Pólitísk ókyrrð í Þýskalandi 3. nóvember 2005 06:00 Stjórnarmyndun Angelu Merkel, foringja Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, virðist nú hanga á bláþræði eftir innanflokksátök í Jafnaðarmannaflokknum, þar sem róttæk kona var kjörin framkvæmdastjóri flokksins. Í kjölfarið tilkynnti Franz Münterfering, formaður flokksins, að hann myndi láta af formennsku, og jafnvel ekki taka sæti í stjórninni, þar sem hann átti að verða varakanslari og vinnumálaráðherra. Þetta leiddi svo til þess að kristilegi demókratinn Edmund Stoiber frá Bæjaralandi sagðist ekki myndu taka sæti í stjórninni og halda kyrru fyrir í München. Raunverulegar stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi hófust ekki fyrr en fyrir rúmum hálfum mánuði síðan, en áður höfðu leiðtogar flokkanna ræðst við formlega og óformlega eftir kosningarnar fyrir um einum og hálfum mánuði. Margs konar stjórnarmynstur voru rædd en niðurstaðan varð sú að stóru flokkarnir tveir, Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra ásamt Jafnaðarmönnum, mynduðu næstu ríkisstjórn Þýskalands. Aðalverkefni þeirrar stjórnar átti að vera að koma efnahagsmálunum í lag, og talað var um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda í því sambandi. Eftir mikil fundahöld bak við luktar dyr varð niðurstaðan í undirbúningsviðræðunum sú að Gerhard Schröder yrði ekki kanslari áfram og tæki ekki sæti í ríkisstjórninni, heldur myndi Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra, leiða hana. Í kosningunum var fylgi flokkanna nokkuð jafnt, en það sem kom kannski mörgum á óvart var að Jafnaðarmannaflokkurinn fékk meira fylgi en búist hafði verið við, en Kristilegir fengu ekki eins mikið og búist hafði verið við. Talið er að persónutöfrar Schröders hafi haft mikið að segja á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Eftir að stóru flokkarnir urðu ásáttir um að vinna saman í næstu ríkisstjórn áttu hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður að hefjast en þá þegar var búið að ganga frá ráðherraembættum, ekki aðeins hvaða flokkur fengi hvaða ráðuneyti, heldur var búið að skipa í stöðurnar. Þannig var ljóst að Jafnaðarmenn áttu að fá flest lykilembættin í stjórninni, gegn því að Angela Merkel yrði kanslari. Meðal ráðuneyta Jafnaðarmannaflokksins má nefna utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneytið auk varakanslaraembættisins. Þannig voru þeir með mörg lykilembætti. Sumir stjórnmálaskýrendur kváðu svo fast að orði að þeir sögðu að væntanlegur kanslari væri gísl jafnaðarmanna í ríkisstjórninni og Angela Merkel myndi ekki geta gert neina stóra hluti án samþykkis þeirra – hún væri landlaus sögðu aðrir. Við niðurröðun í ráðherraembættin sögðu sum blöð að ríkisstjórnin yrði mjög sviplaus, því þar væru fáir sem sópaði að. Þetta væri allt vænt og gott fólk, atvinnumenn og -konur í pólitík, en neistann vantaði. Það var því ekki spáð vel fyrir stjórninni áður en hún var formlega mynduð og nú bætist það við að tveir af lykilmönnunum í undirbúningsviðræðunum verða líklega ekki með í ráðuneyti Angelu Merkel. Það kemur kannski ekki á óvart að Edmund Stoiber hafi notað fyrsta tækifæri til að afsala sér ráðherraembætti undir stjórn Merkel, því þau öttu á sínum tíma kappi um forystu í flokknum. Því hefur verið haldið fram að ef kosningarnar hefði ekki borið svona brátt að hefði Stoiber hugsanlega orðið kanslaraefni Kristilegra en flokkurinn hafi ekki talið það heppilegt að skipta um kanslaraefni í sumar fyrir kosningar. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í þýskum stjórnmálum á næstunni en ef tekst að mynda stjórn stóru flokkanna verður hún kannski ekki langlíf. Nú þegar virðist ljóst að tvær veigamestu fjaðrirnar úr báðum flokkum verða þar ekki innanborðs, og mátti stjórnin ekki við því að missa þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnarmyndun Angelu Merkel, foringja Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, virðist nú hanga á bláþræði eftir innanflokksátök í Jafnaðarmannaflokknum, þar sem róttæk kona var kjörin framkvæmdastjóri flokksins. Í kjölfarið tilkynnti Franz Münterfering, formaður flokksins, að hann myndi láta af formennsku, og jafnvel ekki taka sæti í stjórninni, þar sem hann átti að verða varakanslari og vinnumálaráðherra. Þetta leiddi svo til þess að kristilegi demókratinn Edmund Stoiber frá Bæjaralandi sagðist ekki myndu taka sæti í stjórninni og halda kyrru fyrir í München. Raunverulegar stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi hófust ekki fyrr en fyrir rúmum hálfum mánuði síðan, en áður höfðu leiðtogar flokkanna ræðst við formlega og óformlega eftir kosningarnar fyrir um einum og hálfum mánuði. Margs konar stjórnarmynstur voru rædd en niðurstaðan varð sú að stóru flokkarnir tveir, Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra ásamt Jafnaðarmönnum, mynduðu næstu ríkisstjórn Þýskalands. Aðalverkefni þeirrar stjórnar átti að vera að koma efnahagsmálunum í lag, og talað var um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda í því sambandi. Eftir mikil fundahöld bak við luktar dyr varð niðurstaðan í undirbúningsviðræðunum sú að Gerhard Schröder yrði ekki kanslari áfram og tæki ekki sæti í ríkisstjórninni, heldur myndi Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra, leiða hana. Í kosningunum var fylgi flokkanna nokkuð jafnt, en það sem kom kannski mörgum á óvart var að Jafnaðarmannaflokkurinn fékk meira fylgi en búist hafði verið við, en Kristilegir fengu ekki eins mikið og búist hafði verið við. Talið er að persónutöfrar Schröders hafi haft mikið að segja á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Eftir að stóru flokkarnir urðu ásáttir um að vinna saman í næstu ríkisstjórn áttu hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður að hefjast en þá þegar var búið að ganga frá ráðherraembættum, ekki aðeins hvaða flokkur fengi hvaða ráðuneyti, heldur var búið að skipa í stöðurnar. Þannig var ljóst að Jafnaðarmenn áttu að fá flest lykilembættin í stjórninni, gegn því að Angela Merkel yrði kanslari. Meðal ráðuneyta Jafnaðarmannaflokksins má nefna utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneytið auk varakanslaraembættisins. Þannig voru þeir með mörg lykilembætti. Sumir stjórnmálaskýrendur kváðu svo fast að orði að þeir sögðu að væntanlegur kanslari væri gísl jafnaðarmanna í ríkisstjórninni og Angela Merkel myndi ekki geta gert neina stóra hluti án samþykkis þeirra – hún væri landlaus sögðu aðrir. Við niðurröðun í ráðherraembættin sögðu sum blöð að ríkisstjórnin yrði mjög sviplaus, því þar væru fáir sem sópaði að. Þetta væri allt vænt og gott fólk, atvinnumenn og -konur í pólitík, en neistann vantaði. Það var því ekki spáð vel fyrir stjórninni áður en hún var formlega mynduð og nú bætist það við að tveir af lykilmönnunum í undirbúningsviðræðunum verða líklega ekki með í ráðuneyti Angelu Merkel. Það kemur kannski ekki á óvart að Edmund Stoiber hafi notað fyrsta tækifæri til að afsala sér ráðherraembætti undir stjórn Merkel, því þau öttu á sínum tíma kappi um forystu í flokknum. Því hefur verið haldið fram að ef kosningarnar hefði ekki borið svona brátt að hefði Stoiber hugsanlega orðið kanslaraefni Kristilegra en flokkurinn hafi ekki talið það heppilegt að skipta um kanslaraefni í sumar fyrir kosningar. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í þýskum stjórnmálum á næstunni en ef tekst að mynda stjórn stóru flokkanna verður hún kannski ekki langlíf. Nú þegar virðist ljóst að tvær veigamestu fjaðrirnar úr báðum flokkum verða þar ekki innanborðs, og mátti stjórnin ekki við því að missa þær.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun