigi einfaldlega að snúa sér að öðru. Hann segir að nú blasi við fjölbreytt flóra erlendra fjárfestinga íslenskra fyrirtækja erlendis sem dragi úr áhættu með dreifingu hennar. Staðið við fyrirheit Kaupin á FIH eru sá einstaki atburður ársins sem ræður mestu um val dómnefndar á Sigurði sem viðskiptamanni ársins. Almenningur finnur þó mest fyrir því skrefi sem bankinn steig þegar hann lækkaði vexti á íbúðalánum og innleiddi harða samkeppni á íbúðalánamarkaði. Aðgerð sem kemur beint við pyngju fólks. "Við vorum að standa við þau fyrirheit sem við höfðum gefið um að íslenskir neytendur myndu njóta stærðar bankans. Við erum alhliða banki á Íslandi og viljum auka markaðshlutdeild okkar í þjónustu við einstaklinga og hugðumst þess vegna kaupa SPRON. Alþingi setti hins vegar lög sem komu í veg fyrir þau kaup." Sigurður segir að menn verði að fara að lögum hvað sem þeim kunni að finnast um slík lög. "Ég held að þegar menn horfi um öxl, þá sjái menn að þetta voru slæm lög." Margir telja að frekari uppstokkun á fjármálamarkaði sé óhjákvæmileg. Vöxtur stærri bankanna leiði til hagkvæmari rekstrar sem hinir smærri geti ekki keppt við. "Ég vil engu spá um hver þróunin verður hér heima. Það verða aðrir að gera. Við höfum hins vegar séð þá ánægjulegu þróun að viðskipti einstaklinga við okkur fara vaxandi." Árið sem er einnig tímamótaár hjá fjölskyldu Sigurðar. Hann fluttist ásamt eiginkonu og tveimur börnum, sjö og tíu ára til London. Þrír fjórðu hlutar tekna KB banka koma erlendis frá og Sigurður því mikið á ferðinni. "Við kunnum ágætlega við okkur. Það er mikill munur að geta farið að morgni og komið að kvöldi hvort sem það er frá Luxemburg, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi eða Helsinki." Fjarvistirnar frá fjölskyldunni verða skemmri fyrir vikið. Vinnan tekur mestan tímann og lítið pláss fyrir áhugamál. "Það gildir um mig eins og aðra stjórnendur bankans að starfið tekur allan okkar tíma." Sigurður er áhugamaður um íþróttir og æfði á yngri árum með Fram í fótbolta og handbolta. Hann segir lítinn tíma fyrir slíkt. "Það er helst að maður skreppi í einn eða tvo veiðitúra á sumri," segir Sigurður Einarsson, viðskiptamaður ársins, og viðurkennir að veiðitúrarnir séu oftar en ekki tengdir viðskiptum og viðskiptavinum bankans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
KB banki hefur bæði verið bakhjarl helstu útrásarfyrirtækjanna og sótt djarft fram sjálfur. Tvennt á árinu stendur upp úr. Kaup bankans á danska bankanum FIH, en bankinn keypti hlutafé bankans á 84 milljarða króna. Með kaupunum var slegið Íslandsmet í kaupverðmæti fyrirtækis. Hitt var djörf innkoma bankans á íbúðalánamarkaðinn sem leitt hefur til harðrar samkeppni milli Íbúðalánasjóðs og bankanna. Sigurður segir árið í ár ekki viðburðaríkara í sjálfu sér en mörg önnur. "Þetta var ánægjulegt ár og þar ber auðvitað hæst kaup okkar á danska bankanum FIH." Hann segir kaupin rökrétt framhald af stefnu bankans. "Það má rekja þessi kaup bankans til þeirrar stefnu sem við mörkuðum árið 1996 til 1997. Þá gerðum við okkur grein fyrir því að vaxtarmöguleikar bankans innanlands væru takmarkaðir. Eina leiðin til að halda vexti áfram væri að sækja til útlanda." Sigurður viðurkennir fúslega að ekki hafi alltaf blásið jafn byrlega í sókninni á erlendan markað. "Það tekst ekki allt sem maður ætlar sér. Hins vegar misstum við aldrei sjónar á þessu markmiði." Sigurður kom til starfa hjá Kaupþingi árið 1994 frá Iðnaðarbankanum. Hann nam þjóðarhagfræði í Kaupmannahöfn og vann að námi loknu hjá Danske Bank. Þegar hann kom til Kaupþings störfuðu þar 28 manns. Nú starfa 1250 manns hjá KB banka. "Stór hluti þessa hóps er enn við störf í bankanum og lykilstjórnendur hans." Bankinn hefur vaxið gríðarlega og Sigurður segir að ábyrgðin sé dreifð innan bankans. Hver starfsmaður beri ábyrgð á sínum verkefnum. Þessi hópur hefur því starfað náið saman í tíu ár. Lykilstarfsmenn á heimsmælikvarða Stjórnendur skráðra fyrirtækja eru jafnan tregir til að tjá sig um nálægan tíma í rekstrinum. Sigurður segist hins vegar eiga von á því að þessi harðsnúni hópur lykilfólks í KB banka muni áfram verða við stjórnvölinn eftir önnur tíu ár. "Við höfum mikinn metnað fyrir hönd bankans og sjáum mörg tækifæri í framtíðinni, þannig að ég býst fastlega við því að við munum hafa áhuga á að starfa saman að þeim verkefnum eftir tíu ár. Ég tel að okkar fólk standist fyllilega samanburð við besta starfsfólk fjármálafyrirtækja hvar sem er í heiminum. Kaupin á FIH sýndu það þar sem við notuðum okkar eigið fólk undir forystu Ármanns Þorvaldssonar í stað þess að leita til utanaðkomandi ráðgjafa." Niðurstaðan var að KB banki stóð upp frá samningaviðræðum með kaupsamning í höndunum. Sjálfur segist Sigurður ekki hafa komið að málinu fyrr en á lokastigum. Hann segir menntun og starfsreynslu í Danmörku ekki hafa haft úrslitaáhrif á kaupin. "Það spillir auðvitað ekki." Íslensku bankarnir skoðuðu allir kaup á FIH og Landsbankinn keppti við KB banka á lokametrunum. "Ég hef lesið um það í blöðunum," segir Sigurður og er ófáanlegur til þess að tjá sig frekar um það. Kaupþing óx hratt og tvöfaldaði helstu tölur í rekstrinum árvisst. Þegar Kaupþing sameinaðist Búnaðarbankanum höfðu margir efasemdir um að sá vöxtur myndi halda áfram. Kaupin á FIH héldu uppi merkinu og enn á ný tvöfaldaðist bankinn. "Við höfum alltaf lagt á það mikla áherslu að vöxtur er ekki markmið í sjálfu sér. Markmið með vexti er alltaf að auka verðmæti hluthafanna, við horfum því alltaf fyrst á arðsemi og síðan á vöxt." Fjárfest og fylgt úr hlaði Sigurður þekkir vel til útrásarsögu íslenskra fyrirtækja. Kaupþing studdi og flest þau fyrirtæki sem náð hafa miklum árangri á erlendum vettvangi. "Við höfum haldið til streitu þeirri stefnu að fjárfesta með þeim fyrirtækjum sem við vinnum með. Stefna okkar hefur verið að vinna með fyrirtækjum sem hafa sannað sig í rekstri, eru með gott sjóðstreymi og kraftmikla og metnaðarfulla stjórnendur. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut." Meðal þeirra fyrirtækja sem fylgt hefur verið úr hlaði út í hinn stóra heim eru Bakkavör, Össur, Actavis, Baugur og nú síðast Medcare Flaga og SÍF. KB banki fjárfestir í slíkum fyrirtækjum samhliða því sem bankinn sér um lánafyrirgreiðslu. "Þessi aðferð er þekkt til dæmis í Bretlandi, en nánast óþekkt á Norðurlöndunum. Við teljum að við höfum markaðsforskot með þessari nálgun og finnum fyrir góðum undirtektum hjá viðskiptalífinu á Norðurlöndum." KB banki sér meðal annars tækifæri í að nýta mikil sambönd danska FIH bankans við stóran hóp danskra fyrirtækja með þeim hætti að geta boðið þeim víðtækari þjónustu við vöxt þeirra og viðgang. Vandað til útrásar Útrás KB banka og fyrirtækja sem bankinn hefur unnið með hefur smitað út frá sér. Hinir bankarnir eru einnig í útrásarhugleiðingum og útrásin er eins konar töfraorð í íslensku viðskiptalífi. Ýmsir hafa lýst ótta á að hratt sé farið yfir og hætta á að menn gleymi arðseminni í hugsuninni um vöxt og útrás. "Mér sýnist að íslensk fyrirtæki sem hafa verið að fjárfesta erlendis að undanförnu hafi vandað til fjárfestingarinnnar. Ég sé ekki betur en þetta sé vel unnið hjá þeim. Fram til þessa hafa þessar fjárfestingar almennt gengið vel," segir Sigurður. Áhættan er alltaf fyrir hendi, enda hefur hann margoft lýst því að þeir sem telji sig vera í áhættulausum viðskiptum séu að blekkja sjálfa sig. Þeir eigi einfaldlega að snúa sér að öðru. Hann segir að nú blasi við fjölbreytt flóra erlendra fjárfestinga íslenskra fyrirtækja erlendis sem dragi úr áhættu með dreifingu hennar. Staðið við fyrirheit Kaupin á FIH eru sá einstaki atburður ársins sem ræður mestu um val dómnefndar á Sigurði sem viðskiptamanni ársins. Almenningur finnur þó mest fyrir því skrefi sem bankinn steig þegar hann lækkaði vexti á íbúðalánum og innleiddi harða samkeppni á íbúðalánamarkaði. Aðgerð sem kemur beint við pyngju fólks. "Við vorum að standa við þau fyrirheit sem við höfðum gefið um að íslenskir neytendur myndu njóta stærðar bankans. Við erum alhliða banki á Íslandi og viljum auka markaðshlutdeild okkar í þjónustu við einstaklinga og hugðumst þess vegna kaupa SPRON. Alþingi setti hins vegar lög sem komu í veg fyrir þau kaup." Sigurður segir að menn verði að fara að lögum hvað sem þeim kunni að finnast um slík lög. "Ég held að þegar menn horfi um öxl, þá sjái menn að þetta voru slæm lög." Margir telja að frekari uppstokkun á fjármálamarkaði sé óhjákvæmileg. Vöxtur stærri bankanna leiði til hagkvæmari rekstrar sem hinir smærri geti ekki keppt við. "Ég vil engu spá um hver þróunin verður hér heima. Það verða aðrir að gera. Við höfum hins vegar séð þá ánægjulegu þróun að viðskipti einstaklinga við okkur fara vaxandi." Árið sem er einnig tímamótaár hjá fjölskyldu Sigurðar. Hann fluttist ásamt eiginkonu og tveimur börnum, sjö og tíu ára til London. Þrír fjórðu hlutar tekna KB banka koma erlendis frá og Sigurður því mikið á ferðinni. "Við kunnum ágætlega við okkur. Það er mikill munur að geta farið að morgni og komið að kvöldi hvort sem það er frá Luxemburg, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi eða Helsinki." Fjarvistirnar frá fjölskyldunni verða skemmri fyrir vikið. Vinnan tekur mestan tímann og lítið pláss fyrir áhugamál. "Það gildir um mig eins og aðra stjórnendur bankans að starfið tekur allan okkar tíma." Sigurður er áhugamaður um íþróttir og æfði á yngri árum með Fram í fótbolta og handbolta. Hann segir lítinn tíma fyrir slíkt. "Það er helst að maður skreppi í einn eða tvo veiðitúra á sumri," segir Sigurður Einarsson, viðskiptamaður ársins, og viðurkennir að veiðitúrarnir séu oftar en ekki tengdir viðskiptum og viðskiptavinum bankans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira